Betri er krókur en kelda Ingimar Einarsson skrifar 30. janúar 2012 06:00 Nú í byrjun árs hefur enn á ný blossað upp umræða um fyrirhugaða byggingu nýja Landspítalans. Tveir forsvarsmenn spítalans, Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnisstjóri, og Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, hafa farið mikinn í Fréttablaðinu og víðar. Nafnkunnir læknar og fyrrum ráðherrar hafa hreyft andmælum. Hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa tekið af allan vafa um stuðning sinn við verkefnið. Á sama tíma sýna skoðanakannanir að almenningur er andsnúinn þessum áformum. Það bendir því margt til þess að við núverandi aðstæður geti orðið erfitt að ná sátt um byggingu nýja Landspítalans. Nýr spítaliAf hálfu Landspítalafólksins er því haldið fram að Landspítalinn sé mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem myndast hefur við Vatnsmýrina á undanförnum árum. Nálægð við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Íslenska erfðagreiningu og fyrirhugaða Vísindagarða er talin mikilvæg fyrir framþróun heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Nýi spítalinn sé best staðsettur við Hringbrautina eins og reyndar er búið að ákveða a.m.k. þrisvar sinnum. Í nýjum Landspítala verði öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi, einbýli muni draga verulega úr spítalasýkingum, vélskömmtun lyfja stuðli að auknu öryggi við lyfjagjafir, minniháttar skoðanir og viðtöl geti farið fram á stofu sjúklings, svo fá dæmi séu tekin. Jafnframt geti nýi spítalinn sinnt betur sínum rannsóknar- og kennsluskyldum og betri skilyrði skapist fyrir teymisvinnu fagfólks. Reiknimeistarar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hátt í þriggja milljarða hagræði hljótist árlega af því að hafa alla starfsemi Landspítalans á einum stað. Sambærileg upphæð á ári hverju myndi duga til að borga niður væntanlegt lán lífeyrissjóðanna á nokkrum áratugum. Breytt skipulag og áherslurÍ nágrannalöndum okkar standa yfir víðtækar breytingar á þjónustu sjúkrahúsa. Síðustu tveir áratugir hafa reyndar einkennst af sameiningu sjúkrahúsa og aukinni tæknivæðingu. Þessar breytingar hafa einkum verið gerðar í ljósi þess að aukin sérhæfing í sjúkrahúsrekstri kalli á stærri einingar og samþættingu starfseminnar á stærri landsvæðum en áður. Með hliðsjón af yfirstandandi breytingum á stofnunum heilbrigðiskerfisins mætti ætla að innan fárra ára verði aðeins tvö sjúkrahús sem geti staðið undir nafni sem sérgreina- og hátæknisjúkrahús á Íslandi, þ.e. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA). Í kjölfar þessara umskipta er það hald margra að á landsbyggðinni verði grunnþjónusta á sviði heilsugæslu og öldrunarþjónustu mest áberandi. Engu að síður má telja víst að stærstu landsbyggðarsjúkrahúsin muni áfram gegna veigamiklu hlutverki sem vettvangur fyrir m.a. minni inngrip og þjónustu við langveika sjúklinga. Við upplifum nú einnig þær breytingar að í stað megináherslu á sérhæfða meðhöndlun og lækningar sjúkdóma er nú æ ríkari áhersla lögð á forvarnir, heilsuvernd, greiningu og fræðslu, auk endurhæfingar vegna afleiðinga sjúkdóma og annarra áfalla. Þessum viðfangsefnum er í vaxandi mæli gert jafn hátt undir höfði og annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu. Ný umgjörðEf marka má það sem komið hefur fram í greinarskrifum dagblaðanna undanfarið, virðist umræðan um nýja Landspítalann vera á villigötum. Í stað þess að líta á heilbrigðiskerfið í heild sinni og meginþætti þess, skipa menn sér í fylkingar með eða á móti nýja Landspítalanum. Nær væri að setja sér markmið um að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Til þess að svo megi verða er brýnt að skapa umgjörð um samvinnu og skipulag þjónustuþátta sem tæki á helstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og legði sömuleiðis línurnar fyrir markvissari forgangsröðun verkefna. Heilsugæslan hefur átt undir högg að sækja um langt árabil jafnvel þótt hin síðari ár hafi verið skýrt kveðið á um að hún skuli að jafnaði vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Nú vantar fjölda heimilislækna bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Til þess að ná jafnvægi í mönnun heilsugæslunnar þyrfti að tryggja að um helmingur þeirra lækna sem útskrifast næstu tíu árin leggi fyrir sig heimilislækningar. Jafnhliða er mikilsvert að þess verði freistað að koma á skipulegri þjónustustýringu til að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga. Áætlun um frekari uppbyggingu og þróun heilbrigðiskerfisins getur þannig ekki leyft sér að taka aðeins mið af eflingu sjúkrahúsþjónustunnar. Samhæfð áætlunEndanleg niðurstaða um hvort ráðist verður í byggingu nýja Landspítalans verður væntanlega tekin á Alþingi á yfirstandandi þingi. Sú ákvörðun mun trúlega ráðast af því hvort ríkisstjórninni takist að sannfæra þingheim um hvort fjárhagslegur, jafnt sem faglegur grundvöllur sé fyrir framkvæmdinni. Enginn vafi er á því að nýr Landspítali muni verða flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu og lyftistöng fyrir alla meðferð, lækningar, kennslu og rannsóknar- og þróunarstarf í landinu. Jafnmikilvægt er að tryggja að samtímis verði ráðist í eflingu heilsugæslunnar og tryggt að forvörnum og heilsuvernd sé sinnt til samræmis við það sem best gerist annars staðar. Ekki verður heldur litið framhjá því að starfsemi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er einn af grunnþáttum heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Núverandi staða heilbrigðismála kallar á raunhæfa framtíðarsýn og samhæfða framkvæmdaáætlun. Sú áætlun verður að taka jafnt til uppbyggingar hins nýja spítala sem og eflingar heilsugæslunnar. Til að forðast misskilning skal að lokum undirstrikað að þessi verkefni þola ekki langa bið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú í byrjun árs hefur enn á ný blossað upp umræða um fyrirhugaða byggingu nýja Landspítalans. Tveir forsvarsmenn spítalans, Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnisstjóri, og Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, hafa farið mikinn í Fréttablaðinu og víðar. Nafnkunnir læknar og fyrrum ráðherrar hafa hreyft andmælum. Hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa tekið af allan vafa um stuðning sinn við verkefnið. Á sama tíma sýna skoðanakannanir að almenningur er andsnúinn þessum áformum. Það bendir því margt til þess að við núverandi aðstæður geti orðið erfitt að ná sátt um byggingu nýja Landspítalans. Nýr spítaliAf hálfu Landspítalafólksins er því haldið fram að Landspítalinn sé mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem myndast hefur við Vatnsmýrina á undanförnum árum. Nálægð við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Íslenska erfðagreiningu og fyrirhugaða Vísindagarða er talin mikilvæg fyrir framþróun heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Nýi spítalinn sé best staðsettur við Hringbrautina eins og reyndar er búið að ákveða a.m.k. þrisvar sinnum. Í nýjum Landspítala verði öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi, einbýli muni draga verulega úr spítalasýkingum, vélskömmtun lyfja stuðli að auknu öryggi við lyfjagjafir, minniháttar skoðanir og viðtöl geti farið fram á stofu sjúklings, svo fá dæmi séu tekin. Jafnframt geti nýi spítalinn sinnt betur sínum rannsóknar- og kennsluskyldum og betri skilyrði skapist fyrir teymisvinnu fagfólks. Reiknimeistarar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hátt í þriggja milljarða hagræði hljótist árlega af því að hafa alla starfsemi Landspítalans á einum stað. Sambærileg upphæð á ári hverju myndi duga til að borga niður væntanlegt lán lífeyrissjóðanna á nokkrum áratugum. Breytt skipulag og áherslurÍ nágrannalöndum okkar standa yfir víðtækar breytingar á þjónustu sjúkrahúsa. Síðustu tveir áratugir hafa reyndar einkennst af sameiningu sjúkrahúsa og aukinni tæknivæðingu. Þessar breytingar hafa einkum verið gerðar í ljósi þess að aukin sérhæfing í sjúkrahúsrekstri kalli á stærri einingar og samþættingu starfseminnar á stærri landsvæðum en áður. Með hliðsjón af yfirstandandi breytingum á stofnunum heilbrigðiskerfisins mætti ætla að innan fárra ára verði aðeins tvö sjúkrahús sem geti staðið undir nafni sem sérgreina- og hátæknisjúkrahús á Íslandi, þ.e. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA). Í kjölfar þessara umskipta er það hald margra að á landsbyggðinni verði grunnþjónusta á sviði heilsugæslu og öldrunarþjónustu mest áberandi. Engu að síður má telja víst að stærstu landsbyggðarsjúkrahúsin muni áfram gegna veigamiklu hlutverki sem vettvangur fyrir m.a. minni inngrip og þjónustu við langveika sjúklinga. Við upplifum nú einnig þær breytingar að í stað megináherslu á sérhæfða meðhöndlun og lækningar sjúkdóma er nú æ ríkari áhersla lögð á forvarnir, heilsuvernd, greiningu og fræðslu, auk endurhæfingar vegna afleiðinga sjúkdóma og annarra áfalla. Þessum viðfangsefnum er í vaxandi mæli gert jafn hátt undir höfði og annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu. Ný umgjörðEf marka má það sem komið hefur fram í greinarskrifum dagblaðanna undanfarið, virðist umræðan um nýja Landspítalann vera á villigötum. Í stað þess að líta á heilbrigðiskerfið í heild sinni og meginþætti þess, skipa menn sér í fylkingar með eða á móti nýja Landspítalanum. Nær væri að setja sér markmið um að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Til þess að svo megi verða er brýnt að skapa umgjörð um samvinnu og skipulag þjónustuþátta sem tæki á helstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og legði sömuleiðis línurnar fyrir markvissari forgangsröðun verkefna. Heilsugæslan hefur átt undir högg að sækja um langt árabil jafnvel þótt hin síðari ár hafi verið skýrt kveðið á um að hún skuli að jafnaði vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Nú vantar fjölda heimilislækna bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Til þess að ná jafnvægi í mönnun heilsugæslunnar þyrfti að tryggja að um helmingur þeirra lækna sem útskrifast næstu tíu árin leggi fyrir sig heimilislækningar. Jafnhliða er mikilsvert að þess verði freistað að koma á skipulegri þjónustustýringu til að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga. Áætlun um frekari uppbyggingu og þróun heilbrigðiskerfisins getur þannig ekki leyft sér að taka aðeins mið af eflingu sjúkrahúsþjónustunnar. Samhæfð áætlunEndanleg niðurstaða um hvort ráðist verður í byggingu nýja Landspítalans verður væntanlega tekin á Alþingi á yfirstandandi þingi. Sú ákvörðun mun trúlega ráðast af því hvort ríkisstjórninni takist að sannfæra þingheim um hvort fjárhagslegur, jafnt sem faglegur grundvöllur sé fyrir framkvæmdinni. Enginn vafi er á því að nýr Landspítali muni verða flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu og lyftistöng fyrir alla meðferð, lækningar, kennslu og rannsóknar- og þróunarstarf í landinu. Jafnmikilvægt er að tryggja að samtímis verði ráðist í eflingu heilsugæslunnar og tryggt að forvörnum og heilsuvernd sé sinnt til samræmis við það sem best gerist annars staðar. Ekki verður heldur litið framhjá því að starfsemi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er einn af grunnþáttum heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Núverandi staða heilbrigðismála kallar á raunhæfa framtíðarsýn og samhæfða framkvæmdaáætlun. Sú áætlun verður að taka jafnt til uppbyggingar hins nýja spítala sem og eflingar heilsugæslunnar. Til að forðast misskilning skal að lokum undirstrikað að þessi verkefni þola ekki langa bið.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar