Undirskrift þín til forsetans skiptir máli Guðni Ágústsson skrifar 30. janúar 2012 06:00 Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum. Allur þessi spuni um að Mikki mús og Denni dæmalausi og hún Mjallhvít litla hafi skrifað sig á listann er sjálfsagt rétt, þetta góða fólk vill taka þátt í öllu sem skynsamlegt er en þau standast ekki prófið við þjóðskrána af því að þau eiga enga lögformlega kennitölu. Og verða því sett út af stuðningslistanum, eins og aðrir þeir sem ekki eru til. Mikill kraftur í undirskriftunum.Aldrei hefur undirskriftasöfnun eða áskorun farið jafnvel af stað eins og nú, hvað varðar þessa áskorun á forsetann okkar. Ástæður þessa eru margar en fyrst og fremst þær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar, veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvægur bæði innanlands og ekki síður erlendis og þá sérstaklega í Evrópu. Við höfum átt í illvígum deilum við Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandið út af icesave-skuldum sem okkur sem þjóð bar aldrei að borga. Ég bið alla þá sem eru okkur stuðningsmönnum forsetans sammála að skrá sig og þannig hvetja hann til þess að verða við kalli fólksins um að halda utan um öryggisventilinn næstu fjögur árin. Ólafur Ragnar þorirÓlafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti sem hefur þorað að taka ákvarðanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiðustu málum samtímans. Við skulum viðurkenna að þar fyllti hann upp í tómarúm þar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuðu eða brugðust. Enginn gleymir hvernig hann tókst á við Bretana út af hryðjuverkalögunum sem þeir settu á Ísland, mesta niðurlæging sem Íslendingar hafa orðið fyrir í sögu sinni. Hann virkjaði síðan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyðarstundu í icesave-málinu. Og þjóðin fékk tækifæri til að hafna að borga skuldir óreiðumanna og einkabanka í tvígang. Lýðræðislegt afrek sem margar aðrar þjóðir virða og þakka íslensku þjóðinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna eða þeirra gráðugu stendur enn yfir, þeir vilja græða þegar vel gengur en alþýðan skal taka við ósómanum þegar allt hrynur af þeirra völdum. Við og heimurinn allur verðum á ný að styrkja stöðu hinna hógværu og heiðarlegu athafnamanna sem vinna fyrir fólkið sitt, byggðina sína og landið sitt. Lýðræðisleg átök eru framundan.Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðissinni, góður málsvari þjóðar sinnar inn á við og ekki síður út á við. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bæði hér og um veröld alla, er mikilvægt að maður sem hefur sýnt bæði kjark og þor gegni forsetaembættinu áfram. Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald. Því skora ég á alla Íslendinga að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa kost á sér til starfa á Bessastöðum næsta kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum. Allur þessi spuni um að Mikki mús og Denni dæmalausi og hún Mjallhvít litla hafi skrifað sig á listann er sjálfsagt rétt, þetta góða fólk vill taka þátt í öllu sem skynsamlegt er en þau standast ekki prófið við þjóðskrána af því að þau eiga enga lögformlega kennitölu. Og verða því sett út af stuðningslistanum, eins og aðrir þeir sem ekki eru til. Mikill kraftur í undirskriftunum.Aldrei hefur undirskriftasöfnun eða áskorun farið jafnvel af stað eins og nú, hvað varðar þessa áskorun á forsetann okkar. Ástæður þessa eru margar en fyrst og fremst þær að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur reynst mikilvægur málsvari þjóðar sinnar, veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiði hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvægur bæði innanlands og ekki síður erlendis og þá sérstaklega í Evrópu. Við höfum átt í illvígum deilum við Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandið út af icesave-skuldum sem okkur sem þjóð bar aldrei að borga. Ég bið alla þá sem eru okkur stuðningsmönnum forsetans sammála að skrá sig og þannig hvetja hann til þess að verða við kalli fólksins um að halda utan um öryggisventilinn næstu fjögur árin. Ólafur Ragnar þorirÓlafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti sem hefur þorað að taka ákvarðanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiðustu málum samtímans. Við skulum viðurkenna að þar fyllti hann upp í tómarúm þar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuðu eða brugðust. Enginn gleymir hvernig hann tókst á við Bretana út af hryðjuverkalögunum sem þeir settu á Ísland, mesta niðurlæging sem Íslendingar hafa orðið fyrir í sögu sinni. Hann virkjaði síðan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyðarstundu í icesave-málinu. Og þjóðin fékk tækifæri til að hafna að borga skuldir óreiðumanna og einkabanka í tvígang. Lýðræðislegt afrek sem margar aðrar þjóðir virða og þakka íslensku þjóðinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna eða þeirra gráðugu stendur enn yfir, þeir vilja græða þegar vel gengur en alþýðan skal taka við ósómanum þegar allt hrynur af þeirra völdum. Við og heimurinn allur verðum á ný að styrkja stöðu hinna hógværu og heiðarlegu athafnamanna sem vinna fyrir fólkið sitt, byggðina sína og landið sitt. Lýðræðisleg átök eru framundan.Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðissinni, góður málsvari þjóðar sinnar inn á við og ekki síður út á við. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bæði hér og um veröld alla, er mikilvægt að maður sem hefur sýnt bæði kjark og þor gegni forsetaembættinu áfram. Fram undan eru átök um stjórnarskrá, þjóðaratkvæðagreiðslur um stöðu Alþingis og hlutverk forsetaembættisins. Átök um aðild að Evrópusambandinu, glímunni við yfirþjóðlegt vald. Því skora ég á alla Íslendinga að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa kost á sér til starfa á Bessastöðum næsta kjörtímabil.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun