Tillögur sem skaða ferðaþjónustu 30. janúar 2012 06:00 Stuðningur almennings við náttúruvernd hefur aukist að undanförnu, ekki síst vegna vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu. Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar mikið á milli ára og með því aukast gjaldeyristekjur um tugi milljarða króna. Óspillt náttúra er forsenda þessa vaxtar. Í könnun Ferðamálastofu síðastliðið sumar sögðu tæp 80% erlendra ferðamanna að íslensk náttúra hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðun að sækja Ísland heim og 72% töldu náttúruna helsta styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Viðtöl fjölmiðla við erlenda ferðamenn verða heldur ekki til þess að draga úr væntingum til náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Nýverið birtist t.d. viðtal í dagblaði við 75 ára Bandaríkjamann sem ferðast hefur til 62 landa. Vitnisburður hans undirstrikar hvers konar perla landið okkar er: „Íslensk náttúra er hreint út sagt ótrúleg. Fossarnir eru alveg sérstaklega fallegir. Ég hef séð marga fossa í Bandaríkjunum, en þeir jafnast ekkert á við fossana hér á Íslandi. Landslagið er stórbrotið og ég held að það sé mjög erfitt að komast í tæri við sambærilegar náttúruperlur og finna má hér á Íslandi annars staðar í heiminum.“ Vegna aukins mikilvægis ferðaþjónustu er fróðlegt að kynna sér afstöðu Samtaka ferðaþjónustunnar til draga að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða (Rammaáætlun). Samtökin telja að of mörgum svæðum verði fórnað undir virkjanir samkvæmt drögunum. Þau vekja meðal annars athygli á að fyrirhugaðar virkjanir á hálendinu, við jaðar stærsta þjóðgarðs Evrópu, muni eyðileggja verðmæt víðerni sem ferðmenn ferðast um langa leið til að njóta. Þá leggjast samtökin einnig gegn tillögum um virkjanir á jarðhitasvæðum Suðvesturlands með þeim rökum að svæðin séu gríðarlega mikilvæg fyrir styttri náttúruskoðunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu, t.d. fyrir sívaxandi fjölda ráðstefnugesta. Hægt er að kynna sér umsögn samtakanna í heild sinni á vef rammaáætlunar, rammaaaetlun.is. Á sama tíma og það rennur upp fyrir flestum hversu dýrmæt auðlind náttúran er þá gera tillögur rammaáætlunar ráð fyrir að fórna fjölda verðmætra svæða undir lítt arðbærar virkjanir. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra eru nú með þessi drög á sínu borði og vinna úr þeim tillögu sem verður vonandi lögð fyrir Alþingi á næstunni. Mikilvægt er að sú tillaga taki ríkt tillit til vaxandi ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stuðningur almennings við náttúruvernd hefur aukist að undanförnu, ekki síst vegna vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu. Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar mikið á milli ára og með því aukast gjaldeyristekjur um tugi milljarða króna. Óspillt náttúra er forsenda þessa vaxtar. Í könnun Ferðamálastofu síðastliðið sumar sögðu tæp 80% erlendra ferðamanna að íslensk náttúra hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðun að sækja Ísland heim og 72% töldu náttúruna helsta styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Viðtöl fjölmiðla við erlenda ferðamenn verða heldur ekki til þess að draga úr væntingum til náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Nýverið birtist t.d. viðtal í dagblaði við 75 ára Bandaríkjamann sem ferðast hefur til 62 landa. Vitnisburður hans undirstrikar hvers konar perla landið okkar er: „Íslensk náttúra er hreint út sagt ótrúleg. Fossarnir eru alveg sérstaklega fallegir. Ég hef séð marga fossa í Bandaríkjunum, en þeir jafnast ekkert á við fossana hér á Íslandi. Landslagið er stórbrotið og ég held að það sé mjög erfitt að komast í tæri við sambærilegar náttúruperlur og finna má hér á Íslandi annars staðar í heiminum.“ Vegna aukins mikilvægis ferðaþjónustu er fróðlegt að kynna sér afstöðu Samtaka ferðaþjónustunnar til draga að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða (Rammaáætlun). Samtökin telja að of mörgum svæðum verði fórnað undir virkjanir samkvæmt drögunum. Þau vekja meðal annars athygli á að fyrirhugaðar virkjanir á hálendinu, við jaðar stærsta þjóðgarðs Evrópu, muni eyðileggja verðmæt víðerni sem ferðmenn ferðast um langa leið til að njóta. Þá leggjast samtökin einnig gegn tillögum um virkjanir á jarðhitasvæðum Suðvesturlands með þeim rökum að svæðin séu gríðarlega mikilvæg fyrir styttri náttúruskoðunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu, t.d. fyrir sívaxandi fjölda ráðstefnugesta. Hægt er að kynna sér umsögn samtakanna í heild sinni á vef rammaáætlunar, rammaaaetlun.is. Á sama tíma og það rennur upp fyrir flestum hversu dýrmæt auðlind náttúran er þá gera tillögur rammaáætlunar ráð fyrir að fórna fjölda verðmætra svæða undir lítt arðbærar virkjanir. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra eru nú með þessi drög á sínu borði og vinna úr þeim tillögu sem verður vonandi lögð fyrir Alþingi á næstunni. Mikilvægt er að sú tillaga taki ríkt tillit til vaxandi ferðaþjónustu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar