Tillögur sem skaða ferðaþjónustu 30. janúar 2012 06:00 Stuðningur almennings við náttúruvernd hefur aukist að undanförnu, ekki síst vegna vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu. Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar mikið á milli ára og með því aukast gjaldeyristekjur um tugi milljarða króna. Óspillt náttúra er forsenda þessa vaxtar. Í könnun Ferðamálastofu síðastliðið sumar sögðu tæp 80% erlendra ferðamanna að íslensk náttúra hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðun að sækja Ísland heim og 72% töldu náttúruna helsta styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Viðtöl fjölmiðla við erlenda ferðamenn verða heldur ekki til þess að draga úr væntingum til náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Nýverið birtist t.d. viðtal í dagblaði við 75 ára Bandaríkjamann sem ferðast hefur til 62 landa. Vitnisburður hans undirstrikar hvers konar perla landið okkar er: „Íslensk náttúra er hreint út sagt ótrúleg. Fossarnir eru alveg sérstaklega fallegir. Ég hef séð marga fossa í Bandaríkjunum, en þeir jafnast ekkert á við fossana hér á Íslandi. Landslagið er stórbrotið og ég held að það sé mjög erfitt að komast í tæri við sambærilegar náttúruperlur og finna má hér á Íslandi annars staðar í heiminum.“ Vegna aukins mikilvægis ferðaþjónustu er fróðlegt að kynna sér afstöðu Samtaka ferðaþjónustunnar til draga að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða (Rammaáætlun). Samtökin telja að of mörgum svæðum verði fórnað undir virkjanir samkvæmt drögunum. Þau vekja meðal annars athygli á að fyrirhugaðar virkjanir á hálendinu, við jaðar stærsta þjóðgarðs Evrópu, muni eyðileggja verðmæt víðerni sem ferðmenn ferðast um langa leið til að njóta. Þá leggjast samtökin einnig gegn tillögum um virkjanir á jarðhitasvæðum Suðvesturlands með þeim rökum að svæðin séu gríðarlega mikilvæg fyrir styttri náttúruskoðunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu, t.d. fyrir sívaxandi fjölda ráðstefnugesta. Hægt er að kynna sér umsögn samtakanna í heild sinni á vef rammaáætlunar, rammaaaetlun.is. Á sama tíma og það rennur upp fyrir flestum hversu dýrmæt auðlind náttúran er þá gera tillögur rammaáætlunar ráð fyrir að fórna fjölda verðmætra svæða undir lítt arðbærar virkjanir. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra eru nú með þessi drög á sínu borði og vinna úr þeim tillögu sem verður vonandi lögð fyrir Alþingi á næstunni. Mikilvægt er að sú tillaga taki ríkt tillit til vaxandi ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Stuðningur almennings við náttúruvernd hefur aukist að undanförnu, ekki síst vegna vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu. Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar mikið á milli ára og með því aukast gjaldeyristekjur um tugi milljarða króna. Óspillt náttúra er forsenda þessa vaxtar. Í könnun Ferðamálastofu síðastliðið sumar sögðu tæp 80% erlendra ferðamanna að íslensk náttúra hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðun að sækja Ísland heim og 72% töldu náttúruna helsta styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Viðtöl fjölmiðla við erlenda ferðamenn verða heldur ekki til þess að draga úr væntingum til náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Nýverið birtist t.d. viðtal í dagblaði við 75 ára Bandaríkjamann sem ferðast hefur til 62 landa. Vitnisburður hans undirstrikar hvers konar perla landið okkar er: „Íslensk náttúra er hreint út sagt ótrúleg. Fossarnir eru alveg sérstaklega fallegir. Ég hef séð marga fossa í Bandaríkjunum, en þeir jafnast ekkert á við fossana hér á Íslandi. Landslagið er stórbrotið og ég held að það sé mjög erfitt að komast í tæri við sambærilegar náttúruperlur og finna má hér á Íslandi annars staðar í heiminum.“ Vegna aukins mikilvægis ferðaþjónustu er fróðlegt að kynna sér afstöðu Samtaka ferðaþjónustunnar til draga að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða (Rammaáætlun). Samtökin telja að of mörgum svæðum verði fórnað undir virkjanir samkvæmt drögunum. Þau vekja meðal annars athygli á að fyrirhugaðar virkjanir á hálendinu, við jaðar stærsta þjóðgarðs Evrópu, muni eyðileggja verðmæt víðerni sem ferðmenn ferðast um langa leið til að njóta. Þá leggjast samtökin einnig gegn tillögum um virkjanir á jarðhitasvæðum Suðvesturlands með þeim rökum að svæðin séu gríðarlega mikilvæg fyrir styttri náttúruskoðunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu, t.d. fyrir sívaxandi fjölda ráðstefnugesta. Hægt er að kynna sér umsögn samtakanna í heild sinni á vef rammaáætlunar, rammaaaetlun.is. Á sama tíma og það rennur upp fyrir flestum hversu dýrmæt auðlind náttúran er þá gera tillögur rammaáætlunar ráð fyrir að fórna fjölda verðmætra svæða undir lítt arðbærar virkjanir. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra eru nú með þessi drög á sínu borði og vinna úr þeim tillögu sem verður vonandi lögð fyrir Alþingi á næstunni. Mikilvægt er að sú tillaga taki ríkt tillit til vaxandi ferðaþjónustu.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun