Moskumótmælin Sigurður Árni Þórðarson skrifar 2. febrúar 2012 06:00 Kirkjuhúsalandslag Íslands er að breytast. Verða moskur, hindúamusteri, sýnagógur og aðrar byggingar trúfélaga við hliðina á „kirkjunum okkar" í framtíðinni? Nokkrir Íslendingar mótmæla kröftuglega byggingu mosku. Ýmis rök eru færð og hvíslað er um að slíkar byggingar geti orðið gróðrarstíur samfélagslegrar mengunar. Tortryggnisraddir heyrast í samfélaginu. Gagnrýni er góð en rógur ólíðandi. Hvað segir kirkjan um trúarbyggingar aðrar en kirkjur? Ætti kirkjan að stugga við fólki, sem er ekki kristið og jafnvel koma því úr landi? Nei, hlutverk kirkjunnar er að vera farvegur fyrir umhyggju Guðs. Sú ást varðar alla, hverrar trúar eða banntrúar sem þau eru. Jesús Kristur var afar umhyggjusamur gagnvart fólki. Og kirkjan og kristnir menn reyna að fylgja fordæmi meistara síns. Í hans anda heldur kristið fólk fram mannréttindum og ver þau. Frelsi er dýrmæti, sem við eigum að verja og rækta. Að iðka trú er þáttur þess frelsis. Ég er prestur í þjóðkirkjunni og elska starf hennar og líf. Ég veit hversu gjöfult, hressandi og blessandi trúarlíf og trúariðkun í kirkju getur verið. Því skil ég vel, að fólk af annarri trú en minni, hafi svipaðar samfélagslegar þarfir við trúariðkun. Það á rétt á að njóta sömu réttinda og sömu möguleika og mín trúsystkin. Fólk á ekki bara að njóta frelsis til að trúa á sinn hátt, heldur líka að mega byggja guðshús, sem hæfa átrúnaði þeirra. Og þessum rétti fylgja líka skyldur að fara ekki út fyrir réttinn og þann siðaramma sem hér ríkir. Kristnin á sameiginlegt með helstu trúarbrögðum heims að verja manngildið. Íslendingar eiga að láta kristin og mikilvæg vestræn gildi stýra för. Yfirborðslegt frjálslyndi er ekki affarasælt í samskiptum fólks með ólíkan bakgrunn. Við eigum að gera kröfur til sjálfra okkar og gera ámóta kröfur til innflytjenda. Við eigum að hafna algerlega kúgun kvenna, sem meðal annars hefur birst í sinni verstu mynd í heiðursmorðum. Við eigum að hafna tuddastælum – hvers eðlis sem þeir eru. Og verum samkvæm, réttsýn og umhyggjusöm. Ótti OG tortryggni eru afar slæmt byggingarefni samfélags. Traust, virðing og réttlæti eru mun hentugri og friðvænlegri. Viðurkennum guðshúsaþarfir múslíma og annarrar trúar fólks. En höfnum vitleysum, okkar eigin og annarra. Iðkum kærleika með skynsemi. Þjóðkirkjan á að gæta réttar innflytjenda, líka í trúarefnum. Leggjum okkar lóð á vogarskálar og gerum það í góðri trú, með umhyggju og góðu viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Kirkjuhúsalandslag Íslands er að breytast. Verða moskur, hindúamusteri, sýnagógur og aðrar byggingar trúfélaga við hliðina á „kirkjunum okkar" í framtíðinni? Nokkrir Íslendingar mótmæla kröftuglega byggingu mosku. Ýmis rök eru færð og hvíslað er um að slíkar byggingar geti orðið gróðrarstíur samfélagslegrar mengunar. Tortryggnisraddir heyrast í samfélaginu. Gagnrýni er góð en rógur ólíðandi. Hvað segir kirkjan um trúarbyggingar aðrar en kirkjur? Ætti kirkjan að stugga við fólki, sem er ekki kristið og jafnvel koma því úr landi? Nei, hlutverk kirkjunnar er að vera farvegur fyrir umhyggju Guðs. Sú ást varðar alla, hverrar trúar eða banntrúar sem þau eru. Jesús Kristur var afar umhyggjusamur gagnvart fólki. Og kirkjan og kristnir menn reyna að fylgja fordæmi meistara síns. Í hans anda heldur kristið fólk fram mannréttindum og ver þau. Frelsi er dýrmæti, sem við eigum að verja og rækta. Að iðka trú er þáttur þess frelsis. Ég er prestur í þjóðkirkjunni og elska starf hennar og líf. Ég veit hversu gjöfult, hressandi og blessandi trúarlíf og trúariðkun í kirkju getur verið. Því skil ég vel, að fólk af annarri trú en minni, hafi svipaðar samfélagslegar þarfir við trúariðkun. Það á rétt á að njóta sömu réttinda og sömu möguleika og mín trúsystkin. Fólk á ekki bara að njóta frelsis til að trúa á sinn hátt, heldur líka að mega byggja guðshús, sem hæfa átrúnaði þeirra. Og þessum rétti fylgja líka skyldur að fara ekki út fyrir réttinn og þann siðaramma sem hér ríkir. Kristnin á sameiginlegt með helstu trúarbrögðum heims að verja manngildið. Íslendingar eiga að láta kristin og mikilvæg vestræn gildi stýra för. Yfirborðslegt frjálslyndi er ekki affarasælt í samskiptum fólks með ólíkan bakgrunn. Við eigum að gera kröfur til sjálfra okkar og gera ámóta kröfur til innflytjenda. Við eigum að hafna algerlega kúgun kvenna, sem meðal annars hefur birst í sinni verstu mynd í heiðursmorðum. Við eigum að hafna tuddastælum – hvers eðlis sem þeir eru. Og verum samkvæm, réttsýn og umhyggjusöm. Ótti OG tortryggni eru afar slæmt byggingarefni samfélags. Traust, virðing og réttlæti eru mun hentugri og friðvænlegri. Viðurkennum guðshúsaþarfir múslíma og annarrar trúar fólks. En höfnum vitleysum, okkar eigin og annarra. Iðkum kærleika með skynsemi. Þjóðkirkjan á að gæta réttar innflytjenda, líka í trúarefnum. Leggjum okkar lóð á vogarskálar og gerum það í góðri trú, með umhyggju og góðu viti.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun