Nýtt er orðið til Örn Bárður Jónsson skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Í hinni helgu bók, Biblíunni, segir á einum stað: „…hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til.“ Stjórnarskráin er komin á ellilaunaaldur, orðin 67 ára. Hún var sett til bráðabirgða á sínum tíma og til stóð að endurskoða hana fljótlega í árdaga lýðveldisins. Alþingi hefur gert nokkrar tilraunir í áranna rás en án marktæks árangurs. Einu stóru breytingarnar voru lagfæringar á mannréttindakaflanum árið 1995. Svo hófst hið hugrakka ferli undir forystu núverandi forsætisráðherra. Stjórnlaganefnd var sett á laggirnar sem falið var að halda þjóðfund og skrifa skýrslu um málið og fá hana síðan Stjórnlagaþingi í hendur. Stjórnlagaþing breyttist í Stjórnlagaráð eins og við þekkjum eftir að fulltrúar úr Hæstarétti ógiltu kosningarnar með súrrealískum rökum sínum. Í Stjórnlagaráði náðist sá undraverði árangur á mettíma að til varð frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem allir ráðsmenn stóðu einhuga að. Nú hefur Alþingi haft málið til skoðunar og leitað álits hjá ýmsum aðilum eins og vera ber. Meirihluti Stjórnlaganefndar hefur sýnt þá háttvísi að fjalla ekki opinberlega um frumvarp Stjórnlagaráðs enda tók ráðið við starfi nefndarinnar og var falið að þróa það áfram og svo liggur það fyrir að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hyggst ekki kalla á nefndarfólkið til álitsgjafar. Það voru mikil forréttindi að fá að sitja í Stjórnlagaráði. Ég veit að margir gagnmerkir háskólamenn hefðu gjarnan viljað koma að þessu mikilvæga verkefni. Það hefði líka verið fengur að þeim flestum. En ef allir hefðu komið til starfa sem það hefðu viljað, þá hefði líklega lítið orðið úr verki. Við vonum hins vegar innilega að þeir sem ekki komu að þessu sinni að sjálfu borðinu þar sem stjórnarskrárfrumvarpið okkar var samið, láti það ekki trufla sig heldur líti jákvæðum, sanngjörnum og uppbyggilegum augum á okkar brautryðjendastarf. Nú virðist staðan hins vegar vera sú að Alþingi velkist í nokkrum vafa um meðferð frumvarpsins. Ég er sannfærður um að á Alþingi situr margt gott fólk en þar er líka hópur sem í skjóli flokks síns stendur gegn réttarbótum í landinu. Þetta er fólk sem vill standa vörð um sérhagsmuni og órétt, vill t.d. ekki að auðlindirnar verði í þjóðareign, að atkvæðavægi verði jafnt um allt land eða að held skilrúm verði sett milli valdþátta í stjórnskipun landsins. Alþingi hefur ekki tekist að breyta stjórnarskrá landsins á afgerandi hátt í heilan mannsaldur. Alþingi er á margan hátt ófært um að vinna þá vinnu. Þess vegna var öðrum falið að semja frumvarpið, fulltrúum fólksins, sem kosnir voru sem einstaklingar en ekki flokksbundnir sérhagsmunagæslumenn. Ef Alþingi kemur ekki sjálft með betra frumvarp og það nú strax á næstu vikum þá verður að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs fyrir þjóðina og fá afstöðu hennar. Núverandi stjórnarskrá er úrelt á mörgum sviðum en sú nýja er róttæk réttarbót sem tekur þeirri gömlu fram á öllum sviðum leyfi ég mér að fullyrða. Nú þarf Alþingi að sýna djörfung og dug og klára málið í stað þess að drepa því á dreif og láta sérhyggjuna grassera áfram eins og meinvarp í þjóðarlíkamanum. Nýtt er orðið til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í hinni helgu bók, Biblíunni, segir á einum stað: „…hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til.“ Stjórnarskráin er komin á ellilaunaaldur, orðin 67 ára. Hún var sett til bráðabirgða á sínum tíma og til stóð að endurskoða hana fljótlega í árdaga lýðveldisins. Alþingi hefur gert nokkrar tilraunir í áranna rás en án marktæks árangurs. Einu stóru breytingarnar voru lagfæringar á mannréttindakaflanum árið 1995. Svo hófst hið hugrakka ferli undir forystu núverandi forsætisráðherra. Stjórnlaganefnd var sett á laggirnar sem falið var að halda þjóðfund og skrifa skýrslu um málið og fá hana síðan Stjórnlagaþingi í hendur. Stjórnlagaþing breyttist í Stjórnlagaráð eins og við þekkjum eftir að fulltrúar úr Hæstarétti ógiltu kosningarnar með súrrealískum rökum sínum. Í Stjórnlagaráði náðist sá undraverði árangur á mettíma að til varð frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem allir ráðsmenn stóðu einhuga að. Nú hefur Alþingi haft málið til skoðunar og leitað álits hjá ýmsum aðilum eins og vera ber. Meirihluti Stjórnlaganefndar hefur sýnt þá háttvísi að fjalla ekki opinberlega um frumvarp Stjórnlagaráðs enda tók ráðið við starfi nefndarinnar og var falið að þróa það áfram og svo liggur það fyrir að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hyggst ekki kalla á nefndarfólkið til álitsgjafar. Það voru mikil forréttindi að fá að sitja í Stjórnlagaráði. Ég veit að margir gagnmerkir háskólamenn hefðu gjarnan viljað koma að þessu mikilvæga verkefni. Það hefði líka verið fengur að þeim flestum. En ef allir hefðu komið til starfa sem það hefðu viljað, þá hefði líklega lítið orðið úr verki. Við vonum hins vegar innilega að þeir sem ekki komu að þessu sinni að sjálfu borðinu þar sem stjórnarskrárfrumvarpið okkar var samið, láti það ekki trufla sig heldur líti jákvæðum, sanngjörnum og uppbyggilegum augum á okkar brautryðjendastarf. Nú virðist staðan hins vegar vera sú að Alþingi velkist í nokkrum vafa um meðferð frumvarpsins. Ég er sannfærður um að á Alþingi situr margt gott fólk en þar er líka hópur sem í skjóli flokks síns stendur gegn réttarbótum í landinu. Þetta er fólk sem vill standa vörð um sérhagsmuni og órétt, vill t.d. ekki að auðlindirnar verði í þjóðareign, að atkvæðavægi verði jafnt um allt land eða að held skilrúm verði sett milli valdþátta í stjórnskipun landsins. Alþingi hefur ekki tekist að breyta stjórnarskrá landsins á afgerandi hátt í heilan mannsaldur. Alþingi er á margan hátt ófært um að vinna þá vinnu. Þess vegna var öðrum falið að semja frumvarpið, fulltrúum fólksins, sem kosnir voru sem einstaklingar en ekki flokksbundnir sérhagsmunagæslumenn. Ef Alþingi kemur ekki sjálft með betra frumvarp og það nú strax á næstu vikum þá verður að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs fyrir þjóðina og fá afstöðu hennar. Núverandi stjórnarskrá er úrelt á mörgum sviðum en sú nýja er róttæk réttarbót sem tekur þeirri gömlu fram á öllum sviðum leyfi ég mér að fullyrða. Nú þarf Alþingi að sýna djörfung og dug og klára málið í stað þess að drepa því á dreif og láta sérhyggjuna grassera áfram eins og meinvarp í þjóðarlíkamanum. Nýtt er orðið til.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun