Erum við verri en annað fólk? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 06:00 Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum löndum. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfallslega stærsta saksóknaraembætti í heimi. Saksóknarinn grunar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemdirnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyting í almennri glæpahneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geðlæknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla fráviki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem daglega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituðust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hversdagsleg mál í umhverfinu á rannsóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirrar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þannig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kringum okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend bankakerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarðanir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönkum sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfaldast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum löndum. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfallslega stærsta saksóknaraembætti í heimi. Saksóknarinn grunar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemdirnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyting í almennri glæpahneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geðlæknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla fráviki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem daglega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituðust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hversdagsleg mál í umhverfinu á rannsóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirrar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þannig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kringum okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend bankakerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarðanir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönkum sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfaldast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun