Hefði vanalega tekið dramakast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2012 07:00 Helga Margrét með þjálfaranum Agne Bergvall. Mynd/Hans Uurike Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið," sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta," segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest," segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru," segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst," segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft," segir Helga Margrét. Frjálsar íþróttir Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Sjá meira
Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið," sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta," segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest," segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru," segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst," segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft," segir Helga Margrét.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Sjá meira