Óreglumaður í haldi grunaður um morð 7. febrúar 2012 06:15 Konan fannst látin í þessu húsi við Skúlaskeið í Hafnarfirði. Lögregla hafði lokið vinnu á vettvangi seinni partinn í gær .Fréttablaðið/anton Rúmlega tvítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ráðið vinkonu sinni bana með hníf í fyrrinótt. Maðurinn kom á lögreglustöðina að Flatahrauni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan ellefu í gær, í afar annarlegu ástandi og nokkru uppnámi. Hann átti bágt með að gera sig skiljanlegan en lögreglumönnum tókst þó að greina að eitthvað hefði gerst og sáu ástæðu til að fara í kjölfarið heim til hans að Skúlaskeiði. Þar fannst rúmlega þrítug kona með áverka eftir eggvopn og reyndist hún látin. Maðurinn var tekinn höndum en ástand hans var slíkt að ekki reyndist unnt að yfirheyra hann strax. Ljóst þykir að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum. Lögregla varðist allra frétta af málinu í gær umfram það sem fram kom í tilkynningu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var aðkoman á vettvangi ljót og mikið blóð í íbúðinni. Þar fannst hnífur sem talinn er hafa verið notaður til verksins. Hann hefur verið sendur í lífsýnarannsókn. Enginn er skráður til heimilis í húsinu, sem hefur verið í eigu Arion banka síðan í nóvember. Sá sem nú er í haldi er sonur fyrri eigenda. Konan og ætlaður banamaður hennar höfðu þekkst lengi og voru bæði vel þekkt hjá lögreglunni í Hafnarfirði vegna óreglu. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin, þó einkum vegna minni háttar afbrota. Hann hlaut í fyrra skilorðsbundinn dóm fyrir ýmis brot. stigur@frettabladid.is Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ráðið vinkonu sinni bana með hníf í fyrrinótt. Maðurinn kom á lögreglustöðina að Flatahrauni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan ellefu í gær, í afar annarlegu ástandi og nokkru uppnámi. Hann átti bágt með að gera sig skiljanlegan en lögreglumönnum tókst þó að greina að eitthvað hefði gerst og sáu ástæðu til að fara í kjölfarið heim til hans að Skúlaskeiði. Þar fannst rúmlega þrítug kona með áverka eftir eggvopn og reyndist hún látin. Maðurinn var tekinn höndum en ástand hans var slíkt að ekki reyndist unnt að yfirheyra hann strax. Ljóst þykir að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum. Lögregla varðist allra frétta af málinu í gær umfram það sem fram kom í tilkynningu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var aðkoman á vettvangi ljót og mikið blóð í íbúðinni. Þar fannst hnífur sem talinn er hafa verið notaður til verksins. Hann hefur verið sendur í lífsýnarannsókn. Enginn er skráður til heimilis í húsinu, sem hefur verið í eigu Arion banka síðan í nóvember. Sá sem nú er í haldi er sonur fyrri eigenda. Konan og ætlaður banamaður hennar höfðu þekkst lengi og voru bæði vel þekkt hjá lögreglunni í Hafnarfirði vegna óreglu. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin, þó einkum vegna minni háttar afbrota. Hann hlaut í fyrra skilorðsbundinn dóm fyrir ýmis brot. stigur@frettabladid.is
Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira