Orkan er takmörkuð auðlind Mörður Árnason skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Í nýlegri skýrslu um orkustefnuna kemur þetta vel fram (bls. 11) og vísað í tölur frá verkefnishópnum um rammaáætlun. Orka úr virkjunum í gangi eða í byggingu nemur 18,2 teravattstundum (TWst). Orka úr virkjunarkostum sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk nemur ekki nema 11,9 TWst. Það eru um tvær og hálf Kárahnjúkavirkjun. Í biðflokki eru kostir sem gætu gefið 9,1 TWst. Hér er við að bæta að af margvíslegum ástæðum er ekki er víst að allir kostir í orkunýtingarflokki verði að virkjun. Þá er ljóst að verulegur hluti biðkostanna fer að lokum í vernd. Því er fráleitt að leggja þetta saman. Orkustefnunefndin reynir að setja fram gróft mat, tekur helming orku úr biðkostunum, og fær þá út að nýtanleg orka sem eftir er geti verið um 16,5 TWst. Þetta eru samtals sirka hálf fjórða Kárahnjúkavirkjun. Þessi orka er takmörkuð auðlind. Það þýðir meðal annars að við verðum í framtíðinni að einbeita okkur að miklu betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir hendi eru, jarðvarmans sem við nánast rányrkjum eins og nú er, og nýtum aðeins lítinn hluta af þeirri orku sem hægt væri, en líka margra vatnsaflsvirkjananna. Sem betur fer er það starf hafið hjá Landsvirkjun og víðar. Við þurfum líka að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem nú eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi, stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum. Í því sambandi þurfum við líka að gæta að kaupendunum, stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á orkunni, sjá til þess að þar verði hálaunavinna fyrir velmenntuð börn okkar og barnabörn. Svo eigum við að fara okkur hægt. Enga panikk. Ekki flýta sér við þá orkukosti sem nú teljast vera eftir. Áttum okkur á því að við erum búin með léttu virkjanirnar, þær sem voru ódýrastar og tæknilega auðveldastar. Og munum að til margra þeirra virkjana var stofnað án nokkurrar umhugsunar um auðæfi náttúrunnar, tillits til umhverfissjónarmiða eða möguleika annarra atvinnugreina. Þeir kostir sem eftir eru, þeir eru flestir dýrir, erfiðir, umdeildir. Ekki síst verðum við að viðurkenna þá skyldu okkar að hætta „hernaðinum gegn landinu“ sem Halldór Laxness skrifaði um fræga grein í árslok 1970, og átti verulegan þátt í náttúruverndarhreyfingu nútímans. Nú er að skapast forsendur nýrra tíma í þessum efnum, með orkustefnunni, rammaáætluninni, drögum að samkomulagi um eignarhald og eigendastefnu, nýhugsun í sumum orkufyrirtækjanna um orkuverð og viðskiptavini, tillögum um grænt hagkerfi og aukinni virðingu meðal almennings fyrir landinu fagra sem okkur var falið í hendur til að skila næstu kynslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Í nýlegri skýrslu um orkustefnuna kemur þetta vel fram (bls. 11) og vísað í tölur frá verkefnishópnum um rammaáætlun. Orka úr virkjunum í gangi eða í byggingu nemur 18,2 teravattstundum (TWst). Orka úr virkjunarkostum sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk nemur ekki nema 11,9 TWst. Það eru um tvær og hálf Kárahnjúkavirkjun. Í biðflokki eru kostir sem gætu gefið 9,1 TWst. Hér er við að bæta að af margvíslegum ástæðum er ekki er víst að allir kostir í orkunýtingarflokki verði að virkjun. Þá er ljóst að verulegur hluti biðkostanna fer að lokum í vernd. Því er fráleitt að leggja þetta saman. Orkustefnunefndin reynir að setja fram gróft mat, tekur helming orku úr biðkostunum, og fær þá út að nýtanleg orka sem eftir er geti verið um 16,5 TWst. Þetta eru samtals sirka hálf fjórða Kárahnjúkavirkjun. Þessi orka er takmörkuð auðlind. Það þýðir meðal annars að við verðum í framtíðinni að einbeita okkur að miklu betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir hendi eru, jarðvarmans sem við nánast rányrkjum eins og nú er, og nýtum aðeins lítinn hluta af þeirri orku sem hægt væri, en líka margra vatnsaflsvirkjananna. Sem betur fer er það starf hafið hjá Landsvirkjun og víðar. Við þurfum líka að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem nú eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi, stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum. Í því sambandi þurfum við líka að gæta að kaupendunum, stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á orkunni, sjá til þess að þar verði hálaunavinna fyrir velmenntuð börn okkar og barnabörn. Svo eigum við að fara okkur hægt. Enga panikk. Ekki flýta sér við þá orkukosti sem nú teljast vera eftir. Áttum okkur á því að við erum búin með léttu virkjanirnar, þær sem voru ódýrastar og tæknilega auðveldastar. Og munum að til margra þeirra virkjana var stofnað án nokkurrar umhugsunar um auðæfi náttúrunnar, tillits til umhverfissjónarmiða eða möguleika annarra atvinnugreina. Þeir kostir sem eftir eru, þeir eru flestir dýrir, erfiðir, umdeildir. Ekki síst verðum við að viðurkenna þá skyldu okkar að hætta „hernaðinum gegn landinu“ sem Halldór Laxness skrifaði um fræga grein í árslok 1970, og átti verulegan þátt í náttúruverndarhreyfingu nútímans. Nú er að skapast forsendur nýrra tíma í þessum efnum, með orkustefnunni, rammaáætluninni, drögum að samkomulagi um eignarhald og eigendastefnu, nýhugsun í sumum orkufyrirtækjanna um orkuverð og viðskiptavini, tillögum um grænt hagkerfi og aukinni virðingu meðal almennings fyrir landinu fagra sem okkur var falið í hendur til að skila næstu kynslóðum.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun