Hverjir mega stela? 21. febrúar 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja. Hann telur sem sé að réttarríkinu sé ógnað, annars vegar með skólpræsahernaði bloggara og DV og hins vegar með því að Alþingi sé orðin framleiðsluverksmiðja fyrir popúlistalöggjöf sem ali á fölskum vonum fólks og sé að gera út af við atvinnulífið. Þetta er meginefni fyrri hluta greinarinnar, seinni hlutinn verður ekki gerður að umræðuefni hér. Helsti gallinn við greinina í heild er að það er ekki heiglum hent að henda reiður á hvað höfundur á í raun og veru við, til dæmis með orðinu popúlistalöggjöf, að því leyti er greinin ámóta skýr og ýmsir úrskurðir hæstaréttar. Reynum nú að rýna í greinina og átta okkur á hvað hangir á spýtunni. Kjarninn í málflutningi höfundar virðist mér koma fram í annarri málsgreininni en þar segir hann að það sem hafi tapast í hruninu hafi bara verið peningar og enginn hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni. Svo virðist því sem höfundur telji það ámælislaust að stela ef maður veldur ekki öðrum líkamlegu tjóni við verknaðinn. Í framhaldi af þessu verður ekki betur séð en popúlistalöggjöfin sem rætt er um séu lögin um sérstakan saksóknara og önnur lög og ráðstafanir sem sett hafa verið til að hafa hendur í hári þeirra sem rændu banka, fjármálastofnanir og jafnvel tryggingarfélög innan frá og sæta nú rannsóknum og fyrir vikið. Hvað það er við þessa löggjöf og ráðstafanir sem vekur falskar vonir hjá almenningi er heldur ekki ljóst en þó er hægt að ímynda sér að höfundur vonist til að annaðhvort sé hægt að fá sakborninga sýknaða með lagatæknibrellum eða að hrunflokkarnir komist til valda í næstu kosningum og dragi vígtennurnar úr sérstökum saksóknara. Hvernig höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lög um sérstakan saksóknara séu að veita atvinnulífinu náðarhöggið er mér einnig hulin ráðgáta nema náttúrlega að hann telji að dómar yfir þeim sem nú sæta rannsóknum og ákæru komi í veg fyrir að þeir geti starfað við fjármálafyrirtæki í framtíðinni og valdi því óbætanlegu tjóni. Að lokum. Ef það sem kom fram hér að ofan er rétt útlegging á skilningi höfundar á þjófnaði er eðlilegt að spyrja hvort sá skilningur hans eigi við um alla, jafnt horaða búðarþjófa í hettupeysu sem stela samloku og banana úr 10/11, sem og sléttrakaða, velgreidda menn í teinóttum jakkafötum sem ræna banka innan frá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja. Hann telur sem sé að réttarríkinu sé ógnað, annars vegar með skólpræsahernaði bloggara og DV og hins vegar með því að Alþingi sé orðin framleiðsluverksmiðja fyrir popúlistalöggjöf sem ali á fölskum vonum fólks og sé að gera út af við atvinnulífið. Þetta er meginefni fyrri hluta greinarinnar, seinni hlutinn verður ekki gerður að umræðuefni hér. Helsti gallinn við greinina í heild er að það er ekki heiglum hent að henda reiður á hvað höfundur á í raun og veru við, til dæmis með orðinu popúlistalöggjöf, að því leyti er greinin ámóta skýr og ýmsir úrskurðir hæstaréttar. Reynum nú að rýna í greinina og átta okkur á hvað hangir á spýtunni. Kjarninn í málflutningi höfundar virðist mér koma fram í annarri málsgreininni en þar segir hann að það sem hafi tapast í hruninu hafi bara verið peningar og enginn hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni. Svo virðist því sem höfundur telji það ámælislaust að stela ef maður veldur ekki öðrum líkamlegu tjóni við verknaðinn. Í framhaldi af þessu verður ekki betur séð en popúlistalöggjöfin sem rætt er um séu lögin um sérstakan saksóknara og önnur lög og ráðstafanir sem sett hafa verið til að hafa hendur í hári þeirra sem rændu banka, fjármálastofnanir og jafnvel tryggingarfélög innan frá og sæta nú rannsóknum og fyrir vikið. Hvað það er við þessa löggjöf og ráðstafanir sem vekur falskar vonir hjá almenningi er heldur ekki ljóst en þó er hægt að ímynda sér að höfundur vonist til að annaðhvort sé hægt að fá sakborninga sýknaða með lagatæknibrellum eða að hrunflokkarnir komist til valda í næstu kosningum og dragi vígtennurnar úr sérstökum saksóknara. Hvernig höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lög um sérstakan saksóknara séu að veita atvinnulífinu náðarhöggið er mér einnig hulin ráðgáta nema náttúrlega að hann telji að dómar yfir þeim sem nú sæta rannsóknum og ákæru komi í veg fyrir að þeir geti starfað við fjármálafyrirtæki í framtíðinni og valdi því óbætanlegu tjóni. Að lokum. Ef það sem kom fram hér að ofan er rétt útlegging á skilningi höfundar á þjófnaði er eðlilegt að spyrja hvort sá skilningur hans eigi við um alla, jafnt horaða búðarþjófa í hettupeysu sem stela samloku og banana úr 10/11, sem og sléttrakaða, velgreidda menn í teinóttum jakkafötum sem ræna banka innan frá?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar