Skytturnar þrjár eru nú í Napólí Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. febrúar 2012 07:00 Stórskemmtilegir Leikmenn Napólí fagna marki Edinson Cavani.nordicphotos/getty Stórliðin Chelsea og Real Madrid verða í sviðsljósinu í kvöld þegar leikið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri leik dagsins. Enska liðið Chelsea keppir við Napólí á Ítalíu í síðari leiknum en báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport. Fréttablaðið fékk Reyni Leósson, sérfræðing í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport, til þess að rýna í leiki kvöldsins – og þá sérstaklega hið stórskemmtilega lið Napólí. Það er aðeins farið að hitna í kolunum í herbúðum enska liðsins Chelsea en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Napólí sýndi styrk sinn í riðlakeppninni með því að skilja Manchester City eftir í þriðja sæti A-riðilsins. Man City tapaði 2-1 í Napólí og það er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Nafn og mynd af André Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er ekki það fyrsta sem maður rekst á þegar orðinu atvinnuöryggi er flett upp í orðabók. Portúgalinn þarf virkilega á góðum úrslitum að halda þegar hann fer með lið sitt í heimsókn til Ítalíu þar sem að hið stórskemmtilega lið Napólí er andstæðingur enska úrvalsdeildarliðsins. „Þetta verður án efa flottur leikur og gaman að sjá gamla liðið hans Diego Maradona komið í fremstu röð á ný. Napólí er ekki að nota hefðbundin leikkerfi, enda spila þeir stundum með þriggja manna varnarlínu og stundum með fimm leikmenn í vörn. Paolo Cannavaro, fyrirliði Napólí, er yngri bróðir hins eina sanna Fabio Cannavaro sem var fyrirliði ítalska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Þýskalandi árið 2006. Paolo er líkt og Fabio, grjótharður varnarmaður, sem gefur ekkert eftir. Bakverðir Napólí taka virkan þátt í sóknarleiknum og á miðsvæðinu eru þeir með tvo mjög taktíska og klóka leikmenn – Walter Gargano frá Úrúgvæ og svissneska landsliðsmanninn Gökhan Inler sem er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru gríðarlega öflugir og skila varnarhlutverkinu með sóma," sagði Reynir en hann bendir á „skytturnar þrjár" sem eru í fremstu víglínu ítalska liðsins. Ezequiel Lavezzi, Marek Hamšík og Edinson Cavani halda uppi sóknarleik liðsins. Allt frábærir sóknarmenn. Það er alveg þess virði að leggja þessi nöfn á minnið og fylgjast vel með þeim. Það er mjög mikilvægt að John Terry verði klár í slaginn í vörn Chelsea og að mínu mati væri það best fyrir Chelsea að Gary Cahill yrði við hlið Terry í þessum leik. Varnarleikurinn verður að vera í lagi og Chelsea skapar sér alltaf færi með þá Juan Mata og Didier Drogba innanborðs. Það er útlit fyrir að frostið verði í aðalhlutverki þegar Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu. Gera má ráð fyrir að hitastigið verði eitthvað undir frostmarki, 1-9 gráður. José Mourinho hefur verið með lið sitt á bullandi siglinu í spænsku deildinni þar sem liðið trónir á toppnum, 10 stigum á undan Barcelona. „Madrid hefur náð fínum úrslitum í tveimur síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni í Rússlandi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1 tímabilið 2002-2003. Real Madrid vann Zenit í St. Pétursborg 2-1 veturinn 2008-2009. Það eru því miklar líkur á því að Real Madrid nái góðum úrslitum enn og aftur í Rússlandi," sagði Reynir. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Stórliðin Chelsea og Real Madrid verða í sviðsljósinu í kvöld þegar leikið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu í Rússlandi í fyrri leik dagsins. Enska liðið Chelsea keppir við Napólí á Ítalíu í síðari leiknum en báðir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport. Fréttablaðið fékk Reyni Leósson, sérfræðing í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport, til þess að rýna í leiki kvöldsins – og þá sérstaklega hið stórskemmtilega lið Napólí. Það er aðeins farið að hitna í kolunum í herbúðum enska liðsins Chelsea en gengi liðsins að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Napólí sýndi styrk sinn í riðlakeppninni með því að skilja Manchester City eftir í þriðja sæti A-riðilsins. Man City tapaði 2-1 í Napólí og það er ljóst að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Nafn og mynd af André Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er ekki það fyrsta sem maður rekst á þegar orðinu atvinnuöryggi er flett upp í orðabók. Portúgalinn þarf virkilega á góðum úrslitum að halda þegar hann fer með lið sitt í heimsókn til Ítalíu þar sem að hið stórskemmtilega lið Napólí er andstæðingur enska úrvalsdeildarliðsins. „Þetta verður án efa flottur leikur og gaman að sjá gamla liðið hans Diego Maradona komið í fremstu röð á ný. Napólí er ekki að nota hefðbundin leikkerfi, enda spila þeir stundum með þriggja manna varnarlínu og stundum með fimm leikmenn í vörn. Paolo Cannavaro, fyrirliði Napólí, er yngri bróðir hins eina sanna Fabio Cannavaro sem var fyrirliði ítalska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Þýskalandi árið 2006. Paolo er líkt og Fabio, grjótharður varnarmaður, sem gefur ekkert eftir. Bakverðir Napólí taka virkan þátt í sóknarleiknum og á miðsvæðinu eru þeir með tvo mjög taktíska og klóka leikmenn – Walter Gargano frá Úrúgvæ og svissneska landsliðsmanninn Gökhan Inler sem er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru gríðarlega öflugir og skila varnarhlutverkinu með sóma," sagði Reynir en hann bendir á „skytturnar þrjár" sem eru í fremstu víglínu ítalska liðsins. Ezequiel Lavezzi, Marek Hamšík og Edinson Cavani halda uppi sóknarleik liðsins. Allt frábærir sóknarmenn. Það er alveg þess virði að leggja þessi nöfn á minnið og fylgjast vel með þeim. Það er mjög mikilvægt að John Terry verði klár í slaginn í vörn Chelsea og að mínu mati væri það best fyrir Chelsea að Gary Cahill yrði við hlið Terry í þessum leik. Varnarleikurinn verður að vera í lagi og Chelsea skapar sér alltaf færi með þá Juan Mata og Didier Drogba innanborðs. Það er útlit fyrir að frostið verði í aðalhlutverki þegar Real Madrid sækir CSKA heim í Moskvu. Gera má ráð fyrir að hitastigið verði eitthvað undir frostmarki, 1-9 gráður. José Mourinho hefur verið með lið sitt á bullandi siglinu í spænsku deildinni þar sem liðið trónir á toppnum, 10 stigum á undan Barcelona. „Madrid hefur náð fínum úrslitum í tveimur síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni í Rússlandi. Liðið sigraði Lokomotiv 2-1 tímabilið 2002-2003. Real Madrid vann Zenit í St. Pétursborg 2-1 veturinn 2008-2009. Það eru því miklar líkur á því að Real Madrid nái góðum úrslitum enn og aftur í Rússlandi," sagði Reynir.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn