Nýr spítali – já takk! 21. febrúar 2012 06:00 Á undanförnum dögum og vikum hefur töluvert verið rætt og ritað um nýjan Landspítala við Hringbraut. Eins og við er að búast eru ekki allir einhuga um þetta verkefni og steytir þar á ýmsu s.s. fjármögnun, staðsetningu, umferð, aðgengi, bílastæðum og skipulagi byggðar í borginni. Það er mikilvægt að umræðan sé lífleg og þar séu allir þættir skoðaðir, skeggræddir og til lykta leiddir. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir okkur sjálf, en þjóðin er helsti hagsmunaaðili að nýjum, vel búnum og vel mönnuðum spítala. Staðsetningin er löngu ákveðin og henni verður ekki breytt héðan af, til þess er undirbúningsvinnan komin of langt. Við höfum ekki efni á að byggja ekki nýjan spítala, hann er okkar brýnasta forgangsmál. Núverandi húsakostur er genginn sér til húðar, hann hefur þjónað vel en nú er mál að linni. Sem innlagnastjóri Landspítala í tæp fimm ár fæst ég á hverjum degi við flókin úrlausnarefni sem mörg hver verða mun auðveldari á nýjum spítala. Þar vegur þyngst að þörfin fyrir einbýli með aðgengi að sér salerni hefur snaraukist á örfáum árum. Nú eru aðeins örfá einbýli á hverri legudeild og enn eru í notkun sjúkrastofur fyrir sex einstaklinga. Ástæðurnar fyrir vaxandi þörf fyrir einbýli eru nokkrar og eru þær tíundaðar hér til fróðleiks – listinn er þó ekki tæmandi: 1. Sjúklingar sem koma erlendis frá og hafa verið á sjúkrahúsi þar á síðustu sex mánuðum þurfa einangrun vegna svonefndrar MÓSA varúðar. Í stuttu máli erum við að verjast bakteríum sem eru ónæmar fyrir öllum helstu sýklalyfjum og landlægar á mörgum sjúkrahúsum erlendis. Einangrun er aðeins aflétt ef sýni eru neikvæð, en ræktun getur tekið 2-4 daga. 2. Fjöldi fólks með langvinn heilsufarsvandamál ber í sér bakteríu sem myndar hvata (ESBL) sem brjóta niður lyf í mikilvægasta sýklalyfjaflokknum, en þetta fólk þarf einbýli og sér salerni í hvert sinn sem það leggst inn á sjúkrahús. 3. Nokkur hópur sjúklinga með langvinna sjúkdóma ber í sér ónæma bakteríu sem nefnist VRE, en þeir þurfa einbýli og sér salerni þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús. 4. Á hverju ári gengur yfir faraldur svonefndrar Nórósýkingar sem er bráðsmitandi iðrasýking. Hún fer eins og eldur í sinu um sjúkradeildir þar sem fjölbýli eru og fólk deilir salerni. Þeir sem veikjast af Nóró þurfa einbýli og sér salerni á meðan veikindin vara og í a.m.k. 48 tíma eftir að einkenni eru gengin yfir. 5. Inflúensa gengur á hverjum vetri – af mismiklum þunga. Þeir sem leggjast inn og eru grunaðir um inflúensu þurfa einbýli og sér salerni í 48 tíma eftir að gjöf inflúensulyfja hefst. 6. Upp geta komið faraldrar smitsjúkdóma sem krefjast einangrunar sjúklinga á einbýli með sér salerni s.s. svínainflúensa og mislingar. 7. Sjúklingum sem fá sýklalyf er hætt við að fá iðrasýkingu sem nefnist CDTA. Þeir þurfa einbýli og sér salerni á meðan hún gengur yfir. 8. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. líffæraþegar og fólk í þungum lyfjameðferðum vegna blóðsjúkdóma, þurfa að vera í svonefndri varnareinangrun á einbýli með sér salerni, stundum í margar vikur. 9. Sjúklingar sem eru mjög mikið veikir og/eða deyjandi þurfa einbýli. 10. Veik börn þurfa í flestum tilfellum einbýli. 11. Sjúklingar með bráðarugl og atferlistruflanir þurfa einbýli. 12. Sjúklingar með alvarlega geðsjúkdóma þurfa oftast einbýli. Listinn er lengri og í rauninni er það þannig að langflestir þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi nú á tímum þurfa á einbýli að halda. Af þessu má glögglega sjá að skipulag þeirra sjúkradeilda sem Landspítalinn hefur yfir að ráða er ófullnægjandi nú á árinu 2012. Á nútíma sjúkrahúsi þurfa allar sjúkrastofur að vera einbýli með salerni. Þar ráða sýkingavarnasjónarmið og sú staðreynd að nú á dögum liggur fólk ekki á spítala nema það þurfi sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og geti sjúkdómsins/aðgerðarinnar eða færni sinnar vegna ekki verið heima. Á nýja spítalanum mun aðstaðan uppfylla þessar kröfur og þar verður hægt að veita mun betri og öruggari þjónustu en nú er mögulegt. Starfsfólk Landspítala leggur sig alltaf í líma við að veita eins góða þjónustu og mögulegt er en húsnæðið, tækjabúnaðurinn og önnur aðstaða er takmarkandi þáttur. Þegar sjúklingur sem nauðsynlega þarf einbýli leggst inn á spítalann getur þurft að grípa til flókinna ráðstafana sem fela í sér flutning annarra sjúklinga fram á gang, á aðrar deildir eða jafnvel milli húsa. Undanfarin ár höfum við hvað eftir annað lent í því að þurfa að loka heilu legudeildunum um lengri eða skemmri tíma vegna sýkinga. Slíkar uppákomur riðla flóknu og viðkvæmu skipulagi spítalans þar sem hvert púsl þarf að vera á sínum stað til að kerfið virki fyrir sjúklingana og þjónustan sé góð og örugg. Þessar uppákomur kosta ómælda fjármuni, bæði vegna dýrra sýklaræktana, sótthreinsunar, þrifa, frestunar skurðaðgerða og þess að nota þarf mun dýrari sýklalyf en ella. Það verður ekki degi of snemmt að við flytjum í nýjan spítala. Nú þurfum við að snúa bökum saman sem aldrei fyrr og sýna hvað við getum – Landspítali er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og öryggisnet þjóðarinnar. Nýr Landspítali er nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum og vikum hefur töluvert verið rætt og ritað um nýjan Landspítala við Hringbraut. Eins og við er að búast eru ekki allir einhuga um þetta verkefni og steytir þar á ýmsu s.s. fjármögnun, staðsetningu, umferð, aðgengi, bílastæðum og skipulagi byggðar í borginni. Það er mikilvægt að umræðan sé lífleg og þar séu allir þættir skoðaðir, skeggræddir og til lykta leiddir. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir okkur sjálf, en þjóðin er helsti hagsmunaaðili að nýjum, vel búnum og vel mönnuðum spítala. Staðsetningin er löngu ákveðin og henni verður ekki breytt héðan af, til þess er undirbúningsvinnan komin of langt. Við höfum ekki efni á að byggja ekki nýjan spítala, hann er okkar brýnasta forgangsmál. Núverandi húsakostur er genginn sér til húðar, hann hefur þjónað vel en nú er mál að linni. Sem innlagnastjóri Landspítala í tæp fimm ár fæst ég á hverjum degi við flókin úrlausnarefni sem mörg hver verða mun auðveldari á nýjum spítala. Þar vegur þyngst að þörfin fyrir einbýli með aðgengi að sér salerni hefur snaraukist á örfáum árum. Nú eru aðeins örfá einbýli á hverri legudeild og enn eru í notkun sjúkrastofur fyrir sex einstaklinga. Ástæðurnar fyrir vaxandi þörf fyrir einbýli eru nokkrar og eru þær tíundaðar hér til fróðleiks – listinn er þó ekki tæmandi: 1. Sjúklingar sem koma erlendis frá og hafa verið á sjúkrahúsi þar á síðustu sex mánuðum þurfa einangrun vegna svonefndrar MÓSA varúðar. Í stuttu máli erum við að verjast bakteríum sem eru ónæmar fyrir öllum helstu sýklalyfjum og landlægar á mörgum sjúkrahúsum erlendis. Einangrun er aðeins aflétt ef sýni eru neikvæð, en ræktun getur tekið 2-4 daga. 2. Fjöldi fólks með langvinn heilsufarsvandamál ber í sér bakteríu sem myndar hvata (ESBL) sem brjóta niður lyf í mikilvægasta sýklalyfjaflokknum, en þetta fólk þarf einbýli og sér salerni í hvert sinn sem það leggst inn á sjúkrahús. 3. Nokkur hópur sjúklinga með langvinna sjúkdóma ber í sér ónæma bakteríu sem nefnist VRE, en þeir þurfa einbýli og sér salerni þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús. 4. Á hverju ári gengur yfir faraldur svonefndrar Nórósýkingar sem er bráðsmitandi iðrasýking. Hún fer eins og eldur í sinu um sjúkradeildir þar sem fjölbýli eru og fólk deilir salerni. Þeir sem veikjast af Nóró þurfa einbýli og sér salerni á meðan veikindin vara og í a.m.k. 48 tíma eftir að einkenni eru gengin yfir. 5. Inflúensa gengur á hverjum vetri – af mismiklum þunga. Þeir sem leggjast inn og eru grunaðir um inflúensu þurfa einbýli og sér salerni í 48 tíma eftir að gjöf inflúensulyfja hefst. 6. Upp geta komið faraldrar smitsjúkdóma sem krefjast einangrunar sjúklinga á einbýli með sér salerni s.s. svínainflúensa og mislingar. 7. Sjúklingum sem fá sýklalyf er hætt við að fá iðrasýkingu sem nefnist CDTA. Þeir þurfa einbýli og sér salerni á meðan hún gengur yfir. 8. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. líffæraþegar og fólk í þungum lyfjameðferðum vegna blóðsjúkdóma, þurfa að vera í svonefndri varnareinangrun á einbýli með sér salerni, stundum í margar vikur. 9. Sjúklingar sem eru mjög mikið veikir og/eða deyjandi þurfa einbýli. 10. Veik börn þurfa í flestum tilfellum einbýli. 11. Sjúklingar með bráðarugl og atferlistruflanir þurfa einbýli. 12. Sjúklingar með alvarlega geðsjúkdóma þurfa oftast einbýli. Listinn er lengri og í rauninni er það þannig að langflestir þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi nú á tímum þurfa á einbýli að halda. Af þessu má glögglega sjá að skipulag þeirra sjúkradeilda sem Landspítalinn hefur yfir að ráða er ófullnægjandi nú á árinu 2012. Á nútíma sjúkrahúsi þurfa allar sjúkrastofur að vera einbýli með salerni. Þar ráða sýkingavarnasjónarmið og sú staðreynd að nú á dögum liggur fólk ekki á spítala nema það þurfi sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og geti sjúkdómsins/aðgerðarinnar eða færni sinnar vegna ekki verið heima. Á nýja spítalanum mun aðstaðan uppfylla þessar kröfur og þar verður hægt að veita mun betri og öruggari þjónustu en nú er mögulegt. Starfsfólk Landspítala leggur sig alltaf í líma við að veita eins góða þjónustu og mögulegt er en húsnæðið, tækjabúnaðurinn og önnur aðstaða er takmarkandi þáttur. Þegar sjúklingur sem nauðsynlega þarf einbýli leggst inn á spítalann getur þurft að grípa til flókinna ráðstafana sem fela í sér flutning annarra sjúklinga fram á gang, á aðrar deildir eða jafnvel milli húsa. Undanfarin ár höfum við hvað eftir annað lent í því að þurfa að loka heilu legudeildunum um lengri eða skemmri tíma vegna sýkinga. Slíkar uppákomur riðla flóknu og viðkvæmu skipulagi spítalans þar sem hvert púsl þarf að vera á sínum stað til að kerfið virki fyrir sjúklingana og þjónustan sé góð og örugg. Þessar uppákomur kosta ómælda fjármuni, bæði vegna dýrra sýklaræktana, sótthreinsunar, þrifa, frestunar skurðaðgerða og þess að nota þarf mun dýrari sýklalyf en ella. Það verður ekki degi of snemmt að við flytjum í nýjan spítala. Nú þurfum við að snúa bökum saman sem aldrei fyrr og sýna hvað við getum – Landspítali er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og öryggisnet þjóðarinnar. Nýr Landspítali er nauðsyn.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar