Tveggja daga heimsókn SÞ til Íran skilaði ekki árangri 23. febrúar 2012 02:00 Stoltur af kjarnorkuafrekum Ali Khameini, erkiklerkur Írans, á fundi með írönskum kjarneðlisfræðingum þar sem hann sagði þeim að halda áfram sínu mikilvæga starfi.nordicphotos/AFP Sendinefnd Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segist ekki hafa haft erindi sem erfiði í tveggja daga heimsókn sinni til Írans í vikunni. Beiðni þeirra um að fá að skoða herstöðina í Parchin var hafnað af írönskum stjórnvöldum. Þá tókst ekki samkomulag um orðalag skýrslu, þar sem farið yrði yfir óleyst deilumál varðandi kjarnorkuáform Írana. „Við tókum þátt í uppbyggilegum anda, en ekkert samkomulag tókst," segir Yukiya Amano, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. „Það eru vonbrigði að Íranar féllust ekki á beiðni okkar um að heimsækja Parchin, hvorki á fyrri né seinni fundi okkar." Ali Khameini, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, ítrekaði hins vegar í gær að kjarnorkuáform landsins snerust ekki um að koma sér upp kjarnorkuvopnum, heldur væri tilgangurinn friðsamlegur. Hann sagði í sjónvarpsávarpi í gær að leiðtogar Vesturveldanna vissu fullvel „að við erum ekki á höttunum eftir kjarnorkuvopnum vegna þess að íslamska lýðveldið Íran lítur á það sem synd að eiga kjarnorkuvopn". Hann sagði Írana líta svo á að það sé bæði „gagnslaust, skaðlegt og hættulegt" að vera með slík vopn. Á hinn bóginn sagði hann að sá árangur, sem íranska þjóðin hefði náð í kjarnorkuvinnslu, hafi fært þjóðinni bæði virðingu og stolt. Auk þess færi kjarnorkuvopn þjóðinni engin völd. Vaxandi þrýstingur hefur verið á Íran frá Vesturlöndum vegna þess að írönsk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna fulla samvinnu. Jafnframt hafa orðið háværari raddir um að hugsanlega verði gerðar árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuáform þeirra. Helst hefur þá komið til tals að Ísraelar hugsi sér til hreyfings og séu jafnvel þegar farnir að undirbúa árásir á kjarnorkubúnað Írans. Nú síðast í gær hafa Rússar varað Ísraela við því að gera árás á Íran. „Að sjálfsögðu myndi hvers kyns hernaður gegn Íran hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þennan heimshluta og fyrir öll alþjóðasamskipti," sagði Gennadí Gatilov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, á blaðamannafundi í Moskvu í gær. „Ég vona að Ísraelar átti sig á öllum þessum afleiðingum," sagði hann enn fremur, „og þeir ættu einnig að hugleiða afleiðingar slíkra aðgerða fyrir sig sjálfa." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Sendinefnd Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segist ekki hafa haft erindi sem erfiði í tveggja daga heimsókn sinni til Írans í vikunni. Beiðni þeirra um að fá að skoða herstöðina í Parchin var hafnað af írönskum stjórnvöldum. Þá tókst ekki samkomulag um orðalag skýrslu, þar sem farið yrði yfir óleyst deilumál varðandi kjarnorkuáform Írana. „Við tókum þátt í uppbyggilegum anda, en ekkert samkomulag tókst," segir Yukiya Amano, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. „Það eru vonbrigði að Íranar féllust ekki á beiðni okkar um að heimsækja Parchin, hvorki á fyrri né seinni fundi okkar." Ali Khameini, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, ítrekaði hins vegar í gær að kjarnorkuáform landsins snerust ekki um að koma sér upp kjarnorkuvopnum, heldur væri tilgangurinn friðsamlegur. Hann sagði í sjónvarpsávarpi í gær að leiðtogar Vesturveldanna vissu fullvel „að við erum ekki á höttunum eftir kjarnorkuvopnum vegna þess að íslamska lýðveldið Íran lítur á það sem synd að eiga kjarnorkuvopn". Hann sagði Írana líta svo á að það sé bæði „gagnslaust, skaðlegt og hættulegt" að vera með slík vopn. Á hinn bóginn sagði hann að sá árangur, sem íranska þjóðin hefði náð í kjarnorkuvinnslu, hafi fært þjóðinni bæði virðingu og stolt. Auk þess færi kjarnorkuvopn þjóðinni engin völd. Vaxandi þrýstingur hefur verið á Íran frá Vesturlöndum vegna þess að írönsk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna fulla samvinnu. Jafnframt hafa orðið háværari raddir um að hugsanlega verði gerðar árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuáform þeirra. Helst hefur þá komið til tals að Ísraelar hugsi sér til hreyfings og séu jafnvel þegar farnir að undirbúa árásir á kjarnorkubúnað Írans. Nú síðast í gær hafa Rússar varað Ísraela við því að gera árás á Íran. „Að sjálfsögðu myndi hvers kyns hernaður gegn Íran hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þennan heimshluta og fyrir öll alþjóðasamskipti," sagði Gennadí Gatilov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, á blaðamannafundi í Moskvu í gær. „Ég vona að Ísraelar átti sig á öllum þessum afleiðingum," sagði hann enn fremur, „og þeir ættu einnig að hugleiða afleiðingar slíkra aðgerða fyrir sig sjálfa." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira