Nýja Norðrið 25. febrúar 2012 06:00 Lega Íslands er auðlind vegna þeirrar aðstöðu og tækifæra, sem hún býður upp á. Íslendingar verða að nýta sér tækifærin í framtíðinni sem uppbyggingin í Nýja Norðrinu mun skapa. Þess vegna er Nýja Norðrið einn af hornsteinum í utanríkisstefnu stjórnmálahreyfingarinnar Hægri grænna, flokks fólksins. Íslendingar eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu tækifærum sem uppbygging og umsvif á norðurslóðum munu skapa okkur á komandi áratugum. Áhugi Evrópusambandsins (ESB) á norðurslóðum er skiljanlegur en ESB er efnahagslegt og pólitískt stórveldi og á mikilla hagsmuna að gæta vegna nýrra siglingaleiða og náttúruauðlinda í hinu Nýja Norðri. Íslendingar þurfa að halda vel á málum í því kapphlaupi sem hafið er á milli ríkja á norðurslóðum um aðgang að auðlindum sem þar er að finna. Íslendingar verða að gæta að strandríkin fimm haldi okkur ekki fyrir utan umræðuna. Bandaríkjamenn eru vinir okkar í þessu samhengi og getum við verið þeim þakklát fyrir þá vináttu. Þessi litla þjóð verður einnig að gæta þess að ESB gleypi okkur ekki með húð og hári og nái óverðskulduðum yfirráðum yfir auðlindum okkar og Nýja Norðursins. Flokkurinn telur einnig nauðsynlegt að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og NATO að koma hér upp varnarliði á ný. Hægri grænir eru alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Flokkurinn telur óskynsamlegt að standa í aðlögunarferli við ESB á meðan efnahagslíf þjóðarinnar er í molum og hver höndin uppi á móti annarri. Flokkurinn vill að aðlögunarferlinu og aðildarviðræðum að ESB verði umsvifalaust hætt, umsóknin dregin til baka og framhaldið eingöngu ef þjóðin er spurð í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ítarlega endurskoðun EES-samningsins. Flokkurinn vill nota beint lýðræði, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslur, þegar um mjög mikilvæg mál er að ræða sem varða þjóðarhag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Lega Íslands er auðlind vegna þeirrar aðstöðu og tækifæra, sem hún býður upp á. Íslendingar verða að nýta sér tækifærin í framtíðinni sem uppbyggingin í Nýja Norðrinu mun skapa. Þess vegna er Nýja Norðrið einn af hornsteinum í utanríkisstefnu stjórnmálahreyfingarinnar Hægri grænna, flokks fólksins. Íslendingar eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu tækifærum sem uppbygging og umsvif á norðurslóðum munu skapa okkur á komandi áratugum. Áhugi Evrópusambandsins (ESB) á norðurslóðum er skiljanlegur en ESB er efnahagslegt og pólitískt stórveldi og á mikilla hagsmuna að gæta vegna nýrra siglingaleiða og náttúruauðlinda í hinu Nýja Norðri. Íslendingar þurfa að halda vel á málum í því kapphlaupi sem hafið er á milli ríkja á norðurslóðum um aðgang að auðlindum sem þar er að finna. Íslendingar verða að gæta að strandríkin fimm haldi okkur ekki fyrir utan umræðuna. Bandaríkjamenn eru vinir okkar í þessu samhengi og getum við verið þeim þakklát fyrir þá vináttu. Þessi litla þjóð verður einnig að gæta þess að ESB gleypi okkur ekki með húð og hári og nái óverðskulduðum yfirráðum yfir auðlindum okkar og Nýja Norðursins. Flokkurinn telur einnig nauðsynlegt að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og NATO að koma hér upp varnarliði á ný. Hægri grænir eru alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Flokkurinn telur óskynsamlegt að standa í aðlögunarferli við ESB á meðan efnahagslíf þjóðarinnar er í molum og hver höndin uppi á móti annarri. Flokkurinn vill að aðlögunarferlinu og aðildarviðræðum að ESB verði umsvifalaust hætt, umsóknin dregin til baka og framhaldið eingöngu ef þjóðin er spurð í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ítarlega endurskoðun EES-samningsins. Flokkurinn vill nota beint lýðræði, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslur, þegar um mjög mikilvæg mál er að ræða sem varða þjóðarhag.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar