Garðyrkjan og rafmagnskostnaður 25. febrúar 2012 06:00 Frá því að efnahagshrunið varð hér á landi hefur dreifingarkostnaður rafmagns til garðyrkjubænda aukist langt umfram það sem talist getur eðlilegt. Garðyrkjubændur hafa látið taka saman gögn um þróun verðs á rafmagni frá 2005 í samanburði við vísitölu neysluverðs. Á tímabilinu hækkaði vísitalan um 62%. Orkan hækkaði um 30% en dreifing í þéttbýli um 87% og í dreifbýli 105%! Fróðlegt er að sjá að þar sem samkeppni ríkir, við framleiðslu og sölu á orku, er um raunlækkun verðs að ræða. Annað er upp á teningnum þar sem einokun ríkir. Til að setja þetta í samhengi þá hafa niðurgreiðslur ríkisins vegna dreifingarkostnaðar hækkað frá árinu 2005 um 30 milljónir króna vegna aukinnar notkunar rafmagns við framleiðslu á grænmeti. Á sama tíma hefur ríkið þurft að skjóta til 100 milljónum króna vegna gjaldskrárhækkana RARIK. Allt undir nafni niðurgreiðslna til garðyrkju! Búið að borga fjórar veitur!Þessar upplýsingar ollu því að garðyrkjubændur létu reikna út kostnað við eigin dreifiveitu rafmagns. Það var gert árið 2010 og uppfært nú í febrúar. Eigin dreifiveita, sem staðsett væri á svæði nálægt Flúðum og þéttbýlanna í Biskupstungum, Laugarási og Reykholti, er afar hagkvæm. Með staðsetningunni næst til tæplega 80% af framleiðslu í ylrækt í 10 km radíus. Verkfræðistofa, sem hefur mikla reynslu, var fengin til að annast útreikningana. Fjárfestingin er um 460 milljónir króna og er allur kostnaður vel áætlaður og gerð næmnigreining með mismunandi breytum. Niðurstaðan er sláandi. Á aðeins fimm árum borgar fjárfestingin sig upp. Eftir þann tíma og út líftíma dreifiveitunnar (30-40 ár) er kostnaður garðyrkjubænda jafnhár og rekstrarkostnaður veitunnar og eðlileg ávöxtunarkrafa. Sá kostnaður er áætlaður um 5% af fjárfestingunni en benda má á að sambærilegur kostnaður í orkuþjónustu er reiknaður 1-3%. Orkustofnun hefur yfirfarið útreikningana en öllum er heimilt að skoða þá. Þeir sýna að uppsafnaður hagnaður RARIK af viðskiptum við garðyrkjubændur á undanförnum áratugum hefur borgað sem svarar kostnaði við fjórar dreifiveitur. Samkeppnisstaða íslensks grænmetisÞeirri réttmætu spurningu hefur verið varpað fram í umræðunni hvort ekki væri réttast að minnka framleiðsluna ef garðyrkjan getur ekki framleitt grænmetið við núverandi kjör. Á það skal bent að með samningi garðyrkjubænda við ríkið árið 2002 voru fjögur markmið sett. Þrjú markmiðanna hafa náðst með láði, að auka hagkvæmni, að lækka grænmetisverð til neytenda og styðja framleiðslu og markaðssetningu grænmetis. Fjórða markmið samningsins hefur ekki náðst. Það er að treysta tekjugrundvöll garðyrkjunnar. Samtímis því að veruleg hagræðing hefur átt sér stað, um 3,8% á ári síðan 2002 eða 15% meira en gert var ráð fyrir, hefur verð lækkað til almennings. Að auki var opnað fyrir óheftan innflutning grænmetis án tolla og það var samkeppnisumhverfi íslensks grænmetis og hefur verið svo síðan. Staða íslensks grænmetis er sterk og er það fyrir að þakka góðri vöru en stuðningur neytenda hefur skipt megin máli. Rekstur ylræktarinnar mætti skila bændum meira til þess að takast á við síhækkandi kostnað aðfanga. Það skýtur því skökku við að það sé fyrirtæki í eigu ríkisins sem er þess valdandi að núverandi ástand hefur skapast. Á að framleiða grænmeti á Íslandi?Í könnun Landlæknis á mataræði, sem birt var í upphafi árs, kemur fram að neysla grænmetis hefur aukist um 19% frá 2002 og er aðeins 120 g á dag. Markmiðið er að neysla grænmetis og ávaxta verði 400 g á mann. Það er því langt í land. Garðyrkjubændur hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar á þessu tímabili. Framleiðsla á gúrkum hefur aukist um 45% og á tómötum um 80% svo eitthvað sé nefnt. Hagræðing garðyrkjubænda hefur skilað verulega lægra verði og hollustan er óumdeilanleg. Staðfest er með rannsóknum að aukin grænmetisneysla skili heilbrigðara fólki og lækkar kostnað ríkisins. Aukin framleiðsla íslensks grænmetis skilar sér einnig í fjölgun starfa og minnkar notkun gjaldeyris við innflutning. Hver er þá lausnin?Af hverju eru garðyrkjubændur öðru hverju að minna á þessi mál? Ekki skortir á velvilja stjórnvalda á hátíðastundum en garðyrkjubændur vilja sjá þann velvilja í verki. Því skal haldið til haga að í iðnaðarráðuneytinu liggur fyrir breyting á skilgreiningu á hvað sé þéttbýli í skilningi orkulaga og við þá breytingu munu garðyrkjubændur í Laugarási í Biskupstungum greiða fjórðungi lægra gjald fyrir dreifingu rafmagns. Stjórnvöld þurfa að viðurkenna að ylræktun grænmetis sé þjóðþrifamál. Ef það næst er eftirleikurinn auðveldur. Þá væri hægt að ákveða hver kjör garðyrkjubænda varðandi dreifingarkostnað ættu að vera. Það væri hægt að tryggja jafnræði þeirra út frá þeirri forsendu að um stórnotendur séu að ræða. Það er kominn tími til að ræða hugmyndina um eina gjaldskrá fyrir allt landið eins og gert var með símann á sínum tíma. Aðalatriðið er þó að garðyrkjan hafi það rekstrarumhverfi sem hvetur til aukinnar framleiðslu á frábæru grænmeti til hagsbóta fyrir alla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Frá því að efnahagshrunið varð hér á landi hefur dreifingarkostnaður rafmagns til garðyrkjubænda aukist langt umfram það sem talist getur eðlilegt. Garðyrkjubændur hafa látið taka saman gögn um þróun verðs á rafmagni frá 2005 í samanburði við vísitölu neysluverðs. Á tímabilinu hækkaði vísitalan um 62%. Orkan hækkaði um 30% en dreifing í þéttbýli um 87% og í dreifbýli 105%! Fróðlegt er að sjá að þar sem samkeppni ríkir, við framleiðslu og sölu á orku, er um raunlækkun verðs að ræða. Annað er upp á teningnum þar sem einokun ríkir. Til að setja þetta í samhengi þá hafa niðurgreiðslur ríkisins vegna dreifingarkostnaðar hækkað frá árinu 2005 um 30 milljónir króna vegna aukinnar notkunar rafmagns við framleiðslu á grænmeti. Á sama tíma hefur ríkið þurft að skjóta til 100 milljónum króna vegna gjaldskrárhækkana RARIK. Allt undir nafni niðurgreiðslna til garðyrkju! Búið að borga fjórar veitur!Þessar upplýsingar ollu því að garðyrkjubændur létu reikna út kostnað við eigin dreifiveitu rafmagns. Það var gert árið 2010 og uppfært nú í febrúar. Eigin dreifiveita, sem staðsett væri á svæði nálægt Flúðum og þéttbýlanna í Biskupstungum, Laugarási og Reykholti, er afar hagkvæm. Með staðsetningunni næst til tæplega 80% af framleiðslu í ylrækt í 10 km radíus. Verkfræðistofa, sem hefur mikla reynslu, var fengin til að annast útreikningana. Fjárfestingin er um 460 milljónir króna og er allur kostnaður vel áætlaður og gerð næmnigreining með mismunandi breytum. Niðurstaðan er sláandi. Á aðeins fimm árum borgar fjárfestingin sig upp. Eftir þann tíma og út líftíma dreifiveitunnar (30-40 ár) er kostnaður garðyrkjubænda jafnhár og rekstrarkostnaður veitunnar og eðlileg ávöxtunarkrafa. Sá kostnaður er áætlaður um 5% af fjárfestingunni en benda má á að sambærilegur kostnaður í orkuþjónustu er reiknaður 1-3%. Orkustofnun hefur yfirfarið útreikningana en öllum er heimilt að skoða þá. Þeir sýna að uppsafnaður hagnaður RARIK af viðskiptum við garðyrkjubændur á undanförnum áratugum hefur borgað sem svarar kostnaði við fjórar dreifiveitur. Samkeppnisstaða íslensks grænmetisÞeirri réttmætu spurningu hefur verið varpað fram í umræðunni hvort ekki væri réttast að minnka framleiðsluna ef garðyrkjan getur ekki framleitt grænmetið við núverandi kjör. Á það skal bent að með samningi garðyrkjubænda við ríkið árið 2002 voru fjögur markmið sett. Þrjú markmiðanna hafa náðst með láði, að auka hagkvæmni, að lækka grænmetisverð til neytenda og styðja framleiðslu og markaðssetningu grænmetis. Fjórða markmið samningsins hefur ekki náðst. Það er að treysta tekjugrundvöll garðyrkjunnar. Samtímis því að veruleg hagræðing hefur átt sér stað, um 3,8% á ári síðan 2002 eða 15% meira en gert var ráð fyrir, hefur verð lækkað til almennings. Að auki var opnað fyrir óheftan innflutning grænmetis án tolla og það var samkeppnisumhverfi íslensks grænmetis og hefur verið svo síðan. Staða íslensks grænmetis er sterk og er það fyrir að þakka góðri vöru en stuðningur neytenda hefur skipt megin máli. Rekstur ylræktarinnar mætti skila bændum meira til þess að takast á við síhækkandi kostnað aðfanga. Það skýtur því skökku við að það sé fyrirtæki í eigu ríkisins sem er þess valdandi að núverandi ástand hefur skapast. Á að framleiða grænmeti á Íslandi?Í könnun Landlæknis á mataræði, sem birt var í upphafi árs, kemur fram að neysla grænmetis hefur aukist um 19% frá 2002 og er aðeins 120 g á dag. Markmiðið er að neysla grænmetis og ávaxta verði 400 g á mann. Það er því langt í land. Garðyrkjubændur hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar á þessu tímabili. Framleiðsla á gúrkum hefur aukist um 45% og á tómötum um 80% svo eitthvað sé nefnt. Hagræðing garðyrkjubænda hefur skilað verulega lægra verði og hollustan er óumdeilanleg. Staðfest er með rannsóknum að aukin grænmetisneysla skili heilbrigðara fólki og lækkar kostnað ríkisins. Aukin framleiðsla íslensks grænmetis skilar sér einnig í fjölgun starfa og minnkar notkun gjaldeyris við innflutning. Hver er þá lausnin?Af hverju eru garðyrkjubændur öðru hverju að minna á þessi mál? Ekki skortir á velvilja stjórnvalda á hátíðastundum en garðyrkjubændur vilja sjá þann velvilja í verki. Því skal haldið til haga að í iðnaðarráðuneytinu liggur fyrir breyting á skilgreiningu á hvað sé þéttbýli í skilningi orkulaga og við þá breytingu munu garðyrkjubændur í Laugarási í Biskupstungum greiða fjórðungi lægra gjald fyrir dreifingu rafmagns. Stjórnvöld þurfa að viðurkenna að ylræktun grænmetis sé þjóðþrifamál. Ef það næst er eftirleikurinn auðveldur. Þá væri hægt að ákveða hver kjör garðyrkjubænda varðandi dreifingarkostnað ættu að vera. Það væri hægt að tryggja jafnræði þeirra út frá þeirri forsendu að um stórnotendur séu að ræða. Það er kominn tími til að ræða hugmyndina um eina gjaldskrá fyrir allt landið eins og gert var með símann á sínum tíma. Aðalatriðið er þó að garðyrkjan hafi það rekstrarumhverfi sem hvetur til aukinnar framleiðslu á frábæru grænmeti til hagsbóta fyrir alla!
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar