Vitlaus eða vitiborin þjóð? 25. febrúar 2012 06:00 Skiptar skoðanir virðast vera um hvort bera á texta stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum á sumri komandi. Einn af höfundum textans segir að þeir sem andmæla því líti svo á að þjóðin sé of heimsk til að fjalla um svo flókin mál. Í reynd víkur þessu alveg öfugt við. Með réttu ber að líta svo á að það sé vanvirðing við þjóðina að leggja mál í dóm hennar ef þau eru ekki nægjanlega vel undirbúin. Ef ágreiningsefni er ekki lagt með nægjanlega skýrum hætti fyrir dómstóla er það ekki tekið til dóms. Enginn heldur því fram að sá háttur sé hafður á vegna heimsku dómaranna. Ástæðulaust er að sýna dómstóli þjóðarinnar minni virðingu að þessu leyti en almennum dómstólum. Þrætubókarstílbrögð um hitt hvort þjóðin er vitlaus eða vitiborin koma hugmyndum um nýja stjórnarskrá ekkert við. Ákvörðun um þjóðaratkvæði byggist á mati á því hvort álitaefnið er fullreifað eða vanreifað. Í fyrra krafðist forsætisráðherra þess að Alþingi tæki til afgreiðslu frumvarp að nýjum fiskveiðistjórnarlögum áður en sérfræðingar sem ríkisstjórnin sjálf hafði kallað til gætu sagt álit sitt á efnahagslegum áhrifum þess. Þjóðaratkvæði var hótað ef þetta gengi ekki eftir. Öll andmæli voru dæmd sem sérhagsmunaþjónkun við útgerðarmenn. Það var aðeins vegna þess að jafn gráum leik og málþófi var beitt að álit sérfræðinganna fékk að líta dagsins ljós. Eftir það datt engum í hug að samþykkja frumvarpið. Það reyndist andstætt þjóðarhagsmunum. Nú er stjórnarskrármálið í sama farvegi.Vitibornir eða vitlausir þingmenn? Þrjú ár eru frá því að ríkisstjórnin lýsti yfir því að endurskoðun stjórnarskrárinnar væri nauðsynleg. Alþingi hefur haft hugmyndir stjórnlagaráðs til skoðunar í meira en hálft ár. Samt er staða málsins sú að ríkisstjórnin hefur ekki enn sagt eitt aukatekið orð um það hvernig hún telur að breyta eigi stjórnarskránni. Þeir sem forystu hafa fyrir málinu á Alþingi hafa sett lok á efnislegar umræður um hugmyndir stjórnlagaráðs. Þeir hafa látið hjá líða að láta greina hugmyndir þess. Ekki hefur verið óskað eftir lögfræðilegu mati, ekki stjórnmálafræðilegu mati og ekki hagfræðilegu mati. Þá hefur enginn þingflokkur tekið afstöðu eða flutt eigin tillögur. Forseti Íslands er sá eini sem rætt hefur hugmyndir stjórnlagaráðs efnislega á Alþingi. Það gerði hann við þingsetningu á liðnu hausti. Þar taldi hann að hugmyndir stjórnlagaráðs færðu honum og eftirmönnum hans stóraukin völd. Flestir stjórnlagaráðsmenn hafa andmælt þessari túlkun. Margir lögfræðingar líta svo á að forsetinn hafi nokkuð til síns máls. Hvað þýða þá hugmyndirnar? Meirihluti Alþingis vill ekki svara því. Hann hefur falið skrifstofustjóra Alþingis að segja þjóðinni til um hvað í hugmyndunum felst. Skrifstofustjórinn er mætur maður en hefur ekki umboð til að túlka hugmyndir sem Alþingi hafa borist og það ekki tekið afstöðu til. Þegar skrifstofustjórinn á að skýra hvort þeir sem vilja texta eins og forsetinn skilur hann eigi að segja já eða nei er hætt við að jafnvel þeim spaka manni vefjist tunga um tönn. Hann verður þá að snúa sér til Alþingis og biðja um afstöðu þess. Þetta er þó einfaldasta álitaefnið af hundrað en segir þá sögu eina að málið er vanreifað. Það er vanvirðing við þjóðina að leggja það þannig í dóm hennar.Hví fær þjóðin ekki úrslitavald? Þjóðaratkvæði í sumar snýst ekki um að færa stjórnarskrárvaldið til fólksins. Ætlunin er aðeins að fá óskuldbindandi álit á hugmyndum sem verulegur vafi leikur á hvað þýða í raun og veru. Eftir það getur tvennt gerst: Annað er að þingmenn taki niðurstöðuna og túlki hana þá með sínum hætti og endurskrifi textann. Hitt er að þeir ómaki sig ekki á því heldur samþykki textann óbreyttan og láti dómstólum eftir að ákveða hver raunveruleg stjórnskipun er í landinu. Þetta heitir að spila með fólk en á lítið skylt við hugmyndir um að færa valdið til fólksins. Eigi að færa þjóðinni vald í raun og veru þarf Alþingi sjálft að gera upp við sig hvernig stjórnarskrá það vill fá. Það þarf að koma sér saman um texta sem ekki er ágreiningur um hvað merkir. Síðan þarf Alþingi eða meirihluti þess að hafa kjark til að leggja þann ávöxt eigin dómgreindar í dóm þjóðarinnar. Sjálf gildistaka stjórnarskrárinnar verður þannig háð samþykki fólksins í landinu. Þá reynir á þá pólitísku leiðsögn sem þingmenn buðu sig fram til að gegna og taka laun fyrir. Er ástæðan fyrir klúðrinu sú að þingmenn þora ekki að leggja dómgreind sína undir úrslitavald kjósenda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera um hvort bera á texta stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum á sumri komandi. Einn af höfundum textans segir að þeir sem andmæla því líti svo á að þjóðin sé of heimsk til að fjalla um svo flókin mál. Í reynd víkur þessu alveg öfugt við. Með réttu ber að líta svo á að það sé vanvirðing við þjóðina að leggja mál í dóm hennar ef þau eru ekki nægjanlega vel undirbúin. Ef ágreiningsefni er ekki lagt með nægjanlega skýrum hætti fyrir dómstóla er það ekki tekið til dóms. Enginn heldur því fram að sá háttur sé hafður á vegna heimsku dómaranna. Ástæðulaust er að sýna dómstóli þjóðarinnar minni virðingu að þessu leyti en almennum dómstólum. Þrætubókarstílbrögð um hitt hvort þjóðin er vitlaus eða vitiborin koma hugmyndum um nýja stjórnarskrá ekkert við. Ákvörðun um þjóðaratkvæði byggist á mati á því hvort álitaefnið er fullreifað eða vanreifað. Í fyrra krafðist forsætisráðherra þess að Alþingi tæki til afgreiðslu frumvarp að nýjum fiskveiðistjórnarlögum áður en sérfræðingar sem ríkisstjórnin sjálf hafði kallað til gætu sagt álit sitt á efnahagslegum áhrifum þess. Þjóðaratkvæði var hótað ef þetta gengi ekki eftir. Öll andmæli voru dæmd sem sérhagsmunaþjónkun við útgerðarmenn. Það var aðeins vegna þess að jafn gráum leik og málþófi var beitt að álit sérfræðinganna fékk að líta dagsins ljós. Eftir það datt engum í hug að samþykkja frumvarpið. Það reyndist andstætt þjóðarhagsmunum. Nú er stjórnarskrármálið í sama farvegi.Vitibornir eða vitlausir þingmenn? Þrjú ár eru frá því að ríkisstjórnin lýsti yfir því að endurskoðun stjórnarskrárinnar væri nauðsynleg. Alþingi hefur haft hugmyndir stjórnlagaráðs til skoðunar í meira en hálft ár. Samt er staða málsins sú að ríkisstjórnin hefur ekki enn sagt eitt aukatekið orð um það hvernig hún telur að breyta eigi stjórnarskránni. Þeir sem forystu hafa fyrir málinu á Alþingi hafa sett lok á efnislegar umræður um hugmyndir stjórnlagaráðs. Þeir hafa látið hjá líða að láta greina hugmyndir þess. Ekki hefur verið óskað eftir lögfræðilegu mati, ekki stjórnmálafræðilegu mati og ekki hagfræðilegu mati. Þá hefur enginn þingflokkur tekið afstöðu eða flutt eigin tillögur. Forseti Íslands er sá eini sem rætt hefur hugmyndir stjórnlagaráðs efnislega á Alþingi. Það gerði hann við þingsetningu á liðnu hausti. Þar taldi hann að hugmyndir stjórnlagaráðs færðu honum og eftirmönnum hans stóraukin völd. Flestir stjórnlagaráðsmenn hafa andmælt þessari túlkun. Margir lögfræðingar líta svo á að forsetinn hafi nokkuð til síns máls. Hvað þýða þá hugmyndirnar? Meirihluti Alþingis vill ekki svara því. Hann hefur falið skrifstofustjóra Alþingis að segja þjóðinni til um hvað í hugmyndunum felst. Skrifstofustjórinn er mætur maður en hefur ekki umboð til að túlka hugmyndir sem Alþingi hafa borist og það ekki tekið afstöðu til. Þegar skrifstofustjórinn á að skýra hvort þeir sem vilja texta eins og forsetinn skilur hann eigi að segja já eða nei er hætt við að jafnvel þeim spaka manni vefjist tunga um tönn. Hann verður þá að snúa sér til Alþingis og biðja um afstöðu þess. Þetta er þó einfaldasta álitaefnið af hundrað en segir þá sögu eina að málið er vanreifað. Það er vanvirðing við þjóðina að leggja það þannig í dóm hennar.Hví fær þjóðin ekki úrslitavald? Þjóðaratkvæði í sumar snýst ekki um að færa stjórnarskrárvaldið til fólksins. Ætlunin er aðeins að fá óskuldbindandi álit á hugmyndum sem verulegur vafi leikur á hvað þýða í raun og veru. Eftir það getur tvennt gerst: Annað er að þingmenn taki niðurstöðuna og túlki hana þá með sínum hætti og endurskrifi textann. Hitt er að þeir ómaki sig ekki á því heldur samþykki textann óbreyttan og láti dómstólum eftir að ákveða hver raunveruleg stjórnskipun er í landinu. Þetta heitir að spila með fólk en á lítið skylt við hugmyndir um að færa valdið til fólksins. Eigi að færa þjóðinni vald í raun og veru þarf Alþingi sjálft að gera upp við sig hvernig stjórnarskrá það vill fá. Það þarf að koma sér saman um texta sem ekki er ágreiningur um hvað merkir. Síðan þarf Alþingi eða meirihluti þess að hafa kjark til að leggja þann ávöxt eigin dómgreindar í dóm þjóðarinnar. Sjálf gildistaka stjórnarskrárinnar verður þannig háð samþykki fólksins í landinu. Þá reynir á þá pólitísku leiðsögn sem þingmenn buðu sig fram til að gegna og taka laun fyrir. Er ástæðan fyrir klúðrinu sú að þingmenn þora ekki að leggja dómgreind sína undir úrslitavald kjósenda?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun