Skattpíning Sjálfstæðisflokksins á börnum afnumin Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2012 07:00 Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum, ritaði grein sem birt var á þessum stað í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni „Ríkisstjórn Jóhönnu og skattpíning barna". Það er rétt hjá Matthíasi að ég hef á löngum stjórnmálaferli fjallað um skattlagningu barna. Má þar nefnda hróplegt óréttlæti sem fólst í því að fyrir meira en áratug í tíð sjálfstæðismanna greiddu 15 ára unglingar fjórfalt hærri skatt af tekjum sínum en 16 ára unglingar vegna undarlegra skattareglna. Það er hins vegar alrangt hjá Matthíasi að ríkisstjórn mín hafi staðið fyrir hækkun á sköttum barna og unglinga eða almennings yfirleitt þegar kemur að vaxtatekjum af bankabókum og innstæðum í fjármálastofnunum. Reyndar má fullyrða að í langflestum tilvikum hafa skattar á þessa hópa lækkað vegna breytinga ríkisstjórnarinnar á fjármagnstekjuskatti. Samhliða hækkun skatthlutfallsins í 20 prósent var innleitt frítekjumark að upphæð 100.000 kr á ári fyrir einstaklinga og 200.000 kr fyrir hjón. Í tíð sjálfstæðismanna höfðu vaxtatekjur af bankainnstæðum alls almennings verið skattlagðar frá fyrstu krónu. Öllum almennum sparnaði, ekki síst hjá börnum og unglingum, var því hlíft við skattlagningu eftir að ríkisstjórn mín hafði breytt skattkerfinu ólíkt því sem áður var í tíð Sjálfstæðisflokksins. Nú er reyndin sú að ríkir fjármagnseigendur greiða bróðurpartinn af þeim fjármagnstekjuskatti sem innheimtur er í landinu. Matthías ætti einnig að íhuga hvaða sögu eftirfarandi staðreyndir segja um það þjóðfélag sem við búum nú í. Árið 2010 var fjármagnstekjuskattur lagður á tæplega 183 þúsund einstaklinga. Á síðasta ári var fjármagnstekjuskattur lagður á rétt um 47 þúsund einstaklinga. Á einu ári fækkaði þeim sem greiddu fjármagnstekjuskatt um 136 þúsund, ekki síst vegna þess skattfrelsis sem núverandi ríkisstjórn innleiddi fyrir allan minniháttar sparnað, m.a. hjá börnum og unglingum. Við jafnaðar- og vinstrimenn, sem nú stýrum landinu, beitum skattkerfinu gegn ójöfnuðinum sem flokkur Matthíasar stuðlaði að árum saman með ívilnandi hætti fyrir hina ríku. Við erum stolt af því að hafa snúið af óheillabraut ójöfnuðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum, ritaði grein sem birt var á þessum stað í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni „Ríkisstjórn Jóhönnu og skattpíning barna". Það er rétt hjá Matthíasi að ég hef á löngum stjórnmálaferli fjallað um skattlagningu barna. Má þar nefnda hróplegt óréttlæti sem fólst í því að fyrir meira en áratug í tíð sjálfstæðismanna greiddu 15 ára unglingar fjórfalt hærri skatt af tekjum sínum en 16 ára unglingar vegna undarlegra skattareglna. Það er hins vegar alrangt hjá Matthíasi að ríkisstjórn mín hafi staðið fyrir hækkun á sköttum barna og unglinga eða almennings yfirleitt þegar kemur að vaxtatekjum af bankabókum og innstæðum í fjármálastofnunum. Reyndar má fullyrða að í langflestum tilvikum hafa skattar á þessa hópa lækkað vegna breytinga ríkisstjórnarinnar á fjármagnstekjuskatti. Samhliða hækkun skatthlutfallsins í 20 prósent var innleitt frítekjumark að upphæð 100.000 kr á ári fyrir einstaklinga og 200.000 kr fyrir hjón. Í tíð sjálfstæðismanna höfðu vaxtatekjur af bankainnstæðum alls almennings verið skattlagðar frá fyrstu krónu. Öllum almennum sparnaði, ekki síst hjá börnum og unglingum, var því hlíft við skattlagningu eftir að ríkisstjórn mín hafði breytt skattkerfinu ólíkt því sem áður var í tíð Sjálfstæðisflokksins. Nú er reyndin sú að ríkir fjármagnseigendur greiða bróðurpartinn af þeim fjármagnstekjuskatti sem innheimtur er í landinu. Matthías ætti einnig að íhuga hvaða sögu eftirfarandi staðreyndir segja um það þjóðfélag sem við búum nú í. Árið 2010 var fjármagnstekjuskattur lagður á tæplega 183 þúsund einstaklinga. Á síðasta ári var fjármagnstekjuskattur lagður á rétt um 47 þúsund einstaklinga. Á einu ári fækkaði þeim sem greiddu fjármagnstekjuskatt um 136 þúsund, ekki síst vegna þess skattfrelsis sem núverandi ríkisstjórn innleiddi fyrir allan minniháttar sparnað, m.a. hjá börnum og unglingum. Við jafnaðar- og vinstrimenn, sem nú stýrum landinu, beitum skattkerfinu gegn ójöfnuðinum sem flokkur Matthíasar stuðlaði að árum saman með ívilnandi hætti fyrir hina ríku. Við erum stolt af því að hafa snúið af óheillabraut ójöfnuðarins.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun