Orkuverð og almannahagur Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöldum falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raforku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíðinni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raforkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinberlega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raforku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratugum en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforkukerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Noregi töluvert, norskum almenningi til hagsbóta, því þeir fá auðlindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórnvaldsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforkufyrirtækjanna á Íslandi er í opinberri eigu og um 80% raforkunnar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orkuverð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opinberri eigu. Því þá á almenningur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auðlindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylkingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í framtíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnaðar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga möguleika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einkavæða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöldum falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raforku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíðinni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raforkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinberlega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raforku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratugum en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforkukerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Noregi töluvert, norskum almenningi til hagsbóta, því þeir fá auðlindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórnvaldsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforkufyrirtækjanna á Íslandi er í opinberri eigu og um 80% raforkunnar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orkuverð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opinberri eigu. Því þá á almenningur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auðlindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylkingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í framtíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnaðar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga möguleika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einkavæða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun