Harmur kirkjunnar 5. mars 2012 07:00 Það er auðvelt að afgreiða kirkjuna sem afdankaða og úrelta stofnun. Það á við um fleiri stofnanir í samfélaginu. En líklega er það of auðvelt. Kirkjan hefur hlutverki að gegna þótt skoðanir geti verið skiptar um hvert það hlutverk sé eða hvernig því sé sinnt. Víða um heim er kirkjan öflugur málsvari mannhelgi, frelsis og róttækni, og lætur sig órétt og kúgun varða. Vandi kirkjunnar hér á landi er ekki síst sá að hún hefur alla tíð samsamað sig valdinu og varðstöðunni um það. Á Íslandi hafa valdastéttirnar og kirkjan átt samleið um aldaraðir. Það vill stundum gleymast hversu stutt er síðan fyrsta konan var vígð til prests hér landi. Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut vígslu árið 1974 og ruddi leiðina fyrir þann fjölda kvenna sem nú gegnir prestsembætti. Valdastöðurnar í þjóðkirkjunni endurspegla hins vegar ekki þessa staðreynd. Í þeim skilningi er kirkjan á sama stað og Alþingi var í upphafi níunda áratugarins. Til skamms tíma gat ekkert rofið samstöðu valdastéttarinnar og kirkjunnar. Nú hafa hins vegar vaknað vonir um nýja tíma. Konurnar sem árum saman knúðu dyra hafa fengið áheyrn, vonum seinna, hjá æðstu embættismönnum kirkjunnar. Bjartsýnismanneskja gæti leyft sér að vona að hlustun verði framvegis jafn mikilvæg og boðun hjá þjónum kirkjunnar. Kannski er samstaðan með valdinu víkjandi eftir allt saman? Því miður bendir ekki margt til þess. Á síðasta ári átti kirkjunnar fólk kost á því að kjósa séra Sigrúnu Óskarsdóttur til vígslubiskups í Skálholti. Konu og femínista, sem er framsækinn sóknarprestur í Reykjavík, málsvari réttinda samkynhneigðra innan kirkjunnar og merkisberi alls þess sem prýtt getur kirkju sem vill gegna samfélagslegu hlutverki sínu af alvöru og víðsýni. En kirkjunnar fólk skynjaði ekki sinn vitjunartíma. Biskupskjör stendur fyrir dyrum. Séra Sigríður Guðmarsdóttir er í framboði. Kona, femínisti og framsækinn prestur. Hvað gerir kirkjunnar fólk? Kýs það áframhaldandi varðstöðu með valdinu eða nýja tíma í aldagamalli stofnun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að afgreiða kirkjuna sem afdankaða og úrelta stofnun. Það á við um fleiri stofnanir í samfélaginu. En líklega er það of auðvelt. Kirkjan hefur hlutverki að gegna þótt skoðanir geti verið skiptar um hvert það hlutverk sé eða hvernig því sé sinnt. Víða um heim er kirkjan öflugur málsvari mannhelgi, frelsis og róttækni, og lætur sig órétt og kúgun varða. Vandi kirkjunnar hér á landi er ekki síst sá að hún hefur alla tíð samsamað sig valdinu og varðstöðunni um það. Á Íslandi hafa valdastéttirnar og kirkjan átt samleið um aldaraðir. Það vill stundum gleymast hversu stutt er síðan fyrsta konan var vígð til prests hér landi. Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut vígslu árið 1974 og ruddi leiðina fyrir þann fjölda kvenna sem nú gegnir prestsembætti. Valdastöðurnar í þjóðkirkjunni endurspegla hins vegar ekki þessa staðreynd. Í þeim skilningi er kirkjan á sama stað og Alþingi var í upphafi níunda áratugarins. Til skamms tíma gat ekkert rofið samstöðu valdastéttarinnar og kirkjunnar. Nú hafa hins vegar vaknað vonir um nýja tíma. Konurnar sem árum saman knúðu dyra hafa fengið áheyrn, vonum seinna, hjá æðstu embættismönnum kirkjunnar. Bjartsýnismanneskja gæti leyft sér að vona að hlustun verði framvegis jafn mikilvæg og boðun hjá þjónum kirkjunnar. Kannski er samstaðan með valdinu víkjandi eftir allt saman? Því miður bendir ekki margt til þess. Á síðasta ári átti kirkjunnar fólk kost á því að kjósa séra Sigrúnu Óskarsdóttur til vígslubiskups í Skálholti. Konu og femínista, sem er framsækinn sóknarprestur í Reykjavík, málsvari réttinda samkynhneigðra innan kirkjunnar og merkisberi alls þess sem prýtt getur kirkju sem vill gegna samfélagslegu hlutverki sínu af alvöru og víðsýni. En kirkjunnar fólk skynjaði ekki sinn vitjunartíma. Biskupskjör stendur fyrir dyrum. Séra Sigríður Guðmarsdóttir er í framboði. Kona, femínisti og framsækinn prestur. Hvað gerir kirkjunnar fólk? Kýs það áframhaldandi varðstöðu með valdinu eða nýja tíma í aldagamalli stofnun?
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun