Hjólin snúast Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. mars 2012 06:00 Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eftir hrun fjölgaði stórkostlega í hópi úrtöluradda og það verulega á hlut bjartsýnisspámanna góðæristímans. Báðar fylkingar eiga það þó sammerkt að málflutningur þeirra er oft einsleitur og innihaldsrýr. Þannig hafa fulltrúar úrtölumanna amast við því að hjól atvinnulífsins fari ekki í gang og hér sé enginn hagvöxtur. Nú er raunin önnur eins og tölur Hagstofunnar sýna en þá tekur við nýr sálmur sömu manna um að hagvöxturinn sé ekki sú tegund af hagvexti sem þeir helst kjósa þar sem hann sé drifinn af einkaneyslu. Þó að rétt sé að einkaneyslan hafi aukist dróst hún verulega saman á árunum 2009 og 2010. Þegar rýnt er í tölurnar sést að einkaneyslan skýrir ekki vöxtinn í hagkerfinu ein og sér heldur hefur útflutningur reynst kraftmeiri og fjárfesting aukist verulega. Hagvaxtarhorfur á yfirstandandi ári eru vel viðunandi, ekki síst þegar horft er til hins alþjóðlega ástands. Vöxtur hagkerfisins á Íslandi er athyglisverður í alþjóðlegum samanburði. Þannig eykst landsframleiðslan um 4,4% á þriðja ársfjórðungi og um 1,9% á fjórða ársfjórðungi en báðir þessir ársfjórðungar eru hærri en í öllum löndum ESB, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum og Japan. Bendir þetta til þess að á meðan Ísland er að ná sér út úr kreppunni eru mörg ríki enn að kljást við neikvæð hagvaxtaráhrif hennar. Þó ber að hafa í huga að viðvarandi kreppa í helstu viðskiptalöndum okkar getur haft neikvæð áhrif á þróun mála hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eftir hrun fjölgaði stórkostlega í hópi úrtöluradda og það verulega á hlut bjartsýnisspámanna góðæristímans. Báðar fylkingar eiga það þó sammerkt að málflutningur þeirra er oft einsleitur og innihaldsrýr. Þannig hafa fulltrúar úrtölumanna amast við því að hjól atvinnulífsins fari ekki í gang og hér sé enginn hagvöxtur. Nú er raunin önnur eins og tölur Hagstofunnar sýna en þá tekur við nýr sálmur sömu manna um að hagvöxturinn sé ekki sú tegund af hagvexti sem þeir helst kjósa þar sem hann sé drifinn af einkaneyslu. Þó að rétt sé að einkaneyslan hafi aukist dróst hún verulega saman á árunum 2009 og 2010. Þegar rýnt er í tölurnar sést að einkaneyslan skýrir ekki vöxtinn í hagkerfinu ein og sér heldur hefur útflutningur reynst kraftmeiri og fjárfesting aukist verulega. Hagvaxtarhorfur á yfirstandandi ári eru vel viðunandi, ekki síst þegar horft er til hins alþjóðlega ástands. Vöxtur hagkerfisins á Íslandi er athyglisverður í alþjóðlegum samanburði. Þannig eykst landsframleiðslan um 4,4% á þriðja ársfjórðungi og um 1,9% á fjórða ársfjórðungi en báðir þessir ársfjórðungar eru hærri en í öllum löndum ESB, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum og Japan. Bendir þetta til þess að á meðan Ísland er að ná sér út úr kreppunni eru mörg ríki enn að kljást við neikvæð hagvaxtaráhrif hennar. Þó ber að hafa í huga að viðvarandi kreppa í helstu viðskiptalöndum okkar getur haft neikvæð áhrif á þróun mála hér.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun