Ungt fólk í fókus hjá Samfylkingunni Jóhanna Sigurðardóttir, Dagur B. Eggertsson og Guðrún Jóna Jónsdóttir og Ásþór Sævar Ásþórsson skrifa 10. mars 2012 12:15 Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð. Það hefur verið sýn ungs Samfylkingarfólks og flokksins í heild að til að ungt fólk öðlist trú á framtíðinni þurfum við að skapa samfélag sem býður því fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og almennt góð lífskjör. Það á að vera spennandi að búa á Íslandi – en lífskjörin verða einnig að vera sambærileg við nágrannaríkin þannig að ungt fólk sjái fram á að geta séð sér farborða, eignast heimili og fjölskyldu og tekið virkan þátt í samfélaginu. Samfylkingin leggur áherslu á að samfélagið fjárfesti í ungu fólki og allir hafi aðgang að menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylkingin vinnur jafnframt að tillögum til að tryggja betur hagfellt umhverfi fyrir barnafólk. Samfylkingin vill vinna að því að atvinnutækifæri verði næg og spennandi til að svara kröfum nýrrar kynslóðar og jafnframt þurfi húsnæðismarkaðurinn að vera fjölbreytilegri og bjóða upp á öruggar lausnir og leigumarkað fyrir þá sem vilja leigja. Aðgerðaáætluninni er ætlað að varða leiðina að þessum markmiðum. Það er von okkar að sem flest ungt fólk þekkist boðið og sláist í hóp jafnaðarmanna af öllu landinu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, laugardag, og taki þátt í að finna bestu leiðirnar fyrir Ísland og leggja grunn að framtíðinni með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð. Það hefur verið sýn ungs Samfylkingarfólks og flokksins í heild að til að ungt fólk öðlist trú á framtíðinni þurfum við að skapa samfélag sem býður því fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og almennt góð lífskjör. Það á að vera spennandi að búa á Íslandi – en lífskjörin verða einnig að vera sambærileg við nágrannaríkin þannig að ungt fólk sjái fram á að geta séð sér farborða, eignast heimili og fjölskyldu og tekið virkan þátt í samfélaginu. Samfylkingin leggur áherslu á að samfélagið fjárfesti í ungu fólki og allir hafi aðgang að menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylkingin vinnur jafnframt að tillögum til að tryggja betur hagfellt umhverfi fyrir barnafólk. Samfylkingin vill vinna að því að atvinnutækifæri verði næg og spennandi til að svara kröfum nýrrar kynslóðar og jafnframt þurfi húsnæðismarkaðurinn að vera fjölbreytilegri og bjóða upp á öruggar lausnir og leigumarkað fyrir þá sem vilja leigja. Aðgerðaáætluninni er ætlað að varða leiðina að þessum markmiðum. Það er von okkar að sem flest ungt fólk þekkist boðið og sláist í hóp jafnaðarmanna af öllu landinu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, laugardag, og taki þátt í að finna bestu leiðirnar fyrir Ísland og leggja grunn að framtíðinni með okkur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar