Velferðarþjónusta öryggis, virðingar og mannréttinda Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar tók af miklum myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkennilegri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög eins og skóla- og uppeldisstofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftiráskýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifamiklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utangarðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem nauðsynlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar tók af miklum myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkennilegri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög eins og skóla- og uppeldisstofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftiráskýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifamiklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utangarðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem nauðsynlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun