Barcelona er of sterkt fyrir Milan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Augu margra verða á Zlatan Ibrahimovic er hann mætir sínu gamla félagi á ný. Mynd/Nordic Photos/Getty Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign AC Milan og Barcelona. Þarna mætast tvö af stærstu knattspyrnuveldum Evrópu. „Bæði lið hafa verið að spila vel upp á síðkastið og Milan er komið á toppinn á Ítalíu. Barca er þó á siglingu og Messi er með sýningu í hverjum leik. Ég held að Barcelona taki þetta og ekki síst þar sem þeir eru úr leik í baráttunni á Spáni og leggja ofuráherslu á þessa keppni," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni. „Barca og Milan léku saman í riðlakeppninni og þar náði Milan óvænt jafntefli á Spáni en Barca vann á Ítalíu og sýndi að það er sterkara," segir Heimir, en hvað með Milan-liðið? Það sýndi frábæran fyrri leik gegn Arsenal en var svo hræðilegt í seinni leiknum. „Þeir virðast ekkert hafa lært af sögunni er þeir féllu út gegn Deportivo á sínum tíma og svo leikurinn frægi gegn Liverpool í Tyrklandi. Það sýnir að það vantar stöðugleika í Milan-liðið. Þeir ætluðu að taka Arsenal með vinstri og það er aldrei hægt í Meistaradeildinni." Svíinn Zlatan Ibrahimovic fær enn og aftur tækifæri í þessum leikjum til þess að sýna Barca hverju þeir eru að missa af. Það hefur ekki alltaf gengið vel. „Hann á ekki alltaf sína bestu leiki í stóru leikjunum en lék vel í fyrri leiknum gegn Arsenal. Hann passaði ekki inn í kerfi Barcelona enda ekki til í að hlaupa mikið. Leikur þeirra gengur út á að vinna boltann strax aftur með hlaupum. Það var ekki fyrir hann og er svo að senda pillur á Guardiola sem ég hef aldrei skilið. Guradiola er að þjálfa besta félagslið frá upphafi og dapurt að Zlatan sé að þenja sig." Heimir segir að Real Madrid og FC Bayern eigi nokkuð greiða leið í undanúrslitin en býst við því að Chelsea lendi í vandræðum. „Real Madrid er númeri of stórt fyrir APOEL. Bayern klárar Marseille án mikilla vandræða. Chelsea gegn Benfica verður hörkuviðureign. Benfica er með flott lið og Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í vetur. Portúgalska liðið á vel að geta strítt Chelsea." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign AC Milan og Barcelona. Þarna mætast tvö af stærstu knattspyrnuveldum Evrópu. „Bæði lið hafa verið að spila vel upp á síðkastið og Milan er komið á toppinn á Ítalíu. Barca er þó á siglingu og Messi er með sýningu í hverjum leik. Ég held að Barcelona taki þetta og ekki síst þar sem þeir eru úr leik í baráttunni á Spáni og leggja ofuráherslu á þessa keppni," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni. „Barca og Milan léku saman í riðlakeppninni og þar náði Milan óvænt jafntefli á Spáni en Barca vann á Ítalíu og sýndi að það er sterkara," segir Heimir, en hvað með Milan-liðið? Það sýndi frábæran fyrri leik gegn Arsenal en var svo hræðilegt í seinni leiknum. „Þeir virðast ekkert hafa lært af sögunni er þeir féllu út gegn Deportivo á sínum tíma og svo leikurinn frægi gegn Liverpool í Tyrklandi. Það sýnir að það vantar stöðugleika í Milan-liðið. Þeir ætluðu að taka Arsenal með vinstri og það er aldrei hægt í Meistaradeildinni." Svíinn Zlatan Ibrahimovic fær enn og aftur tækifæri í þessum leikjum til þess að sýna Barca hverju þeir eru að missa af. Það hefur ekki alltaf gengið vel. „Hann á ekki alltaf sína bestu leiki í stóru leikjunum en lék vel í fyrri leiknum gegn Arsenal. Hann passaði ekki inn í kerfi Barcelona enda ekki til í að hlaupa mikið. Leikur þeirra gengur út á að vinna boltann strax aftur með hlaupum. Það var ekki fyrir hann og er svo að senda pillur á Guardiola sem ég hef aldrei skilið. Guradiola er að þjálfa besta félagslið frá upphafi og dapurt að Zlatan sé að þenja sig." Heimir segir að Real Madrid og FC Bayern eigi nokkuð greiða leið í undanúrslitin en býst við því að Chelsea lendi í vandræðum. „Real Madrid er númeri of stórt fyrir APOEL. Bayern klárar Marseille án mikilla vandræða. Chelsea gegn Benfica verður hörkuviðureign. Benfica er með flott lið og Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í vetur. Portúgalska liðið á vel að geta strítt Chelsea."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira