Þráhyggja sjálfstæðismanna Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2012 06:00 Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn" með því að leggja fjármagnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár innstæður, reiknaða vexti og skatt á upphæðirnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði" stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagnstekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekjumarkið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagnstekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþjánar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekjumarkið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opinber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 prósent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn" með því að leggja fjármagnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár innstæður, reiknaða vexti og skatt á upphæðirnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði" stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagnstekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekjumarkið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagnstekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþjánar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekjumarkið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opinber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 prósent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun