Ég er rasisti Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 21. mars 2012 06:00 Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur. Hver er rasisti? „Ekki ég, ekki ég," segjum við. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð. Það er allt eins hægt að tala um að mannkynið skiptist í „kynþættina" mjóir og feitir eins og svartir og hvítir. Kynþættir eru flokkunartæki sem við bjuggum sjálf til, ekki guð eða náttúruvalið. Við getum alveg eins trúað því að karlinn búi í tunglinu og grænir menn á Mars. Í menningunni lifir hins vegar góðu lífi sú trú að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi. Hún gerði það þó ekki alltaf. Á 15. og 16. öld lýstu evrópskir ferðamenn afrískum gestgjöfum sínum eins og sínum líkum. Afríkubúar voru hundrað prósent manneskjur, rétt eins og Evrópubúar. Það var ekki fyrr en síðar sem Evrópa eignaði Afríku skort á siðferði og greind. Þá var Evrópa farin að græða á þrælahaldi og það þurfti að réttlæta grimmdina með því að líkja öðru fólki við eitthvað ögn réttlausara en „skynlausar skepnur". Afrískir þrælasalar notuðu aðra flokkun í æðri og óæðri en það var húðlitsflokkunin í „kynþætti" sem hafði sigur. Hún varð eitt útbreiddasta líkan að hatri á öðrum sem hefur viðgengist undanfarin árhundruð og fram á okkar daga. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð leysa reglulega orðið „rasismi" af hólmi í almennri umræðu. Ekki þykir par fínt að vera rasisti. Rasismi verður því neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um „málefni innflytjenda" og „nýbúa" með hugtökum á borð við „þjóðernishópar" og „menning" en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson heitinn spáði því fyrir áratug að nýr rasismi væri í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast ... og eigum eftir að nota í æ meira mæli, sagði Fredrickson. Já, rasisminn er seigt kvikindi. Hann lagar sig að breyttum aðstæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við flest lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með myndum af ólíku fólki: „These guys, they're your neighbours. They're not going away." Leiðin til að lifa saman byrjar á því að tala saman. Vandamál rasískra samfélaga eru ekki „niggarar, útlendingsdjöflar, tæjur og arabafífl" (allt orð sem ég hef heyrt á Íslandi) heldur rasistar. Mörg erum við svo ekkert að velta því fyrir okkur að við búum í rasísku samfélagi og að við verðum að ræða saman um það. Ef við ætlum að lifa af. Ég hef búið í bullandi rasísku samfélagi erlendis. Ástandið er skárra hér á yfirborðinu. En það þarf ekki nema eitt klór til að hveragufan brjóti sér leið gegnum skorpuna og allt fari á fullt stím. Ætli Fredrickson hafi haft rétt fyrir sér þarna um árið, með trúarbrögðin? Finnst okkur múslímar hafa sama tilverurétt á Íslandi og við hin? Nú vantar okkur litlar gular hænur, svona 300 þúsund talsins, sem eru til í að segja: „Jæja þá, ókei, ég er rasisti. Hvað get ég svo gert í því?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur. Hver er rasisti? „Ekki ég, ekki ég," segjum við. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð. Það er allt eins hægt að tala um að mannkynið skiptist í „kynþættina" mjóir og feitir eins og svartir og hvítir. Kynþættir eru flokkunartæki sem við bjuggum sjálf til, ekki guð eða náttúruvalið. Við getum alveg eins trúað því að karlinn búi í tunglinu og grænir menn á Mars. Í menningunni lifir hins vegar góðu lífi sú trú að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi. Hún gerði það þó ekki alltaf. Á 15. og 16. öld lýstu evrópskir ferðamenn afrískum gestgjöfum sínum eins og sínum líkum. Afríkubúar voru hundrað prósent manneskjur, rétt eins og Evrópubúar. Það var ekki fyrr en síðar sem Evrópa eignaði Afríku skort á siðferði og greind. Þá var Evrópa farin að græða á þrælahaldi og það þurfti að réttlæta grimmdina með því að líkja öðru fólki við eitthvað ögn réttlausara en „skynlausar skepnur". Afrískir þrælasalar notuðu aðra flokkun í æðri og óæðri en það var húðlitsflokkunin í „kynþætti" sem hafði sigur. Hún varð eitt útbreiddasta líkan að hatri á öðrum sem hefur viðgengist undanfarin árhundruð og fram á okkar daga. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð leysa reglulega orðið „rasismi" af hólmi í almennri umræðu. Ekki þykir par fínt að vera rasisti. Rasismi verður því neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um „málefni innflytjenda" og „nýbúa" með hugtökum á borð við „þjóðernishópar" og „menning" en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson heitinn spáði því fyrir áratug að nýr rasismi væri í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast ... og eigum eftir að nota í æ meira mæli, sagði Fredrickson. Já, rasisminn er seigt kvikindi. Hann lagar sig að breyttum aðstæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við flest lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með myndum af ólíku fólki: „These guys, they're your neighbours. They're not going away." Leiðin til að lifa saman byrjar á því að tala saman. Vandamál rasískra samfélaga eru ekki „niggarar, útlendingsdjöflar, tæjur og arabafífl" (allt orð sem ég hef heyrt á Íslandi) heldur rasistar. Mörg erum við svo ekkert að velta því fyrir okkur að við búum í rasísku samfélagi og að við verðum að ræða saman um það. Ef við ætlum að lifa af. Ég hef búið í bullandi rasísku samfélagi erlendis. Ástandið er skárra hér á yfirborðinu. En það þarf ekki nema eitt klór til að hveragufan brjóti sér leið gegnum skorpuna og allt fari á fullt stím. Ætli Fredrickson hafi haft rétt fyrir sér þarna um árið, með trúarbrögðin? Finnst okkur múslímar hafa sama tilverurétt á Íslandi og við hin? Nú vantar okkur litlar gular hænur, svona 300 þúsund talsins, sem eru til í að segja: „Jæja þá, ókei, ég er rasisti. Hvað get ég svo gert í því?"
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun