Perlan, sýninga- og safnahús Sigurjón Jóhannsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Perlan, eitt af höfuðkennileitum Reykjavíkurborgar, var upphaflega byggð sem útsýnis- og veitingastaður, þaðan sem sjá mátti vítt og breitt yfir og til allra átta. Sem slíkur áfangastaður hefur Perlan notið mikilla vinsælda og dregið að sér sæg gesta og ferðamanna allt frá opnun. Hins vegar virðist rýmið undir útsýnisskífunni ekki hafa öðru hlutverki að þjóna en aðgenginu að útsýni og veitingum. Lofthæðin þarna er yfir 10 m og svæðið rammað inn af hitaveitugeymum Orkuveitunnar sem mynda við það ríflega 700 fm gólfflöt. Upphaflega voru hugmyndir um að nota rýmið til samkomu- og viðburðahalds en minna hefur orðið úr því og húsið helst nýtt sem markaðs- og kynningartorg sem samrýmist varla þeim metnaði sem liggur að baki byggingunni. Hvað mundi sóma sér betur í þessum húsakynnum en Náttúruminjasafn Íslands sem hefur verið á meiri og minni hrakhólum í liðlega hálfa öld, allt frá því að það var tekið niður í Safnahúsinu um miðja síðustu öld og sett undir Náttúrufræðistofnun sem skyldi annast sýningahaldið. Í fyrstu var opnuð sýning í húsakynnum hennar við Hlemm í 100 fm sal á 3. hæð árið 1968. Tuttugu árum síðar var ráðist í nýjar og auknar sýningar með opnun tveggja 100 fm sala á 3. og 4. hæð, auk stigagangs og kapp lagt á að koma upp vönduðum sýningum. Þetta var töluvert átak fyrir vísinda- og rannsóknarstofnun sem í eðli sínu gegnir öðru hlutverki en að standa fyrir almennu sýningarhaldi. Ég er kunnugur þessari sögu vegna starfa minna að undirbúningi, hönnun og uppsetningu beggja þessara sýninga. Að auki gerði ég áætlanir um sýningu í ofangreindu rými í Perlunni sem átti að fylgja eftir sýningunum við Hlemm, en því miður varð ekkert úr því. Sýningarnar við Hlemm voru teknar niður og komið fyrir í geymslum, en ný lög um Náttúruminjasafn samþykkt á Alþingi sem ég fagna, þar sem Safnið var gert að sjálfstæðri stofnun sem sýni og kynni íslenska náttúru í nánu samstarfi við aðrar stofnanir sem stunda náttúrurannsóknir s. s. Hafrannsóknastofnun, Veðurstofu, Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun og háskólana. Þörfin fyrir heppilegt húsnæði fyrir Náttúruminjasafn verður brýnni með hverju árinu sem líður og jafnframt vandræðalegri með sívaxandi ferðamannastraumi. Í Perluna kemur árlega þorri þeirra ferðamanna sem til landsins koma. Hún er eitt af helstu kennileitum Borgarinnar og útsýnisstaður. Væri nokkuð heppilegra en að þessi útsýnisstaður byði upp á sýningarhald um náttúru landsins og jarðfræði, grundvöll þeirrar sjálfbæru orku sem við erum svo hreykin af. Hér mætti koma fyrir tilkomumiklum sýningum á helstu þáttum íslenskrar náttúru, s. s. lífríki sjávar, fuglabyggð og varpstöðvum, eldvirkni, gosstöðvum o.s.frv. Með þessu móti mundi miðrýmið öðlast hlutverk ekki ósvipað því sem Ráðhúsið hefur áunnið sér með Íslandslíkaninu sem er gott dæmi um sýningarhald sem hefur tekist vel. Um tíu ára bil hefur Sögusafnið verið til húsa í Perunni og sýnt svipmyndir frá sögu þjóðarinnar og bókmenntum, vinsæll og fjölsóttur ferðamannastaður sem með áunninni reynslu og árangri ætti að vera öðru sýningarhaldi hvatning og lyftistöng, hljóti þessar hugmyndir brautargengi sem hér eru til umfjöllunar og hafa komið fram af og til frá því fyrir aldamót. Með því að taka Perluna undir Náttúruminjasafn mætti leysa tilvistarvanda Náttúruminjasafns, nýta reynslu Sögusafnsins, halda Perlunni í opinberri eigu og styrkja áform um Öskjuhlíð sem öflugt útivistarsvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Perlan, eitt af höfuðkennileitum Reykjavíkurborgar, var upphaflega byggð sem útsýnis- og veitingastaður, þaðan sem sjá mátti vítt og breitt yfir og til allra átta. Sem slíkur áfangastaður hefur Perlan notið mikilla vinsælda og dregið að sér sæg gesta og ferðamanna allt frá opnun. Hins vegar virðist rýmið undir útsýnisskífunni ekki hafa öðru hlutverki að þjóna en aðgenginu að útsýni og veitingum. Lofthæðin þarna er yfir 10 m og svæðið rammað inn af hitaveitugeymum Orkuveitunnar sem mynda við það ríflega 700 fm gólfflöt. Upphaflega voru hugmyndir um að nota rýmið til samkomu- og viðburðahalds en minna hefur orðið úr því og húsið helst nýtt sem markaðs- og kynningartorg sem samrýmist varla þeim metnaði sem liggur að baki byggingunni. Hvað mundi sóma sér betur í þessum húsakynnum en Náttúruminjasafn Íslands sem hefur verið á meiri og minni hrakhólum í liðlega hálfa öld, allt frá því að það var tekið niður í Safnahúsinu um miðja síðustu öld og sett undir Náttúrufræðistofnun sem skyldi annast sýningahaldið. Í fyrstu var opnuð sýning í húsakynnum hennar við Hlemm í 100 fm sal á 3. hæð árið 1968. Tuttugu árum síðar var ráðist í nýjar og auknar sýningar með opnun tveggja 100 fm sala á 3. og 4. hæð, auk stigagangs og kapp lagt á að koma upp vönduðum sýningum. Þetta var töluvert átak fyrir vísinda- og rannsóknarstofnun sem í eðli sínu gegnir öðru hlutverki en að standa fyrir almennu sýningarhaldi. Ég er kunnugur þessari sögu vegna starfa minna að undirbúningi, hönnun og uppsetningu beggja þessara sýninga. Að auki gerði ég áætlanir um sýningu í ofangreindu rými í Perlunni sem átti að fylgja eftir sýningunum við Hlemm, en því miður varð ekkert úr því. Sýningarnar við Hlemm voru teknar niður og komið fyrir í geymslum, en ný lög um Náttúruminjasafn samþykkt á Alþingi sem ég fagna, þar sem Safnið var gert að sjálfstæðri stofnun sem sýni og kynni íslenska náttúru í nánu samstarfi við aðrar stofnanir sem stunda náttúrurannsóknir s. s. Hafrannsóknastofnun, Veðurstofu, Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun og háskólana. Þörfin fyrir heppilegt húsnæði fyrir Náttúruminjasafn verður brýnni með hverju árinu sem líður og jafnframt vandræðalegri með sívaxandi ferðamannastraumi. Í Perluna kemur árlega þorri þeirra ferðamanna sem til landsins koma. Hún er eitt af helstu kennileitum Borgarinnar og útsýnisstaður. Væri nokkuð heppilegra en að þessi útsýnisstaður byði upp á sýningarhald um náttúru landsins og jarðfræði, grundvöll þeirrar sjálfbæru orku sem við erum svo hreykin af. Hér mætti koma fyrir tilkomumiklum sýningum á helstu þáttum íslenskrar náttúru, s. s. lífríki sjávar, fuglabyggð og varpstöðvum, eldvirkni, gosstöðvum o.s.frv. Með þessu móti mundi miðrýmið öðlast hlutverk ekki ósvipað því sem Ráðhúsið hefur áunnið sér með Íslandslíkaninu sem er gott dæmi um sýningarhald sem hefur tekist vel. Um tíu ára bil hefur Sögusafnið verið til húsa í Perunni og sýnt svipmyndir frá sögu þjóðarinnar og bókmenntum, vinsæll og fjölsóttur ferðamannastaður sem með áunninni reynslu og árangri ætti að vera öðru sýningarhaldi hvatning og lyftistöng, hljóti þessar hugmyndir brautargengi sem hér eru til umfjöllunar og hafa komið fram af og til frá því fyrir aldamót. Með því að taka Perluna undir Náttúruminjasafn mætti leysa tilvistarvanda Náttúruminjasafns, nýta reynslu Sögusafnsins, halda Perlunni í opinberri eigu og styrkja áform um Öskjuhlíð sem öflugt útivistarsvæði.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun