Athugasemdir við grein Marðar Árnasonar Jakob Björnsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu „Orkan er takmörkuð auðlind". Ástæða er til að gera athugasemdir við sumt í þessari grein Marðar. Hann segir: „Orkan frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind". Þetta orðalag má auðveldlega skilja svo að orkan gangi til þurrðar eins og eldsneyti úr jörðu, kol, olía og jarðgas. Svo er ekki eins og allir vita, og líklega meinar Mörður það ekki heldur þótt hann komist svona óheppilega að orði. Samt herðir hann á þessu orðalagi með því að segja: „Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1955-69 – og erum þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg." Þetta er auðvitað fjarstæða. Orka frá Búrfellsvirkjun hefur ekkert minnkað, hvað þá að hún sé „búin". Orkulindir okkar eru varanlegar; ganga ekki til þurrðar þótt nýttar séu eins og orka úr eldsneyti. Eldsneyti endurnýjast ekki. Þetta á einnig við um jarðvarma. Því eru hins vegar takmörk sett hversu hratt við getum nýtt hann. Þau takmörk ráðast af því hversu hratt jarðvarminn berst með leiðslu frá dýpri lögum jarðar til vatnsberandi jarðlaga nálægt yfirborði. Það ræðst af jarðfræði hvers vinnslusvæðis. Einungis reynslan sker úr um það. Þessu er öðruvísi farið með vatnsaflsvirkjanir þar sem við getum mælt vatnsrennslið fyrirfram á yfirborði. Þetta er innbyggður ókostur við jarðvarmavirkjanir. Við getum ekki fyrirfram sagt til um möguleg vinnsluafköst þeirra. Höfundur segir: „Við þurfum að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi; stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum." Hér þarf höfundur að temja sér mannasiði í orðfæri. Þrátt fyrir allt er verðið til stóriðju ekki lægra en svo að virkjanir til hennar hafa gert mögulegt að lækka rafmagnsverð til almennings í Reykjavík um 34% að raunvirði á árabilinu 1996-2008. Hitt er svo mál fyrir sig að nær allur ávinningurinn hefur komið almennum notendum, fremur en Landsvirkjun, til góða. Það er pólitísk ákvörðun sem Landsvirkjun er skiljanlega ekki endilega alls kostar sátt við. Raforkuverðið til stóriðju ræðst á alþjóðavettvangi en ekki í einstökum löndum. Ísland hefur þann kost að þar er völ á mikilli ódýrri orku en þann ókost að vera langt frá álmörkuðum. Meðan næg orka úr eldsneyti er fáanleg á lágu verði nálægt álmörkuðum á Ísland erfitt með að fá hátt verð á raforku til áliðnaðar. Við munum varla endurnýja núverandi stóriðjusamninga með óbreyttu verði. Því veldur breytt verðlag raforku í heiminum sem afleiðing af óttanum við loftslagsbreytingar af gróðurhúsaáhrifum. En ávinningur þjóðarbúsins til þessa af raforkusölu til stóriðju er ótvíræður. Þegar vinnsla raforku úr eldsneyti á undir högg að sækja vegna óttans við gróðurhúsaáhrifin og von er á alls konar kostnaðaraukandi hömlum á slíkri vinnslu af þeim sökum í framtíðinni batnar samkeppnisstaða Íslands stórlega. Gott dæmi um þetta er að staðsetning verksmiðju Fjarðaráls á Reyðarfirði fremur en í kolaorkulandi sparar andrúmslofti jarðar meiri koltvísýring en nemur allri losun Íslendinga á CO2 frá bílum og skipum á árinu 2006. Í heimi sem óttast gróðurhúsaáhrif hefur þetta áhrif á orkuverðið Íslandi í hag sem vegur á móti óhagræði af legu landsins langt frá álmörkuðum. Og meira en það. Við þetta bætist ótti álframleiðenda við frekari kostnaðaríþyngjandi ráðstafanir í framtíðinni á vinnslu raforku úr eldsneyti. Sá ótti auðveldar Íslendingum enn frekar viðleitnina til að fá hærra raforkuverð til álvinnslu og raforkufreka notendur til landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Orkan er takmörkuð auðlind Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. 17. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu „Orkan er takmörkuð auðlind". Ástæða er til að gera athugasemdir við sumt í þessari grein Marðar. Hann segir: „Orkan frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind". Þetta orðalag má auðveldlega skilja svo að orkan gangi til þurrðar eins og eldsneyti úr jörðu, kol, olía og jarðgas. Svo er ekki eins og allir vita, og líklega meinar Mörður það ekki heldur þótt hann komist svona óheppilega að orði. Samt herðir hann á þessu orðalagi með því að segja: „Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1955-69 – og erum þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg." Þetta er auðvitað fjarstæða. Orka frá Búrfellsvirkjun hefur ekkert minnkað, hvað þá að hún sé „búin". Orkulindir okkar eru varanlegar; ganga ekki til þurrðar þótt nýttar séu eins og orka úr eldsneyti. Eldsneyti endurnýjast ekki. Þetta á einnig við um jarðvarma. Því eru hins vegar takmörk sett hversu hratt við getum nýtt hann. Þau takmörk ráðast af því hversu hratt jarðvarminn berst með leiðslu frá dýpri lögum jarðar til vatnsberandi jarðlaga nálægt yfirborði. Það ræðst af jarðfræði hvers vinnslusvæðis. Einungis reynslan sker úr um það. Þessu er öðruvísi farið með vatnsaflsvirkjanir þar sem við getum mælt vatnsrennslið fyrirfram á yfirborði. Þetta er innbyggður ókostur við jarðvarmavirkjanir. Við getum ekki fyrirfram sagt til um möguleg vinnsluafköst þeirra. Höfundur segir: „Við þurfum að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi; stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum." Hér þarf höfundur að temja sér mannasiði í orðfæri. Þrátt fyrir allt er verðið til stóriðju ekki lægra en svo að virkjanir til hennar hafa gert mögulegt að lækka rafmagnsverð til almennings í Reykjavík um 34% að raunvirði á árabilinu 1996-2008. Hitt er svo mál fyrir sig að nær allur ávinningurinn hefur komið almennum notendum, fremur en Landsvirkjun, til góða. Það er pólitísk ákvörðun sem Landsvirkjun er skiljanlega ekki endilega alls kostar sátt við. Raforkuverðið til stóriðju ræðst á alþjóðavettvangi en ekki í einstökum löndum. Ísland hefur þann kost að þar er völ á mikilli ódýrri orku en þann ókost að vera langt frá álmörkuðum. Meðan næg orka úr eldsneyti er fáanleg á lágu verði nálægt álmörkuðum á Ísland erfitt með að fá hátt verð á raforku til áliðnaðar. Við munum varla endurnýja núverandi stóriðjusamninga með óbreyttu verði. Því veldur breytt verðlag raforku í heiminum sem afleiðing af óttanum við loftslagsbreytingar af gróðurhúsaáhrifum. En ávinningur þjóðarbúsins til þessa af raforkusölu til stóriðju er ótvíræður. Þegar vinnsla raforku úr eldsneyti á undir högg að sækja vegna óttans við gróðurhúsaáhrifin og von er á alls konar kostnaðaraukandi hömlum á slíkri vinnslu af þeim sökum í framtíðinni batnar samkeppnisstaða Íslands stórlega. Gott dæmi um þetta er að staðsetning verksmiðju Fjarðaráls á Reyðarfirði fremur en í kolaorkulandi sparar andrúmslofti jarðar meiri koltvísýring en nemur allri losun Íslendinga á CO2 frá bílum og skipum á árinu 2006. Í heimi sem óttast gróðurhúsaáhrif hefur þetta áhrif á orkuverðið Íslandi í hag sem vegur á móti óhagræði af legu landsins langt frá álmörkuðum. Og meira en það. Við þetta bætist ótti álframleiðenda við frekari kostnaðaríþyngjandi ráðstafanir í framtíðinni á vinnslu raforku úr eldsneyti. Sá ótti auðveldar Íslendingum enn frekar viðleitnina til að fá hærra raforkuverð til álvinnslu og raforkufreka notendur til landsins.
Orkan er takmörkuð auðlind Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. 17. febrúar 2012 06:00
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun