Einelti er kerfisfyrirbæri 24. mars 2012 06:00 Tilefni þessa greinarkorns er vaxandi fjöldi dæma um einelti og vanlíðan á vinnustöðum sem tengist þeim þrengingum sem fylgt hafa í kjölfar bankahrunsins. Það á bæði við á markaði og í stofnunum menntakerfis, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á málþingum, í faglegri umræðu og meðal faghandleiðara ber þessi fyrirbæri æ tíðar á góma. Er það ótrúlegt en satt, að á virtum menningar- og menntastofnunum, sem jafnvel fást sjálfar við þessi mál í kennslu og rannsóknum, birtist eineltisfyrirbærið í sinni skelfilegustu mynd, þannig að þeim sem hlustar á þá reynslu er ofboðið. Það er þörf á opinni samfélagsumræðu – innan og utan stofnana – um þetta mál. Stofnunarbragur snýst um menninguÁ hverjum vinnustað mótast „heimilisandi" eða samskiptabragur hvað varðar háttvísi og tjáskiptaleiðir og aðhald um virðingu og mörk. Hann þróast út frá stjórnunarstíl, markmiðum og starfsháttum viðkomandi stofnunar. Þessu til viðbótar koma áhrif einstakra persóna, styrkleikar þeirra og veikleikar. Á vinnustöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur um afköst og frammistöðu, og samkeppni gætir um viðurkenningu og sess, er meiri hætta á þróun neikvæðra samskiptafyrirbæra. Þar getur m.a. óheft frelsi í orðum og hegðun eins manns sært og vegið að persónuhelgi og mannlegri reisn annars. Við ákveðnar aðstæður, t.d. þegar þrengir að í rekstri fyrirtækja á markaði, fleiri bítast um „brauðin" (stöður) eða framlög minnka til opinberrar velferðarþjónustu (mennta-, menningar-, réttar-, heilbrigðis- og félagskerfa) er oft öryggi og vellíðan starfsfólks ógnað. Séu yfirmenn og stjórnendur ekki vakandi fyrir þessu með viðeigandi viðbrögðum er hættan sú að óöryggið brjótist út í samstarfsmannahópnum, milli laga og í innsta hring. Þetta er menningartengt kerfisfyrirbæri. Ábyrgð stjórnenda og samstarfsfólksÁ sumum vinnustöðum stendur starfsfólki til boða hópfræðsla eða endurmenntun í tengslum við starfið og aðgangur er að trúnaðarlækni eða félagsráðgjafa sem veitir aðstoð þegar starfsmaður glímir við samskiptavanda og vanlíðan eða veikindafjarveru af svipuðum sökum. Stundum tengist það alfarið vinnuaðstæðum, starfssjálfinu, en stundum jafnframt persónulegum aðstæðum í einkalífi, einkasjálfinu. Þetta tvennt er oftast nátengt. Á vinnustöðum þar sem ekki er vettvangur fyrir opna umræðu og einlæg samtöl (e. open dialogue) burðast starfsmenn einir með vanlíðan sína og átta sig jafnvel ekki á hvar skórinn kreppir. Það er í þessu samhengi sem hættumerkin koma fram. Ákveðnir atburðir eða breytingar á vinnustaðnum af fjölbreytilegum - og stundum ólíklegasta – toga geta jafnvel á ófyrirsjáanlegan hátt orðið til þess að einstaklingar sæti niðurlægingu, neikvæðu umtali og séu sniðgengnir eða verði fyrir persónulegri auðmýkingu, einelti eða áreitni af öðru tagi. Þegar einstaklingur verður fyrir slíku vekur það ugg í hópnum og það smitar út frá sér bæði í starfsanda, einbeitingu og afköstum. Til þess að koma í veg fyrir slíka þróun þurfa yfirmenn vinnustaða að halda vöku sinni. Hægt er að koma á laggirnar áætlun um starfsmannastefnu eða skapa vettvang fyrir mótandi umræðuferli um aðstæður á vinnustað. Slík stefna tekur m.a. til vellíðunar starfsmanns og fjölskyldustefnu sem tekur mið af því að starfsmaðurinn á sitt líf utan starfsins og hefur þar skuldbindingar sem stundum getur þurft að taka tillit til í vinnunni, og hún gerir ráð fyrir stuðningskerfi til að styrkja liðsanda og uppbyggilegan stofnunarbrag. Áhrif gagnrýninnar umræðu – hugmyndafræði sem eflir þorÍ vinnustaðaeflingu er handleiðsla eða þróunarstarf oft byggð á kenningum um félagslega samsmíð (e. social constructionalism) sem hefur það að markmiði að pæla í, þróa og miðla hugmyndum og starfsháttum sem efla uppbyggileg og samstarfsstyrkjandi samskiptaferli í mannlegu lífi og starfi, sbr. bandaríska verkefnið Conversation Project (www.jonathanrattner.com/index.php?/selected-works). Hér koma ákveðin hugtök til skjalanna sem snerta samskiptasiðfræði, þ.e. lykilhugtök út frá þríeykinu skynsemi, þekking, mannleg reisn (sbr. www.taosinstitute.net). Þau tengjast siðfræðilegum skuldbindingum í siðrænum samskiptum um félagslega samábyrgð, samræðuskuldbindingu, samábyrgð gagnvart viðeigandi stöðutöku fólks ásamt umræðu um gildi og ítök vinnustaðahópsins og kvöðinni að standa sjálfur að samskiptum sem ábyrgur fulltrúi uppbyggilegra samskipta. LokaorðÓskandi er að stjórnendur og yfirmenn stofnana beri gæfu til að bregðast við og taka á óheppilegum ferlum á vinnustað sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Að skapa farveg fyrir opna umræðu er leið til árangursríkra og uppbyggilegra tjáskipta í öllum mannlegum samskiptakerfum. Kraftefling fólks mótast innan frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarkorns er vaxandi fjöldi dæma um einelti og vanlíðan á vinnustöðum sem tengist þeim þrengingum sem fylgt hafa í kjölfar bankahrunsins. Það á bæði við á markaði og í stofnunum menntakerfis, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á málþingum, í faglegri umræðu og meðal faghandleiðara ber þessi fyrirbæri æ tíðar á góma. Er það ótrúlegt en satt, að á virtum menningar- og menntastofnunum, sem jafnvel fást sjálfar við þessi mál í kennslu og rannsóknum, birtist eineltisfyrirbærið í sinni skelfilegustu mynd, þannig að þeim sem hlustar á þá reynslu er ofboðið. Það er þörf á opinni samfélagsumræðu – innan og utan stofnana – um þetta mál. Stofnunarbragur snýst um menninguÁ hverjum vinnustað mótast „heimilisandi" eða samskiptabragur hvað varðar háttvísi og tjáskiptaleiðir og aðhald um virðingu og mörk. Hann þróast út frá stjórnunarstíl, markmiðum og starfsháttum viðkomandi stofnunar. Þessu til viðbótar koma áhrif einstakra persóna, styrkleikar þeirra og veikleikar. Á vinnustöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur um afköst og frammistöðu, og samkeppni gætir um viðurkenningu og sess, er meiri hætta á þróun neikvæðra samskiptafyrirbæra. Þar getur m.a. óheft frelsi í orðum og hegðun eins manns sært og vegið að persónuhelgi og mannlegri reisn annars. Við ákveðnar aðstæður, t.d. þegar þrengir að í rekstri fyrirtækja á markaði, fleiri bítast um „brauðin" (stöður) eða framlög minnka til opinberrar velferðarþjónustu (mennta-, menningar-, réttar-, heilbrigðis- og félagskerfa) er oft öryggi og vellíðan starfsfólks ógnað. Séu yfirmenn og stjórnendur ekki vakandi fyrir þessu með viðeigandi viðbrögðum er hættan sú að óöryggið brjótist út í samstarfsmannahópnum, milli laga og í innsta hring. Þetta er menningartengt kerfisfyrirbæri. Ábyrgð stjórnenda og samstarfsfólksÁ sumum vinnustöðum stendur starfsfólki til boða hópfræðsla eða endurmenntun í tengslum við starfið og aðgangur er að trúnaðarlækni eða félagsráðgjafa sem veitir aðstoð þegar starfsmaður glímir við samskiptavanda og vanlíðan eða veikindafjarveru af svipuðum sökum. Stundum tengist það alfarið vinnuaðstæðum, starfssjálfinu, en stundum jafnframt persónulegum aðstæðum í einkalífi, einkasjálfinu. Þetta tvennt er oftast nátengt. Á vinnustöðum þar sem ekki er vettvangur fyrir opna umræðu og einlæg samtöl (e. open dialogue) burðast starfsmenn einir með vanlíðan sína og átta sig jafnvel ekki á hvar skórinn kreppir. Það er í þessu samhengi sem hættumerkin koma fram. Ákveðnir atburðir eða breytingar á vinnustaðnum af fjölbreytilegum - og stundum ólíklegasta – toga geta jafnvel á ófyrirsjáanlegan hátt orðið til þess að einstaklingar sæti niðurlægingu, neikvæðu umtali og séu sniðgengnir eða verði fyrir persónulegri auðmýkingu, einelti eða áreitni af öðru tagi. Þegar einstaklingur verður fyrir slíku vekur það ugg í hópnum og það smitar út frá sér bæði í starfsanda, einbeitingu og afköstum. Til þess að koma í veg fyrir slíka þróun þurfa yfirmenn vinnustaða að halda vöku sinni. Hægt er að koma á laggirnar áætlun um starfsmannastefnu eða skapa vettvang fyrir mótandi umræðuferli um aðstæður á vinnustað. Slík stefna tekur m.a. til vellíðunar starfsmanns og fjölskyldustefnu sem tekur mið af því að starfsmaðurinn á sitt líf utan starfsins og hefur þar skuldbindingar sem stundum getur þurft að taka tillit til í vinnunni, og hún gerir ráð fyrir stuðningskerfi til að styrkja liðsanda og uppbyggilegan stofnunarbrag. Áhrif gagnrýninnar umræðu – hugmyndafræði sem eflir þorÍ vinnustaðaeflingu er handleiðsla eða þróunarstarf oft byggð á kenningum um félagslega samsmíð (e. social constructionalism) sem hefur það að markmiði að pæla í, þróa og miðla hugmyndum og starfsháttum sem efla uppbyggileg og samstarfsstyrkjandi samskiptaferli í mannlegu lífi og starfi, sbr. bandaríska verkefnið Conversation Project (www.jonathanrattner.com/index.php?/selected-works). Hér koma ákveðin hugtök til skjalanna sem snerta samskiptasiðfræði, þ.e. lykilhugtök út frá þríeykinu skynsemi, þekking, mannleg reisn (sbr. www.taosinstitute.net). Þau tengjast siðfræðilegum skuldbindingum í siðrænum samskiptum um félagslega samábyrgð, samræðuskuldbindingu, samábyrgð gagnvart viðeigandi stöðutöku fólks ásamt umræðu um gildi og ítök vinnustaðahópsins og kvöðinni að standa sjálfur að samskiptum sem ábyrgur fulltrúi uppbyggilegra samskipta. LokaorðÓskandi er að stjórnendur og yfirmenn stofnana beri gæfu til að bregðast við og taka á óheppilegum ferlum á vinnustað sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Að skapa farveg fyrir opna umræðu er leið til árangursríkra og uppbyggilegra tjáskipta í öllum mannlegum samskiptakerfum. Kraftefling fólks mótast innan frá.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun