Til varnar forsætisráðherra 28. mars 2012 09:00 Þó ég hafi sjálf aldrei hætt mér út á hinn pólitíska vígvöll hef ég fylgst með stjórnmálum frá því ég hafði þroska til. Svo langt man ég þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, full réttlætis til jöfnunar í þjóðfélaginu. Allar götur síðan hef ég fylgst með störfum Jóhönnu og tel að hún hafi aldrei misst sjónar af hugsjón sinni. Því fannst mér sárt að heyra í fréttum að hún nyti aðeins trausts átján prósenta þjóðarinnar. Jóhanna var kosin til að varða veg þjóðarinnar eftir mikið áfall. Hvort allar hennar ákvarðanir hafa verið réttar get ég ekki dæmt um. Hins vegar er ég sannfærð um að þær hafa verið teknar samkvæmt bestu samvisku, miðað við aðstæður. Löng reynsla hefur sýnt að Jóhanna selur ekki sálu sína né heldur lætur hún fals eða fagurgala villa sér sýn. Allir þeir sem staðið hafa andspænis persónulegum harmleik í lífi sínu vita að það tekur ár, áratugi eða jafnvel allt lífið að vinna sig frá áfallinu. Hrunið var stórt áfall fyrir þjóðina og spillingin sem því olli er þjóðarböl sem þarf að uppræta. Það er einmitt sú sýn sem Jóhanna hefur að leiðarljósi þó misjafnlega hafi gengið. Eftir þann tryllta dans sem stiginn var skal enginn efa að tíma muni taka að komast á réttan kjöl og að ýmsir munu bera sár sem seint eða aldrei gróa. Ef við ætlum að rísa upp sem ærleg þjóð skulum við styðja þann leiðtoga sem valinn var til að varða veginn í stað þess að rakka störf hans niður við hvert tækifæri. Það hljóta að vera sameiginlegir hagsmunir okkar allra að land rísi sama hvar í flokki við stöndum. Ef við bregðumst í samstöðunni munum við öll tapa. Það viljum við ekki að gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þó ég hafi sjálf aldrei hætt mér út á hinn pólitíska vígvöll hef ég fylgst með stjórnmálum frá því ég hafði þroska til. Svo langt man ég þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, full réttlætis til jöfnunar í þjóðfélaginu. Allar götur síðan hef ég fylgst með störfum Jóhönnu og tel að hún hafi aldrei misst sjónar af hugsjón sinni. Því fannst mér sárt að heyra í fréttum að hún nyti aðeins trausts átján prósenta þjóðarinnar. Jóhanna var kosin til að varða veg þjóðarinnar eftir mikið áfall. Hvort allar hennar ákvarðanir hafa verið réttar get ég ekki dæmt um. Hins vegar er ég sannfærð um að þær hafa verið teknar samkvæmt bestu samvisku, miðað við aðstæður. Löng reynsla hefur sýnt að Jóhanna selur ekki sálu sína né heldur lætur hún fals eða fagurgala villa sér sýn. Allir þeir sem staðið hafa andspænis persónulegum harmleik í lífi sínu vita að það tekur ár, áratugi eða jafnvel allt lífið að vinna sig frá áfallinu. Hrunið var stórt áfall fyrir þjóðina og spillingin sem því olli er þjóðarböl sem þarf að uppræta. Það er einmitt sú sýn sem Jóhanna hefur að leiðarljósi þó misjafnlega hafi gengið. Eftir þann tryllta dans sem stiginn var skal enginn efa að tíma muni taka að komast á réttan kjöl og að ýmsir munu bera sár sem seint eða aldrei gróa. Ef við ætlum að rísa upp sem ærleg þjóð skulum við styðja þann leiðtoga sem valinn var til að varða veginn í stað þess að rakka störf hans niður við hvert tækifæri. Það hljóta að vera sameiginlegir hagsmunir okkar allra að land rísi sama hvar í flokki við stöndum. Ef við bregðumst í samstöðunni munum við öll tapa. Það viljum við ekki að gerist.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun