Framkvæmdir eða framkvæmdaleysi Sigþór Sigurðsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Samgönguáætlun til fjögurra og tólf ára er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að allra leiða sé leitað til þess að auka framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama tíma og hert gjaldeyrishöft og almennt vantraust á efnahagsstefnu í landinu okkar loka fyrir allar erlendar fjárfestingar sendir stjórnarráðið frá sér fréttatilkynningu um að yfirvofandi séu hundraða milljarða fjárfestingar (sjá www.stjr.is). Upptalningin í fréttinni er dapurleg lesning því annaðhvort er um að ræða verkefni sem þegar er lokið, eru í miðjum klíðum eða hreinlega hefur verið hætt við. Stjórnvöld virðast beita áróðri til að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið þegar staða venjulegra fyrirtækja sem lifað hafa hörmungarnar af hefur aldrei verið verri. Nú eru að verða liðin fjögur ár frá hruni efnahagskerfisins og ríkisstjórnin stingur enn höfðinu í sandinn. Það er skylda stjórnvalda að skapa sæmileg skilyrði til rekstrar, það er skylda stjórnvalda að koma fjárfestingum af stað og það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að fólk og fyrirtæki geti lifað í þessu landi. Ef utanaðkomandi fjárfestingar koma ekki til verður að leita annarra leiða. Hér eru innilokaðar íslenskar krónur sem nema hundruðum milljarða. Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa að fjárfesta fyrir 10 milljarða á mánuði og mega enga peninga flytja úr landi. Á þessu og næsta ári þurfa lífeyrissjóðir að koma 200 milljörðum í vinnu. Sjá stjórnvöld ekki að við erum í vítahring? Nú þarf að bretta upp ermar og koma hlutunum af stað. Ef ekki núna hvenær þá? Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir m.a. að reyna eigi: „til þrautar að finna útfærslur sem gera mögulegt að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á Suðvesturlandi og eftir atvikum víðar, fjármagnaðar með sérstökum hætti." Samtök iðnaðarins hafa tekið undir hugmyndir um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Um er að ræða þær þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. endurbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem hófleg veggjöld standa straum af endurgreiðslu lána og vaxta. Óþarfi er að tíunda rökin vegna tjóna- og slysatíðni. Margoft hefur komið fram að ofangreind verkefni eru arðbær ein og sér og er þá ekki innreiknaður ábati ríkisins af auknum umsvifum í samfélaginu. Hér með er skorað á hæstvirtan innanríkisráðherra að hefja þegar í stað viðræður við lífeyrissjóði landsins á ný um aðkomu þeirra að þjóðhagslega arðbærum og mikilvægum verkefnum. Og ekkert þras um að þetta taki langan tíma. Verkefnið var langt komið þegar ráðherra sló það út af borðinu á síðasta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Samgönguáætlun til fjögurra og tólf ára er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að allra leiða sé leitað til þess að auka framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama tíma og hert gjaldeyrishöft og almennt vantraust á efnahagsstefnu í landinu okkar loka fyrir allar erlendar fjárfestingar sendir stjórnarráðið frá sér fréttatilkynningu um að yfirvofandi séu hundraða milljarða fjárfestingar (sjá www.stjr.is). Upptalningin í fréttinni er dapurleg lesning því annaðhvort er um að ræða verkefni sem þegar er lokið, eru í miðjum klíðum eða hreinlega hefur verið hætt við. Stjórnvöld virðast beita áróðri til að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið þegar staða venjulegra fyrirtækja sem lifað hafa hörmungarnar af hefur aldrei verið verri. Nú eru að verða liðin fjögur ár frá hruni efnahagskerfisins og ríkisstjórnin stingur enn höfðinu í sandinn. Það er skylda stjórnvalda að skapa sæmileg skilyrði til rekstrar, það er skylda stjórnvalda að koma fjárfestingum af stað og það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að fólk og fyrirtæki geti lifað í þessu landi. Ef utanaðkomandi fjárfestingar koma ekki til verður að leita annarra leiða. Hér eru innilokaðar íslenskar krónur sem nema hundruðum milljarða. Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa að fjárfesta fyrir 10 milljarða á mánuði og mega enga peninga flytja úr landi. Á þessu og næsta ári þurfa lífeyrissjóðir að koma 200 milljörðum í vinnu. Sjá stjórnvöld ekki að við erum í vítahring? Nú þarf að bretta upp ermar og koma hlutunum af stað. Ef ekki núna hvenær þá? Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir m.a. að reyna eigi: „til þrautar að finna útfærslur sem gera mögulegt að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á Suðvesturlandi og eftir atvikum víðar, fjármagnaðar með sérstökum hætti." Samtök iðnaðarins hafa tekið undir hugmyndir um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Um er að ræða þær þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. endurbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem hófleg veggjöld standa straum af endurgreiðslu lána og vaxta. Óþarfi er að tíunda rökin vegna tjóna- og slysatíðni. Margoft hefur komið fram að ofangreind verkefni eru arðbær ein og sér og er þá ekki innreiknaður ábati ríkisins af auknum umsvifum í samfélaginu. Hér með er skorað á hæstvirtan innanríkisráðherra að hefja þegar í stað viðræður við lífeyrissjóði landsins á ný um aðkomu þeirra að þjóðhagslega arðbærum og mikilvægum verkefnum. Og ekkert þras um að þetta taki langan tíma. Verkefnið var langt komið þegar ráðherra sló það út af borðinu á síðasta ári.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar