KSÍ og fordómar Baldur Kristjánsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svolítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knattspyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en tilvikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklagsreglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum) þegar verklagsreglur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnusambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálfgefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur einangrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunarskeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svolítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knattspyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en tilvikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklagsreglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum) þegar verklagsreglur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnusambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálfgefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur einangrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunarskeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar