Við þurfum menntun sem hentar 21. öldinni Ísak Rúnarsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Á löngum skóladögum undanfarin ár hef ég hugleitt hvað ég sé eiginlega að gera í skóla. Ég hef íhugað að hætta; íslenskutímar eru andlausir, samt hef ég gaman af bókmenntum; raungreinatímar eru vélrænir, samt finnst mér gaman að vita meira um verkan hluta í heiminum; erlend tungumál staglið uppmálað, samt finnst mér fátt skemmtilegra en að tala við útlendinga. Ég er heldur ekki sá eini sem líður svona því rannsóknir sýna að árið 2010 fannst um 30% drengja og 17% stúlkna leiðinlegt í skólanum. Ég tel að það hafi minna með nemendurna að gera en skólakerfið. Til þess að menntun geti skilað þeim árangri sem til er ætlast verður að mínu mati að beita nýrri aðferða- og hugmyndafræði. Virkni, sköpun og ábyrgð Ég trúi því að menntun eigi fyrst og fremst að stuðla að sterkri sjálfsmynd einstaklingsins, því að með sterkri sjálfsmynd fylgja bestu eiginleikar mannskepnunnar, s.s. ábyrgðartilfinning, siðgæði, frumleiki, sjálfstæð hugsun, sköpun, heiðarleiki, hugsjónir, auðmýkt, sjálfstraust, gjafmildi, sjálfsþekking og eldmóður. Með þessum kostum er þekking, leikni og hæfni ekki langt undan. Hvernig er best að gera þessa hugsjón að veruleika? Hvaða aðferðafræði á að beita? Þeirri sem þú telur að gagnist barninu þínu best. Brýnt er að breyta bæði námsefni og kennsluháttum. Í fyrsta lagi þarf að virkja nemendur, skipta út fyrirlestrum og tala við nemendur í stað þess að tala til þeirra. Það þarf að koma upp öflugu hópvinnukerfi sem og umræðutímum þar sem einblínt er á upplifun og reynslu nemenda af því efni sem til umfjöllunar er hverju sinni. Nemendur þurfa að vera þátttakendur í lærdómsferlinu en ekki áhorfendur. Þessi aðferð er í samræmi við þróun í menntakerfum heimsins en nokkrir af virtustu háskólum Bandaríkjanna, MIT, Harvard, USC o.fl., hafa tekið hana upp. Í öðru lagi þarf að efla sköpunarþáttinn. Þá er ég ekki aðeins að tala um sköpun í listum heldur í víðara samhengi því sköpun er í raun sá eiginleiki að geta hugsað út fyrir rammann. Þó að sköpun sé einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt núverandi aðalnámskrá virðist hafa gleymst að stimpla inn tvo fyrstu stafina því oftar er einblínt á öpun í stað sköpunar. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að menntakerfið í núverandi mynd hamli sköpunarkraftinum. Meðal þeirra er einn virtasti menntamálafrömuður heims, Sir Ken Robinson. Í núverandi kerfi þarf nemandinn ekki að sýna neina sjálfstæða hugsun sem heitið getur en það er þó grundvöllurinn fyrir því að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi eins og okkar. Í þriðja lagi þarf að breyta öllu okkar viðhorfi til ábyrgðar og frelsis. Í menntakerfinu er yfirleitt ekki fjallað um annað en skyldur, kröfur, boð og bönn. Hins vegar er mjög mikilvægt fyrir þroska einstaklings að venjast því að hafa frelsi en afla sér samhliða reynslu af ábyrgðinni sem þarf til þess að höndla frelsið. Gott dæmi um það finnst mér vera mætingarskylda sem ég tel vænlegra að fella niður í núverandi formi í litlum skrefum frá og með 6.-7. bekk. Í því sambandi mætti hugsa sér að setja fyrir hópverkefni og krakkarnir sjálfir byggju til sína verkáætlun fyrir vikuna. Þeim yrði gefið frelsið til þess að skipuleggja sig, en kennarar og foreldrar hefðu eftirlit með því. Nemendur yrðu að mæta þegar þeir segðust ætla að mæta og vinna verkefnin sem þeir segðust ætla að vinna. Með árunum lærðu þeir að taka æ meiri ábyrgð á eigin námi og þegar í menntaskóla kæmi fengju þeir að velja sér áfanga og mætingarskylda yrði engin. Þetta myndi stórefla skilning ungs fólks á samspili ábyrgðar og frelsis. Óraunverulegt? Er þessi hugsjón í samræmi við raunveruleikann? gæti einhver spurt. Tengingin við raunveruleikann er einmitt mikilvægust af öllu vegna þess að námsefnið þarf að tengjast því sem er að gerast í samfélaginu. Það má bjóða fram alla heimsins vitneskju en ef hún tengist ekki veruleika viðtakandans, hefur hann ekki áhuga á henni og það er eitt helsta vandamál menntakerfisins í dag. Það er ekki í núinu, það er veruleikafirrt. Þegar iðnbyltingin gekk í garð á 18. öld og til stóð að bylta menntakerfinu svo að allir fengju grunnmenntun voru margar gagnrýnisraddir sem sögðu það óraunhæft, aldrei yrði hægt að kenna öllum, fátæka fólkið væri of heimskt. Þær efasemdaraddir voru kveðnar niður og nú hafa allir rétt á menntun, en í grundvallaratriðum hefur lítil sem engin framþróun orðið síðan þá og núna þurfum við að taka næsta stökk því annars er hætt við að ungt fólk missi smám saman áhugann á menntakerfi sem á rætur að rekja til iðnbyltingarinnar og tók mið af allt öðruvísi samfélagi. Síðan eru liðin 250 ár og nú er komið nóg, tíma hvers nemanda er sólundað í a.m.k. tíu ár. Enn átakanlegra er að sumu af því mikilvægasta sem við eigum hefur verið misþyrmt: fróðleiksfýsninni, sköpunarkraftinum og jafnvel framkvæmdagleðinni. Ég á mér þann draum að nýtt menntakerfi verði að veruleika, fyrir mig, þig og komandi kynslóðir. En allir þurfa að leggjast á eitt til þess að ná því fram. Við þurfum að láta vita af því að núverandi menntakerfi sé meingallað og ekki mönnum bjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Á löngum skóladögum undanfarin ár hef ég hugleitt hvað ég sé eiginlega að gera í skóla. Ég hef íhugað að hætta; íslenskutímar eru andlausir, samt hef ég gaman af bókmenntum; raungreinatímar eru vélrænir, samt finnst mér gaman að vita meira um verkan hluta í heiminum; erlend tungumál staglið uppmálað, samt finnst mér fátt skemmtilegra en að tala við útlendinga. Ég er heldur ekki sá eini sem líður svona því rannsóknir sýna að árið 2010 fannst um 30% drengja og 17% stúlkna leiðinlegt í skólanum. Ég tel að það hafi minna með nemendurna að gera en skólakerfið. Til þess að menntun geti skilað þeim árangri sem til er ætlast verður að mínu mati að beita nýrri aðferða- og hugmyndafræði. Virkni, sköpun og ábyrgð Ég trúi því að menntun eigi fyrst og fremst að stuðla að sterkri sjálfsmynd einstaklingsins, því að með sterkri sjálfsmynd fylgja bestu eiginleikar mannskepnunnar, s.s. ábyrgðartilfinning, siðgæði, frumleiki, sjálfstæð hugsun, sköpun, heiðarleiki, hugsjónir, auðmýkt, sjálfstraust, gjafmildi, sjálfsþekking og eldmóður. Með þessum kostum er þekking, leikni og hæfni ekki langt undan. Hvernig er best að gera þessa hugsjón að veruleika? Hvaða aðferðafræði á að beita? Þeirri sem þú telur að gagnist barninu þínu best. Brýnt er að breyta bæði námsefni og kennsluháttum. Í fyrsta lagi þarf að virkja nemendur, skipta út fyrirlestrum og tala við nemendur í stað þess að tala til þeirra. Það þarf að koma upp öflugu hópvinnukerfi sem og umræðutímum þar sem einblínt er á upplifun og reynslu nemenda af því efni sem til umfjöllunar er hverju sinni. Nemendur þurfa að vera þátttakendur í lærdómsferlinu en ekki áhorfendur. Þessi aðferð er í samræmi við þróun í menntakerfum heimsins en nokkrir af virtustu háskólum Bandaríkjanna, MIT, Harvard, USC o.fl., hafa tekið hana upp. Í öðru lagi þarf að efla sköpunarþáttinn. Þá er ég ekki aðeins að tala um sköpun í listum heldur í víðara samhengi því sköpun er í raun sá eiginleiki að geta hugsað út fyrir rammann. Þó að sköpun sé einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt núverandi aðalnámskrá virðist hafa gleymst að stimpla inn tvo fyrstu stafina því oftar er einblínt á öpun í stað sköpunar. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að menntakerfið í núverandi mynd hamli sköpunarkraftinum. Meðal þeirra er einn virtasti menntamálafrömuður heims, Sir Ken Robinson. Í núverandi kerfi þarf nemandinn ekki að sýna neina sjálfstæða hugsun sem heitið getur en það er þó grundvöllurinn fyrir því að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi eins og okkar. Í þriðja lagi þarf að breyta öllu okkar viðhorfi til ábyrgðar og frelsis. Í menntakerfinu er yfirleitt ekki fjallað um annað en skyldur, kröfur, boð og bönn. Hins vegar er mjög mikilvægt fyrir þroska einstaklings að venjast því að hafa frelsi en afla sér samhliða reynslu af ábyrgðinni sem þarf til þess að höndla frelsið. Gott dæmi um það finnst mér vera mætingarskylda sem ég tel vænlegra að fella niður í núverandi formi í litlum skrefum frá og með 6.-7. bekk. Í því sambandi mætti hugsa sér að setja fyrir hópverkefni og krakkarnir sjálfir byggju til sína verkáætlun fyrir vikuna. Þeim yrði gefið frelsið til þess að skipuleggja sig, en kennarar og foreldrar hefðu eftirlit með því. Nemendur yrðu að mæta þegar þeir segðust ætla að mæta og vinna verkefnin sem þeir segðust ætla að vinna. Með árunum lærðu þeir að taka æ meiri ábyrgð á eigin námi og þegar í menntaskóla kæmi fengju þeir að velja sér áfanga og mætingarskylda yrði engin. Þetta myndi stórefla skilning ungs fólks á samspili ábyrgðar og frelsis. Óraunverulegt? Er þessi hugsjón í samræmi við raunveruleikann? gæti einhver spurt. Tengingin við raunveruleikann er einmitt mikilvægust af öllu vegna þess að námsefnið þarf að tengjast því sem er að gerast í samfélaginu. Það má bjóða fram alla heimsins vitneskju en ef hún tengist ekki veruleika viðtakandans, hefur hann ekki áhuga á henni og það er eitt helsta vandamál menntakerfisins í dag. Það er ekki í núinu, það er veruleikafirrt. Þegar iðnbyltingin gekk í garð á 18. öld og til stóð að bylta menntakerfinu svo að allir fengju grunnmenntun voru margar gagnrýnisraddir sem sögðu það óraunhæft, aldrei yrði hægt að kenna öllum, fátæka fólkið væri of heimskt. Þær efasemdaraddir voru kveðnar niður og nú hafa allir rétt á menntun, en í grundvallaratriðum hefur lítil sem engin framþróun orðið síðan þá og núna þurfum við að taka næsta stökk því annars er hætt við að ungt fólk missi smám saman áhugann á menntakerfi sem á rætur að rekja til iðnbyltingarinnar og tók mið af allt öðruvísi samfélagi. Síðan eru liðin 250 ár og nú er komið nóg, tíma hvers nemanda er sólundað í a.m.k. tíu ár. Enn átakanlegra er að sumu af því mikilvægasta sem við eigum hefur verið misþyrmt: fróðleiksfýsninni, sköpunarkraftinum og jafnvel framkvæmdagleðinni. Ég á mér þann draum að nýtt menntakerfi verði að veruleika, fyrir mig, þig og komandi kynslóðir. En allir þurfa að leggjast á eitt til þess að ná því fram. Við þurfum að láta vita af því að núverandi menntakerfi sé meingallað og ekki mönnum bjóðandi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun