Þörf á miðstöð innflytjenda Toshiki Toma skrifar 19. apríl 2012 06:00 Reykjavíkurborg bauð okkur innflytjendum í Reykjavík á Fjölmenningarþing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í borgarlífinu. Atriði sem flestir þátttakendur komu fram með er nauðsyn miðstöðvar innflytjenda í Reykjavík eins og Alþjóðahúsið hafði verið áður. Borgin sagði upp samningi við Alþjóðahúsið árið 2009 aðallega vegna fjárhagslegrar óvissu hjá sér og miðstöð innflytjenda í Reykjavík hvarf í kjölfarið. Síðan hefur hluta af þeirri þjónustu sem Alþjóðahúsið hafði áður sinnt verið skipt á milli ýmissa aðila eins og Alþjóðaseturs, Þjónustumiðstöðvar Hlíða og Miðborgar o.fl. Sérhver aðili hlýtur að gera sitt besta en þetta er samt bót til bráðabirgða, ef litið er á heildarþörf innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Vandamál eru t.d.: n Ekki er hægt að fá þjónustu frá stofnunum borgarinnar ef maður á ekki lögheimili í borginni. n Erfitt er fyrir innflytjendur að kynna sér hvers konar þjónusta er í boði og hvar hægt er að nálgast hana. n Erfitt er fyrir þjónustuveitendur í málefnum innflytjenda að skiptast á upplýsingum. n Erfitt er að skapa umgjörð fyrir virka þátttöku innflytjenda í menningarstarfsemi án stöðugrar miðstöðvar. n Erfitt er að móta sameiginlega stefnu um málefnið meðal sveitarfélaga. Þannig er auðséð að það er eftirsóknarvert að eiga miðstöð innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. En þá vekur spurningin um hæl: Hver ber ábyrgð á henni? Ríkið, borgin eða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Ríkið er núna að reyna rekstur Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum sem er því formlega ríkisstofnun og stefnt er því að setrið verði áfram á Vestfjörðum. Gott mál, en spyrja má hvort ríkið eigi ekki að leggja meiri fyrirhöfn í höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt upplýsingum Byggðastofnunar greiddu 24.294 erlendir ríkisborgarar skatta á Íslandi á árinu 2010 vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009, og 10.785 af þeim voru búsettir í Reykjavík. Þessar tölur má hafa til hliðarsjónar þegar við hugsum um málið. Ferli endurbyggingar er enn í gangi. Margir munu spyrja hvers vegna íslenska þjóðin þarf að leggja fé til þjónustu við innflytjendur. En það blasir við að þegar þjóðin nær velgengni, er þátttaka innflytjenda ómissandi. Er það því ekki snjallara og mikilvægt að reikna hlutverk innflytjenda inn í framtíðarmynd þjóðarinnar frá upphafi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg bauð okkur innflytjendum í Reykjavík á Fjölmenningarþing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í borgarlífinu. Atriði sem flestir þátttakendur komu fram með er nauðsyn miðstöðvar innflytjenda í Reykjavík eins og Alþjóðahúsið hafði verið áður. Borgin sagði upp samningi við Alþjóðahúsið árið 2009 aðallega vegna fjárhagslegrar óvissu hjá sér og miðstöð innflytjenda í Reykjavík hvarf í kjölfarið. Síðan hefur hluta af þeirri þjónustu sem Alþjóðahúsið hafði áður sinnt verið skipt á milli ýmissa aðila eins og Alþjóðaseturs, Þjónustumiðstöðvar Hlíða og Miðborgar o.fl. Sérhver aðili hlýtur að gera sitt besta en þetta er samt bót til bráðabirgða, ef litið er á heildarþörf innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Vandamál eru t.d.: n Ekki er hægt að fá þjónustu frá stofnunum borgarinnar ef maður á ekki lögheimili í borginni. n Erfitt er fyrir innflytjendur að kynna sér hvers konar þjónusta er í boði og hvar hægt er að nálgast hana. n Erfitt er fyrir þjónustuveitendur í málefnum innflytjenda að skiptast á upplýsingum. n Erfitt er að skapa umgjörð fyrir virka þátttöku innflytjenda í menningarstarfsemi án stöðugrar miðstöðvar. n Erfitt er að móta sameiginlega stefnu um málefnið meðal sveitarfélaga. Þannig er auðséð að það er eftirsóknarvert að eiga miðstöð innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. En þá vekur spurningin um hæl: Hver ber ábyrgð á henni? Ríkið, borgin eða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Ríkið er núna að reyna rekstur Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum sem er því formlega ríkisstofnun og stefnt er því að setrið verði áfram á Vestfjörðum. Gott mál, en spyrja má hvort ríkið eigi ekki að leggja meiri fyrirhöfn í höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt upplýsingum Byggðastofnunar greiddu 24.294 erlendir ríkisborgarar skatta á Íslandi á árinu 2010 vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009, og 10.785 af þeim voru búsettir í Reykjavík. Þessar tölur má hafa til hliðarsjónar þegar við hugsum um málið. Ferli endurbyggingar er enn í gangi. Margir munu spyrja hvers vegna íslenska þjóðin þarf að leggja fé til þjónustu við innflytjendur. En það blasir við að þegar þjóðin nær velgengni, er þátttaka innflytjenda ómissandi. Er það því ekki snjallara og mikilvægt að reikna hlutverk innflytjenda inn í framtíðarmynd þjóðarinnar frá upphafi?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar