Nýr Landspítali á efri lóð eða RISASPITAL á neðri? Páll Torfi Önundarson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar" eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. Grein mín fjallar um það, að Landspítali eigi ANNAN BYGGINGARVALKOST heldur en SPITAL planið, þ.e. á efri hluta Hringbrautarlóðarinnar. Ég og Magnús Skúlason arkitekt höfum ítrekað bent á þessa lausn (sem líkist reyndar gamalli hugmynd White arkitekta). Grein mín var ætluð borgarbúum og kjörnum fulltrúum þeirra til kynningar á hugmynd okkar. Greinin fjallar í raun lítið um fyrirætlanir SPITAL þótt skilja megi að mér finnist hugmynd okkar Magnúsar vera miklu betri. Hins vegar nefni ég í greininni, að ekki sé að búast við því að SPITAL hópurinn sé óhlutdrægur dómari um tillögu okkar Magnúsar. Hvernig mætti það vera? SPITAL tillagan er risavaxin og dýr. Fjórföldun verður á byggingarmagni á lóðinni og tillagan nýtir illa gömlu húsin á Landspítalalóð nema til fárra ára, en áframhaldandi nýting gömlu húsanna (60 þús. fermetra) var forsenda staðarvalsins. SPITAL byggingarnar tengjast einnig illa öðrum byggingum, m.a. vegna verulegs hæðarmunar því byggt er í brekku. Hún veldur auk þess, að áliti okkar Magnúsar og fleiri, verulegum ásýndarskaða á borginni vegna byggingarmagnsins og staðsetningar á lóðinni. Tillaga okkar Magnúsar með tvöföldun núverandi byggingarmagns gæti verið hóflegri lausn. Við teljum hana vera hentugri og með betri innanhústengingar á öllum hæðum – og í miklu betri sátt við borgina. Á Landspítala hefur tillagan ekki verið rædd okkur vitanlega – og hafi hún verið rædd þá hefur ekki verið leitað skýringa höfunda hennar. Samt er hugmyndin algerlega í samræmi við forsögn skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í auglýsingu enda hefur hún verið kynnt þar að ósk ráðsins sjálfs og bókuð þar sem formleg athugasemd við SPITAL hugmyndina. Okkur Magnúsi hafa aldrei verið kynnt nein málefnaleg rök gegn tillögunni þrátt fyrir eftirgrennslan. Grein mín gefur Helga Má ekkert tilefni til bræði eða ásakana um „dylgjur" í sinn garð. Hann fellur í þann forarpytt, sem Kínverjar hið forna vöruðu við, sem er að „skrifa bréf reiður". Og hverju reiddist þá Helgi Már? Ég finn aðeins eina setningu í grein minni, sem gæti hafa farið fyrir brjóstið á Helga Má en hún er svona: „Forsvarsmaður SPITAL-hópsins segir hugmyndina (innskot: þ.e hugmynd okkar Magnúsar) „galna", sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs". Þar var vitnað beint í hann sjálfan. Það er augljóst, að þegar einhver fullyrðir án röksemda, að hugmynd sé galin, þá búi eitthvað annað að baki. Ég benti aðeins á að andstaða SPITAL hópsins gegn hugmynd okkar Magnúsar „gæti" stafað af því að þeir hjá SPITAL hafi eðlilega hag af því að vinna að sinni tillögu. Það er líka augljóst, að SPITAL arkitektar eru ekki „óvilhallir aðilar" í umsögn sinni um tillögu, sem gengur gegn þeirra eigin. Því getur t.d. skipulagsráð ekki leitað málefnalegra ráða hjá SPITAL um hugmynd okkar Magnúsar. Í grein Helga Más örlar þó á tilraun til rökfærslu, sem ég hef aldrei heyrt fyrr. Í fyrsta lagi að hugmyndin sé slæm af því gömlu byggingarnar stýri nýbyggingunum. Það er ekki endilega slæmt og heitir „kúltúr" og minjavarsla, sem er eftirsóknarverð kunnátta góðra arkitekta og smiða. Hvernig hús myndu menn byggja í námunda við Eiffel turninn? Í öðru lagi fullyrðir Helgi Már, að ekki sé hægt að byggja á efri lóðinni ef spítalinn eigi að vera starfandi á meðan, sem er beinlínis rangt þótt Helgi Már, sem aldrei hefur starfað á spítala, sjái ekki lausnirnar. Við sem erum sérfræðingar í að starfa við spítala til áratuga og að leita lausna við sjúkdómum erum e.t.v. ekki síðri ráðgjafar heldur en arkitektar verslanamiðstöðva við byggingu sjúkrahúsa. Að lokum vil ég þó þakka Helga Má fyrir að vekja athygli á hugmynd okkar Magnúsar. Hún er nefnilega ekki svo galin. Skora ég nú á fólk að nota tækifærið til þess að kynna sér hugmyndina og uppdráttinn (sjá http://vefblod.visir.is/index.php?s=5997&p=130700). Vilji borgarfulltrúar eða skipulagsyfirvöld frekari skýringar þá væri sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Í leiðinni vek ég þó athygli Helga á því, að hugmynd SPITAL hópsins virðist vera haldin þeim álögum að skapa vaxandi efasemdir um sjálfa sig í hvert sinn, sem hún er kynnt. Þær efasemdir gætu leitt til þess, að stjórnmálamenn vilji ekki byggja, sem væri mikill skaði fyrir spítalann og landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar" eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. Grein mín fjallar um það, að Landspítali eigi ANNAN BYGGINGARVALKOST heldur en SPITAL planið, þ.e. á efri hluta Hringbrautarlóðarinnar. Ég og Magnús Skúlason arkitekt höfum ítrekað bent á þessa lausn (sem líkist reyndar gamalli hugmynd White arkitekta). Grein mín var ætluð borgarbúum og kjörnum fulltrúum þeirra til kynningar á hugmynd okkar. Greinin fjallar í raun lítið um fyrirætlanir SPITAL þótt skilja megi að mér finnist hugmynd okkar Magnúsar vera miklu betri. Hins vegar nefni ég í greininni, að ekki sé að búast við því að SPITAL hópurinn sé óhlutdrægur dómari um tillögu okkar Magnúsar. Hvernig mætti það vera? SPITAL tillagan er risavaxin og dýr. Fjórföldun verður á byggingarmagni á lóðinni og tillagan nýtir illa gömlu húsin á Landspítalalóð nema til fárra ára, en áframhaldandi nýting gömlu húsanna (60 þús. fermetra) var forsenda staðarvalsins. SPITAL byggingarnar tengjast einnig illa öðrum byggingum, m.a. vegna verulegs hæðarmunar því byggt er í brekku. Hún veldur auk þess, að áliti okkar Magnúsar og fleiri, verulegum ásýndarskaða á borginni vegna byggingarmagnsins og staðsetningar á lóðinni. Tillaga okkar Magnúsar með tvöföldun núverandi byggingarmagns gæti verið hóflegri lausn. Við teljum hana vera hentugri og með betri innanhústengingar á öllum hæðum – og í miklu betri sátt við borgina. Á Landspítala hefur tillagan ekki verið rædd okkur vitanlega – og hafi hún verið rædd þá hefur ekki verið leitað skýringa höfunda hennar. Samt er hugmyndin algerlega í samræmi við forsögn skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í auglýsingu enda hefur hún verið kynnt þar að ósk ráðsins sjálfs og bókuð þar sem formleg athugasemd við SPITAL hugmyndina. Okkur Magnúsi hafa aldrei verið kynnt nein málefnaleg rök gegn tillögunni þrátt fyrir eftirgrennslan. Grein mín gefur Helga Má ekkert tilefni til bræði eða ásakana um „dylgjur" í sinn garð. Hann fellur í þann forarpytt, sem Kínverjar hið forna vöruðu við, sem er að „skrifa bréf reiður". Og hverju reiddist þá Helgi Már? Ég finn aðeins eina setningu í grein minni, sem gæti hafa farið fyrir brjóstið á Helga Má en hún er svona: „Forsvarsmaður SPITAL-hópsins segir hugmyndina (innskot: þ.e hugmynd okkar Magnúsar) „galna", sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs". Þar var vitnað beint í hann sjálfan. Það er augljóst, að þegar einhver fullyrðir án röksemda, að hugmynd sé galin, þá búi eitthvað annað að baki. Ég benti aðeins á að andstaða SPITAL hópsins gegn hugmynd okkar Magnúsar „gæti" stafað af því að þeir hjá SPITAL hafi eðlilega hag af því að vinna að sinni tillögu. Það er líka augljóst, að SPITAL arkitektar eru ekki „óvilhallir aðilar" í umsögn sinni um tillögu, sem gengur gegn þeirra eigin. Því getur t.d. skipulagsráð ekki leitað málefnalegra ráða hjá SPITAL um hugmynd okkar Magnúsar. Í grein Helga Más örlar þó á tilraun til rökfærslu, sem ég hef aldrei heyrt fyrr. Í fyrsta lagi að hugmyndin sé slæm af því gömlu byggingarnar stýri nýbyggingunum. Það er ekki endilega slæmt og heitir „kúltúr" og minjavarsla, sem er eftirsóknarverð kunnátta góðra arkitekta og smiða. Hvernig hús myndu menn byggja í námunda við Eiffel turninn? Í öðru lagi fullyrðir Helgi Már, að ekki sé hægt að byggja á efri lóðinni ef spítalinn eigi að vera starfandi á meðan, sem er beinlínis rangt þótt Helgi Már, sem aldrei hefur starfað á spítala, sjái ekki lausnirnar. Við sem erum sérfræðingar í að starfa við spítala til áratuga og að leita lausna við sjúkdómum erum e.t.v. ekki síðri ráðgjafar heldur en arkitektar verslanamiðstöðva við byggingu sjúkrahúsa. Að lokum vil ég þó þakka Helga Má fyrir að vekja athygli á hugmynd okkar Magnúsar. Hún er nefnilega ekki svo galin. Skora ég nú á fólk að nota tækifærið til þess að kynna sér hugmyndina og uppdráttinn (sjá http://vefblod.visir.is/index.php?s=5997&p=130700). Vilji borgarfulltrúar eða skipulagsyfirvöld frekari skýringar þá væri sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Í leiðinni vek ég þó athygli Helga á því, að hugmynd SPITAL hópsins virðist vera haldin þeim álögum að skapa vaxandi efasemdir um sjálfa sig í hvert sinn, sem hún er kynnt. Þær efasemdir gætu leitt til þess, að stjórnmálamenn vilji ekki byggja, sem væri mikill skaði fyrir spítalann og landsmenn.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar