Hamingjan og Íslendingar Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 27. apríl 2012 06:00 Það er oft dregin upp sú mynd að það séu pálmatré, hengirúm og sólarströnd sem séu lykillinn að hamingjunni, en ekki hrímkaldur myrkvaður vetrarmorgunn á hjara veraldar eins og við þekkjum. Rannsóknir styðja þó hins vegar að hamingjuna virðist frekar vera að finna á norðlægum stöðum heldur en þegar nær dregur miðbaug. Tæplega er það eingöngu vegna veðursins heldur gæti ég trúað að svarið liggi frekar í menningu þeirra landa sem mælast hamingjusömust. Happ í hugtakinu happiness kemur úr íslensku. Happ merkir reyndar lukka en hugtakið hamingja þykir hafa dýpri merkingu. Hamingjuna er erfitt að skilgreina, helst hefur hún verið skilgreind sem ákveðið hugarástand s.s. sátt, þakklæti, sæla, farsæld eða einhverskonar afleiðing af réttri breytni. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að við Íslendingar mælumst með hamingjusömustu þjóðum í heimi. Dæmi um slíkar rannsóknir finnast víða, t.d. hjá Ruut Veenhoven, University of Rotterdam (sjá http://worlddatabaseofhappiness.eur.nl), Gallup rannsóknir og Eurobarometer, og rannsóknir hjá Landlæknisembættinu (sjá hjá Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur og http://www2.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/2827). Ruut Veenhoven hefur verið ötull mælingarmaður á hamingjuna og hefur einfaldlega beðið fólk með jafnvel einni spurningu að meta líf sitt á bilinu 1 – 10, því hærri tala, eftir því sem þú telur þig, því hamingjusamari. Hann telur sig vera að mæla hamingjutilfinningu sem er djúpstæðari en hér og nú, því er mikil fylgni milli tölunnar sem við nefnum viku eftir viku. Það er athyglisvert að hann fær aldrei það viðkvæði að svarandi skilji ekki spurninguna, en hann hefur spurt fólk um nánast allan heim í hinum ólíklegustu menningarsamfélögum. Við mældumst hæst í hamingjunni sem þjóð árið 2003, eða með 8,3. Mældumst 7,8 árið 2008 og 2009. Í dag er meðalhamingja þjóða 6,0 skv. Ruut Veenhoven (2011). Danir mældust í nýjustu könnuninni 8,5 sem er ein hæsta mæling þjóðar sem sést hefur. Nú getur hver sem er velt því fyrir sér, hvaða einkunn hann gefur sjálfum sér á þessum mælingarkvarða, einnig er áhugavert að bæta þá við spurningunni „hvað er það sem þú getur sjálf/ur gert til að talan hækki um 0,5?". Það er spennandi að skoða hvað einkennir samfélög þar sem mikil almenn hamingja mælist. Traust er afar mikilvægt og sú tilfinning að tilheyra samfélagi. Því hefur hingað til verið tekið af kaldhæðni hversu hamingjusöm við hér á landi mældumst. Hér er talsverð lyfjataka og þunglyndi mælist víða svo ekki sé nefnt efnahagslega hrunið og hvað stjórnsýslan er götótt. En ef við rýnum í aðstæður okkar má kannski segja að við höfum hingað til haft fulla ástæðu til að mælast hamingjusöm. Atvinnuleysi hefur ekki verið ríkjandi vandamál sl. áratugi þar til nú og mælist atvinnuleysið hjá okkur þó lægra en víða í Evrópu. Hér eru sterk fjölskyldu- og félagstengsl. Gott aðgengi að menntun og góð heilbrigðisþjónusta hefur fylgt okkur lengi. Vissulega er breytt landslag eftir hrun, en við höfum þó ennþá grundvöll til að hér ríki almenn farsæld og hamingja. Hamingja Íslendinga virðist hafa minnkað til muna við nýjustu mælinguna og ekki kæmi á óvart að það væri ekki síður vegna trausts í samfélaginu og trú á réttlátt samfélag fyrir alla heldur en að það sé skortur á peningum. Fylgni við peninga er klárlega til staðar ef við höfum ekki í okkur og á, en þegar við höfum „nóg", eru það klárlega aðrir þættir sem mælast í meiri fylgni við hamingjuna heldur en peningar. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt litla fylgni, stundum neikvæða og stundum enga milli peninga og hamingju. Það eru mannleg samskipti, virkni, þátttaka, jákvætt viðhorf, þakklæti og það að láta gott af sér leiða sem gerir okkur hamingjusöm. Kyrrseta og aðgerðarleysi eykur óhamingju. Vertu lítið einn með sjálfum þér, taktu þátt í félagsstörfum eða sjálfboðaliðastörfum viljir þú vera hamingjusamur. Bretar og fleiri þjóðir hafa sett á laggirnar sérstakar stofnanir til að mæla almenna hamingju og til að þróa hamingjuvísitölu, sem beri að nota samhliða hagvaxtarvísitölunni, þ.e. er gengið til góðs fram á veg. Þetta er eitthvað sem væri skemmtilegt viðfangsefni hér á landi. Í lokin vil ég segja frá því að það er til félag um jákvæða sálfræði og upplýsingar um félagið má m.a. finna á fésbókinni. Heimasíða félagsins mun birtast með haustinu, en til bráðabirgða má finna upplýsingar á: http://jasalar.wikispaces.com/home. Félagsmenn eru áhugafólk og fagfólk sem hefur áhuga á heilbrigði og farsæld og vill fræðast um jákvæða sálfræði og hamingjufræði, nýir félagar eru velkomnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það er oft dregin upp sú mynd að það séu pálmatré, hengirúm og sólarströnd sem séu lykillinn að hamingjunni, en ekki hrímkaldur myrkvaður vetrarmorgunn á hjara veraldar eins og við þekkjum. Rannsóknir styðja þó hins vegar að hamingjuna virðist frekar vera að finna á norðlægum stöðum heldur en þegar nær dregur miðbaug. Tæplega er það eingöngu vegna veðursins heldur gæti ég trúað að svarið liggi frekar í menningu þeirra landa sem mælast hamingjusömust. Happ í hugtakinu happiness kemur úr íslensku. Happ merkir reyndar lukka en hugtakið hamingja þykir hafa dýpri merkingu. Hamingjuna er erfitt að skilgreina, helst hefur hún verið skilgreind sem ákveðið hugarástand s.s. sátt, þakklæti, sæla, farsæld eða einhverskonar afleiðing af réttri breytni. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að við Íslendingar mælumst með hamingjusömustu þjóðum í heimi. Dæmi um slíkar rannsóknir finnast víða, t.d. hjá Ruut Veenhoven, University of Rotterdam (sjá http://worlddatabaseofhappiness.eur.nl), Gallup rannsóknir og Eurobarometer, og rannsóknir hjá Landlæknisembættinu (sjá hjá Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur og http://www2.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/2827). Ruut Veenhoven hefur verið ötull mælingarmaður á hamingjuna og hefur einfaldlega beðið fólk með jafnvel einni spurningu að meta líf sitt á bilinu 1 – 10, því hærri tala, eftir því sem þú telur þig, því hamingjusamari. Hann telur sig vera að mæla hamingjutilfinningu sem er djúpstæðari en hér og nú, því er mikil fylgni milli tölunnar sem við nefnum viku eftir viku. Það er athyglisvert að hann fær aldrei það viðkvæði að svarandi skilji ekki spurninguna, en hann hefur spurt fólk um nánast allan heim í hinum ólíklegustu menningarsamfélögum. Við mældumst hæst í hamingjunni sem þjóð árið 2003, eða með 8,3. Mældumst 7,8 árið 2008 og 2009. Í dag er meðalhamingja þjóða 6,0 skv. Ruut Veenhoven (2011). Danir mældust í nýjustu könnuninni 8,5 sem er ein hæsta mæling þjóðar sem sést hefur. Nú getur hver sem er velt því fyrir sér, hvaða einkunn hann gefur sjálfum sér á þessum mælingarkvarða, einnig er áhugavert að bæta þá við spurningunni „hvað er það sem þú getur sjálf/ur gert til að talan hækki um 0,5?". Það er spennandi að skoða hvað einkennir samfélög þar sem mikil almenn hamingja mælist. Traust er afar mikilvægt og sú tilfinning að tilheyra samfélagi. Því hefur hingað til verið tekið af kaldhæðni hversu hamingjusöm við hér á landi mældumst. Hér er talsverð lyfjataka og þunglyndi mælist víða svo ekki sé nefnt efnahagslega hrunið og hvað stjórnsýslan er götótt. En ef við rýnum í aðstæður okkar má kannski segja að við höfum hingað til haft fulla ástæðu til að mælast hamingjusöm. Atvinnuleysi hefur ekki verið ríkjandi vandamál sl. áratugi þar til nú og mælist atvinnuleysið hjá okkur þó lægra en víða í Evrópu. Hér eru sterk fjölskyldu- og félagstengsl. Gott aðgengi að menntun og góð heilbrigðisþjónusta hefur fylgt okkur lengi. Vissulega er breytt landslag eftir hrun, en við höfum þó ennþá grundvöll til að hér ríki almenn farsæld og hamingja. Hamingja Íslendinga virðist hafa minnkað til muna við nýjustu mælinguna og ekki kæmi á óvart að það væri ekki síður vegna trausts í samfélaginu og trú á réttlátt samfélag fyrir alla heldur en að það sé skortur á peningum. Fylgni við peninga er klárlega til staðar ef við höfum ekki í okkur og á, en þegar við höfum „nóg", eru það klárlega aðrir þættir sem mælast í meiri fylgni við hamingjuna heldur en peningar. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt litla fylgni, stundum neikvæða og stundum enga milli peninga og hamingju. Það eru mannleg samskipti, virkni, þátttaka, jákvætt viðhorf, þakklæti og það að láta gott af sér leiða sem gerir okkur hamingjusöm. Kyrrseta og aðgerðarleysi eykur óhamingju. Vertu lítið einn með sjálfum þér, taktu þátt í félagsstörfum eða sjálfboðaliðastörfum viljir þú vera hamingjusamur. Bretar og fleiri þjóðir hafa sett á laggirnar sérstakar stofnanir til að mæla almenna hamingju og til að þróa hamingjuvísitölu, sem beri að nota samhliða hagvaxtarvísitölunni, þ.e. er gengið til góðs fram á veg. Þetta er eitthvað sem væri skemmtilegt viðfangsefni hér á landi. Í lokin vil ég segja frá því að það er til félag um jákvæða sálfræði og upplýsingar um félagið má m.a. finna á fésbókinni. Heimasíða félagsins mun birtast með haustinu, en til bráðabirgða má finna upplýsingar á: http://jasalar.wikispaces.com/home. Félagsmenn eru áhugafólk og fagfólk sem hefur áhuga á heilbrigði og farsæld og vill fræðast um jákvæða sálfræði og hamingjufræði, nýir félagar eru velkomnir.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun