Blekkingarleikur Steingríms Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. apríl 2012 06:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu Vinstri grænir svör á reiðum höndum við því hvernig ætti að nýta fiskimiðin við landið svo réttlátt væri. Núna þremur árum seinna hefur svörunum verið snúið á hvolf og látið eins og kosningastefnan hafi aldrei verið til. Flokkurinn taldi vorið 2009 nauðsynlegt að breyta úthlutun kvótans í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Það yrði að innkalla kvótann og endurúthluta honum eftir nýju kerfi þar sem „jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind" eins og segir í tillögu flokksins að nýju ákvæði í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þetta er rakið í ítarlegri stefnu flokksins Hafið bláa hafið. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fer þar með sjávarútvegsráðuneytið. Formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon, er ráðherra málaflokksins. Hann hefur allt í hendi sér til að framfylgja stefnunni, enda hefur samstarfsflokkurinn lýst sig sammála henni. Liðlega 70% kjósenda eru sammála áformum um innköllun veiðiheimilda og endurúthlutun þeirra á jafnræðisgrundvelli og gegn markaðsverði. Það hefur enginn flokkur um áratugaskeið haft eins óumdeilt umboð þjóðarinnar til þess að framfylgja stefnu sinni í jafnveigamiklu máli. Það hefur enginn flokksformaður haft annað eins tækifæri til þess að vinna verkið sem hann bað um að fá að vinna. Það hefur aldrei verið eins skýrt hvernig kjósendur vildu að leyst yrði úr langvarandi deilumáli. Þá bregður svo við að Steingrímur snýr við blaðinu. Nú skulu 95% af kvótanum verða áfram til a.m.k. næstu 20 ára hjá þeim sem hafa haft hann hingað til. Jafnræðið er gleymt, en einokunin og misréttið eiga að vera áfram. Það sorglega er að enginn stöðvaði Steingrím nema hann sjálfur. Flokkurinn hefur verið talinn standa fyrir hugsjónir umfram hagsmunagæslu. Annað er komið á daginn. Hagsmunir útgerðarvaldsins sem beitir saklaust fólk refsiaðgerðum í skjóli einokunar sinna á veiðiheimildum eru teknir fram fyrir hag almennings. Þessi blekkingarleikur í sjávarútvegsmálum á eftir að draga dilk á eftir sér. Traust á forystu ríkisstjórnarinnar og flokka þeirra mun fylgja þverrandi virðingu þeirra fyrir eigin fyrirheitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu Vinstri grænir svör á reiðum höndum við því hvernig ætti að nýta fiskimiðin við landið svo réttlátt væri. Núna þremur árum seinna hefur svörunum verið snúið á hvolf og látið eins og kosningastefnan hafi aldrei verið til. Flokkurinn taldi vorið 2009 nauðsynlegt að breyta úthlutun kvótans í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Það yrði að innkalla kvótann og endurúthluta honum eftir nýju kerfi þar sem „jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind" eins og segir í tillögu flokksins að nýju ákvæði í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þetta er rakið í ítarlegri stefnu flokksins Hafið bláa hafið. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fer þar með sjávarútvegsráðuneytið. Formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon, er ráðherra málaflokksins. Hann hefur allt í hendi sér til að framfylgja stefnunni, enda hefur samstarfsflokkurinn lýst sig sammála henni. Liðlega 70% kjósenda eru sammála áformum um innköllun veiðiheimilda og endurúthlutun þeirra á jafnræðisgrundvelli og gegn markaðsverði. Það hefur enginn flokkur um áratugaskeið haft eins óumdeilt umboð þjóðarinnar til þess að framfylgja stefnu sinni í jafnveigamiklu máli. Það hefur enginn flokksformaður haft annað eins tækifæri til þess að vinna verkið sem hann bað um að fá að vinna. Það hefur aldrei verið eins skýrt hvernig kjósendur vildu að leyst yrði úr langvarandi deilumáli. Þá bregður svo við að Steingrímur snýr við blaðinu. Nú skulu 95% af kvótanum verða áfram til a.m.k. næstu 20 ára hjá þeim sem hafa haft hann hingað til. Jafnræðið er gleymt, en einokunin og misréttið eiga að vera áfram. Það sorglega er að enginn stöðvaði Steingrím nema hann sjálfur. Flokkurinn hefur verið talinn standa fyrir hugsjónir umfram hagsmunagæslu. Annað er komið á daginn. Hagsmunir útgerðarvaldsins sem beitir saklaust fólk refsiaðgerðum í skjóli einokunar sinna á veiðiheimildum eru teknir fram fyrir hag almennings. Þessi blekkingarleikur í sjávarútvegsmálum á eftir að draga dilk á eftir sér. Traust á forystu ríkisstjórnarinnar og flokka þeirra mun fylgja þverrandi virðingu þeirra fyrir eigin fyrirheitum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun