Frasinn "leiða þjóðina saman – sameina þjóðina“ Hannes Bjarnason skrifar 2. maí 2012 08:00 Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmislegt. Þar á meðal hafði ég hugmyndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykjavíkursvæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki landsbyggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundurleitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viðurkenning á mismunandi sjónarmiðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðarsálar, þjóðarsálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmislegt. Þar á meðal hafði ég hugmyndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykjavíkursvæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki landsbyggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundurleitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viðurkenning á mismunandi sjónarmiðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðarsálar, þjóðarsálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært!
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar