Af hverju er löglegur drykkjualdur á Íslandi ekki 16 ára? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 2. maí 2012 11:00 Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan „Fyrsta drykkjan 2010" sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins. Einnig ber að nefna að samkvæmt ársriti SÁÁ voru rúmlega 200 einstaklingar 19 ára og yngri innritaðir í meðferð á Vogi árið 2009. Þessar tölur, ásamt þeirri staðreynd að 90% prósent ungmenna séu byrjuð að drekka áður en þau mega það samkvæmt núverandi löggjöf, getur varla talist góður árangur. Þeir sem ekki vilja að drykkjualdur á Íslandi sé 16 ára hljóta að krefjast þess að stjórnvöld taki á málinu. Margir halda því fram að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að breyta og svona sé þetta, svona hafi þetta verið og að þetta muni alltaf vera svona. Fyrir þá er áhugavert að líta aftur til ársins 1998 en þá höfðu 42% ungmenna í 10. bekk orðið drukkin síðastliðna 30 daga frá því að könnun Rannsóknar og greiningar var tekin en árið 2009 voru það einungis 19%. Á 11 árum hafði fjölda ungmenna, sem höfðu orðið drukkin síðasta mánuðinn, fækkað um meira en helming. Þessar tölur sýna okkur að það er hægt að breyta menningunni og að öflugt forvarnarstarf virkar því á þessum tíma hefur orðið mikil vitundarvakning almennings auk þess sem fjármagn í félagsmiðstöðvar og annað forvarnarstarf hefur margfaldast. En allir þessir peningar og það góða starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum er að miklu leyti unnið fyrir gýg þar sem dyrnar að félagsmiðstöðvunum lokast við útskrift úr grunnskóla og ekkert skipulagt félagsstarf á vegum hins opinbera tekur við. Þessi ungmenni sem alin eru upp við virka þátttöku í öflugu félagslífi fara strax að leita sér að öðru félagslífi til að taka þátt í. Þá tekur aðeins við félagslíf skólanna sem er stjórnað á forsendum ungmennanna sem þar eru fyrir með engri yfirumsjón eða leiðbeiningu fagaðila. Félagslíf skólanna einkennist oftar en ekki af mikilli drykkjumenningu og lýkur flestöllum stórum viðburðum á vegum menntaskólanna á fylleríi. Hér er ekki einu sinni talað um þá sem ekki fara í menntaskóla eða af einhverjum ástæðum hætta í skóla en þeir eru í miklum áhættuhóp að verða óvirkir og einangrast félagslega enda hafa þeir engan samastað innan samfélagsins. En hvað er til ráða? Eins og reynslan sýnir okkur þá dugir það skammt að halda einungis forvarnarfræðslu um skaðsemi áfengis fyrir ungt fólk þegar ungmennamenningin er einfaldlega drykkjumiðuð. Það þarf því að bjóða ungmennum 16 ára og eldri upp á jákvætt tómstundastarf undir handleiðslu fagfólks þar sem ungmennin fá að blómstra á eigin forsendum. Þekkingin er til staðar og býr í félagsmiðstöðvum landsins þar sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára hafa vettvang og tækifæri til að vinna að uppbyggjandi, skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Nokkur sveitarfélög hér á landi eru nú þegar byrjuð að vinna framúrskarandi frumkvöðlastarf í þessum málum og eru með starfrækt ungmennahús fyrir 16 ára og eldri. Þar hafa ungmennin vettvang til að hittast, sinna áhugamálum sínum og hafa einnig aðgang að fullorðnum fagmanni sem þau geta leitað til. Með þessu eru sveitarfélögin að bjóða ungmennunum sínum val. Val um það hvort einstaklingurinn vilji taka þátt í heilbrigðu tómstundastarfi sem hefur jákvæð áhrif á þroska hans eða hvort hann ætli að byggja félagslíf sitt upp í kringum áfengi sem hefur skaðleg áhrif á þroska og getu einstaklingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan „Fyrsta drykkjan 2010" sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins. Einnig ber að nefna að samkvæmt ársriti SÁÁ voru rúmlega 200 einstaklingar 19 ára og yngri innritaðir í meðferð á Vogi árið 2009. Þessar tölur, ásamt þeirri staðreynd að 90% prósent ungmenna séu byrjuð að drekka áður en þau mega það samkvæmt núverandi löggjöf, getur varla talist góður árangur. Þeir sem ekki vilja að drykkjualdur á Íslandi sé 16 ára hljóta að krefjast þess að stjórnvöld taki á málinu. Margir halda því fram að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að breyta og svona sé þetta, svona hafi þetta verið og að þetta muni alltaf vera svona. Fyrir þá er áhugavert að líta aftur til ársins 1998 en þá höfðu 42% ungmenna í 10. bekk orðið drukkin síðastliðna 30 daga frá því að könnun Rannsóknar og greiningar var tekin en árið 2009 voru það einungis 19%. Á 11 árum hafði fjölda ungmenna, sem höfðu orðið drukkin síðasta mánuðinn, fækkað um meira en helming. Þessar tölur sýna okkur að það er hægt að breyta menningunni og að öflugt forvarnarstarf virkar því á þessum tíma hefur orðið mikil vitundarvakning almennings auk þess sem fjármagn í félagsmiðstöðvar og annað forvarnarstarf hefur margfaldast. En allir þessir peningar og það góða starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum er að miklu leyti unnið fyrir gýg þar sem dyrnar að félagsmiðstöðvunum lokast við útskrift úr grunnskóla og ekkert skipulagt félagsstarf á vegum hins opinbera tekur við. Þessi ungmenni sem alin eru upp við virka þátttöku í öflugu félagslífi fara strax að leita sér að öðru félagslífi til að taka þátt í. Þá tekur aðeins við félagslíf skólanna sem er stjórnað á forsendum ungmennanna sem þar eru fyrir með engri yfirumsjón eða leiðbeiningu fagaðila. Félagslíf skólanna einkennist oftar en ekki af mikilli drykkjumenningu og lýkur flestöllum stórum viðburðum á vegum menntaskólanna á fylleríi. Hér er ekki einu sinni talað um þá sem ekki fara í menntaskóla eða af einhverjum ástæðum hætta í skóla en þeir eru í miklum áhættuhóp að verða óvirkir og einangrast félagslega enda hafa þeir engan samastað innan samfélagsins. En hvað er til ráða? Eins og reynslan sýnir okkur þá dugir það skammt að halda einungis forvarnarfræðslu um skaðsemi áfengis fyrir ungt fólk þegar ungmennamenningin er einfaldlega drykkjumiðuð. Það þarf því að bjóða ungmennum 16 ára og eldri upp á jákvætt tómstundastarf undir handleiðslu fagfólks þar sem ungmennin fá að blómstra á eigin forsendum. Þekkingin er til staðar og býr í félagsmiðstöðvum landsins þar sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára hafa vettvang og tækifæri til að vinna að uppbyggjandi, skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Nokkur sveitarfélög hér á landi eru nú þegar byrjuð að vinna framúrskarandi frumkvöðlastarf í þessum málum og eru með starfrækt ungmennahús fyrir 16 ára og eldri. Þar hafa ungmennin vettvang til að hittast, sinna áhugamálum sínum og hafa einnig aðgang að fullorðnum fagmanni sem þau geta leitað til. Með þessu eru sveitarfélögin að bjóða ungmennunum sínum val. Val um það hvort einstaklingurinn vilji taka þátt í heilbrigðu tómstundastarfi sem hefur jákvæð áhrif á þroska hans eða hvort hann ætli að byggja félagslíf sitt upp í kringum áfengi sem hefur skaðleg áhrif á þroska og getu einstaklingsins.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar