Um smálán Árni Páll Árnason skrifar 10. maí 2012 06:00 Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi. Það er mikilvægt að muna hvers vegna ástæða er til að setja hömlur á umsvif smálánafyrirtækja. Lærdómur okkar af nýafstöðnu hruni og útlánabólu í aðdraganda þess á að vera sá að við krefjum fjármálafyrirtæki um ábyrga viðskiptahætti. Við viljum ekki að fólk sé hvatt til ofskuldsetningar. Við viljum að lán séu einungis veitt þeim sem gerir sér glögga grein fyrir ábyrgðinni sem í lántökunni felst og að vaxtakjör og skilmálar séu öllum ljósir. Við vitum nefnilega af fenginni reynslu að lán getur verið bölvað ólán. Smálánafyrirtækin gera ekkert af þessu. Þau lána ekki til verðmætamyndunar, heldur til að bjarga neysluþörf fyrir horn. Lánað er til stutts tíma með gríðarlegum okurvöxtum. Ekki er kannaður bakgrunnur lántaka og í auglýsingum er lögð áhersla á einfaldleika og tafarlausa afgreiðslu allan sólarhringinn. Beint er þannig höfðað til þeirra sem ekki hafa forsendur til að meta afleiðingar lántökunnar og til þeirra sem eru orðnir uppiskroppa með skotsilfur á öldurhúsi um miðja nótt. Hámarksupphæð sem veitt er að láni í hvert skipti er svo lág að allar líkur eru á að foreldrar og aðstandendur hlaupi undir bagga með skuldurum, ef þeir eru ekki í færum til að standa skil á okurvöxtunum. Þannig getur svikamyllan haldið áfram. Nú reynir á að Alþingi stemmi þessa á að ósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi. Það er mikilvægt að muna hvers vegna ástæða er til að setja hömlur á umsvif smálánafyrirtækja. Lærdómur okkar af nýafstöðnu hruni og útlánabólu í aðdraganda þess á að vera sá að við krefjum fjármálafyrirtæki um ábyrga viðskiptahætti. Við viljum ekki að fólk sé hvatt til ofskuldsetningar. Við viljum að lán séu einungis veitt þeim sem gerir sér glögga grein fyrir ábyrgðinni sem í lántökunni felst og að vaxtakjör og skilmálar séu öllum ljósir. Við vitum nefnilega af fenginni reynslu að lán getur verið bölvað ólán. Smálánafyrirtækin gera ekkert af þessu. Þau lána ekki til verðmætamyndunar, heldur til að bjarga neysluþörf fyrir horn. Lánað er til stutts tíma með gríðarlegum okurvöxtum. Ekki er kannaður bakgrunnur lántaka og í auglýsingum er lögð áhersla á einfaldleika og tafarlausa afgreiðslu allan sólarhringinn. Beint er þannig höfðað til þeirra sem ekki hafa forsendur til að meta afleiðingar lántökunnar og til þeirra sem eru orðnir uppiskroppa með skotsilfur á öldurhúsi um miðja nótt. Hámarksupphæð sem veitt er að láni í hvert skipti er svo lág að allar líkur eru á að foreldrar og aðstandendur hlaupi undir bagga með skuldurum, ef þeir eru ekki í færum til að standa skil á okurvöxtunum. Þannig getur svikamyllan haldið áfram. Nú reynir á að Alþingi stemmi þessa á að ósi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar