Björt framtíð Snæfríður Baldvinsdóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Öfugt við væntingar hafa mörg okkar, sem sóttum málþing á vegum Háskólans á Bifröst og Neytendasamtakanna þann 13. apríl s.l. um framtíð landbúnaðar í breyttum heimi, farið af ráðstefnunni bjartsýnni á framtíðina en við vorum fyrir. Öfugt við væntingar, segi ég – og vísa þá til þess bölmóðs, sem þjakar alla umræðu um stöðu og framtíð íslensks landbúnaðar. Það er ekki síst fyrir atbeina bændaforystunnar sjálfrar, sem elur á því sí og æ, að bændur séu í útrýmingarhættu – hvorki meira né minna – ef hróflað verði við óbreyttu kerfi. Kannski er svo komið, að hagsmunir bænda og bændaforystunnar fari ekki lengur saman? Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og að hluta óhjákvæmilegar. Fulltrúi finnsku bændasamtakanna gerði því efni góð skil á málþinginu. En breytingar boða ekki bara hættur heldur líka ný sóknarfæri. Bölmóðurinn er til þess eins fallinn að birgja mönnum sýn á tækifærin. Ósjálfbært kerfiÓbreytt ástand er að vísu ekki gott. Núverandi landbúnaðarkerfi er ekki sjálfbært og fær því ekki staðist til frambúðar. Um það var ekki ágreiningur á málþinginu. Í þessu felst, að aðföng landbúnaðarins (stórvirkar vélar, innflutt orka, tilbúinn áburður, fóðurbætir o.s.frv.), að viðbættum styrkjum og niðurgreiðslum frá skattgreiðendum, eru dýrari en verðmæti afurðanna. Niðurstaðan er sú, að nettóframlag landbúnaðarins til þjóðarframleiðslunnar er neikvætt. Að óbreyttu á þetta ástand aðeins eftir að versna, því að verð aðfanga mun fyrirsjáanlega fara ört hækkandi í framtíðinni. Það framkallar kröfur um hærri styrki og meiri niðurgreiðslur til að viðhalda óbreyttu kerfi. Við þessi skilyrði er um tómt mál að tala, að óbreytt kerfi geti tryggt þjóðinni „fæðuöryggi". Við þetta bætist, að afkoma stórs hluta bændastéttarinnar er langt undir fátæktarmörkum. Þeir bændur, sem eru betur staddir, eru í reynd hnepptir í skuldafangelsi, sem um leið torveldar nýliðun í greininni. Landbúnaðarkerfi, sem skilar þeim sem eiga afkomu sína undir því ekki meiri árangri en þetta, er ekki á vetur setjandi. Landbúnaðar- og byggðastefna, sem snýst um það að halda dauðahaldi í óbreytt kerfi og að leggjast í andóf gegn nauðsynlegum breytingum, er hvorki bændum né neytendum í hag. Hún er einfaldlega tímaskekkja. Hér þarf nýja hugsun – nýja sýn. Þarna getum við reyndar lært margt af Evrópusambandinu, eins og okkar finnski gestur á málþinginu sýndi fram á. Nýr lífsstíllHvað gefur okkur þá tilefni til bjartsýni – þrátt fyrir allt? Lítum snöggvast út fyrir túnfótinn. Það er ekki langt síðan íbúatala jarðar fór yfir 7 milljarða markið. Meira en helmingur þessa mannfjölda býr nú í borgum. A.m.k. 2 milljarðar eiga eftir að bætast í hópinn á næstu áratugum, áður en aðgerðir til að stemma stigu við stjórnlausri offjölgun fara að bera árangur. Þótt mannlegt hugvit (vísinda- og tækniframfarir) hafi hingað til haft undan við að brauðfæða sívaxandi mannfjölda, er álagið á vistkerfi jarðar farið að nálgast þolmörk. Viðvörunarmerkin blasa hvarvetna við: Það koma 250 þúsund nýir gestir í kvöldmatinn í dag og alla daga næstu árin. Loftslagsbreytingar af manna völdum eiga eftir að raska matvælaframleiðslu víða um heim. Mengandi orkugjafar fara þverrandi og verða sífellt dýrari. Ofnotkun á nítrati í landbúnaðarframleiðslu mengar vatnsforðabúr og drepur allt kvikt í ám og vötnum og á stórum hafsvæðum. Fjöldi dýrategunda er í útrýmingarhættu. Víða er skortur á öllu: ræktanlegu landi, hreinni orku, ómenguðu vatni. Það verður ekki mikið lengur haldið áfram á sömu braut. Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst verðum við að breyta um hugsunarhátt. Það á bæði við um bændur og neytendur. Umbætur byrja heimaUmbætur byrja heima, stendur skrifað. Landið okkar leggur okkur upp í hendur ný tækifæri í breyttri heimsmynd. Loftslagsbreytingar gera okkur kleift að stunda korn(fóður)rækt með arðbærum hætti. Við höfum nóg landrými til ræktunar. Við höfum greiðan aðgang að hreinni orku og jarðhita. Ísland er eitt helsta vatnsforðabúr okkar heimshluta. Við höfum flest það, sem þarf til að vera í fararbroddi nýrra framleiðsluhátta, sem taka mið af nýrri heimsmynd, nýjum lífsstíl. Það er brýnt að eyða óvissu um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar. En svo er spurningin: Ætlum við að halda áfram að hjakka í sama farinu af gömlum vana? Eða ætlum við að nýta sóknarfærin, sem hvarvetna blasa við, til að hefja lífræna ræktun í stórum stíl við hagstæð skilyrði – líka til útflutnings? Þar er markaðurinn. Hvers vegna ætti þá samkeppnisörvandi innflutningur á matvælum að vera áfram bannorð? Í hinni nýju heimsmynd mun verð á matvælum – ekki síst lífrænt ræktuðum – fara ört hækkandi. Matvæli verða dýr á heimsmarkaði. Verðmunur á innlendum farmleiðslukostnaði og heimsmarkaðsverði mun minnka. Samkeppnisstaða Íslands mun stórbatna. Þarna liggja sóknarfærin. Þessa nýju framtíðarsýn vildum við fá að ræða við bændaforystuna á málþinginu á Bifröst. En hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum fortíðarinnar? Eiga bændur – og við öll af bændum komin – ekki betra skilið? (Þeim sem vilja kynna sér betur efni málþingsins á Bifröst um framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd 13. apríl sl., er bent á vefslóðina bifrost.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Öfugt við væntingar hafa mörg okkar, sem sóttum málþing á vegum Háskólans á Bifröst og Neytendasamtakanna þann 13. apríl s.l. um framtíð landbúnaðar í breyttum heimi, farið af ráðstefnunni bjartsýnni á framtíðina en við vorum fyrir. Öfugt við væntingar, segi ég – og vísa þá til þess bölmóðs, sem þjakar alla umræðu um stöðu og framtíð íslensks landbúnaðar. Það er ekki síst fyrir atbeina bændaforystunnar sjálfrar, sem elur á því sí og æ, að bændur séu í útrýmingarhættu – hvorki meira né minna – ef hróflað verði við óbreyttu kerfi. Kannski er svo komið, að hagsmunir bænda og bændaforystunnar fari ekki lengur saman? Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og að hluta óhjákvæmilegar. Fulltrúi finnsku bændasamtakanna gerði því efni góð skil á málþinginu. En breytingar boða ekki bara hættur heldur líka ný sóknarfæri. Bölmóðurinn er til þess eins fallinn að birgja mönnum sýn á tækifærin. Ósjálfbært kerfiÓbreytt ástand er að vísu ekki gott. Núverandi landbúnaðarkerfi er ekki sjálfbært og fær því ekki staðist til frambúðar. Um það var ekki ágreiningur á málþinginu. Í þessu felst, að aðföng landbúnaðarins (stórvirkar vélar, innflutt orka, tilbúinn áburður, fóðurbætir o.s.frv.), að viðbættum styrkjum og niðurgreiðslum frá skattgreiðendum, eru dýrari en verðmæti afurðanna. Niðurstaðan er sú, að nettóframlag landbúnaðarins til þjóðarframleiðslunnar er neikvætt. Að óbreyttu á þetta ástand aðeins eftir að versna, því að verð aðfanga mun fyrirsjáanlega fara ört hækkandi í framtíðinni. Það framkallar kröfur um hærri styrki og meiri niðurgreiðslur til að viðhalda óbreyttu kerfi. Við þessi skilyrði er um tómt mál að tala, að óbreytt kerfi geti tryggt þjóðinni „fæðuöryggi". Við þetta bætist, að afkoma stórs hluta bændastéttarinnar er langt undir fátæktarmörkum. Þeir bændur, sem eru betur staddir, eru í reynd hnepptir í skuldafangelsi, sem um leið torveldar nýliðun í greininni. Landbúnaðarkerfi, sem skilar þeim sem eiga afkomu sína undir því ekki meiri árangri en þetta, er ekki á vetur setjandi. Landbúnaðar- og byggðastefna, sem snýst um það að halda dauðahaldi í óbreytt kerfi og að leggjast í andóf gegn nauðsynlegum breytingum, er hvorki bændum né neytendum í hag. Hún er einfaldlega tímaskekkja. Hér þarf nýja hugsun – nýja sýn. Þarna getum við reyndar lært margt af Evrópusambandinu, eins og okkar finnski gestur á málþinginu sýndi fram á. Nýr lífsstíllHvað gefur okkur þá tilefni til bjartsýni – þrátt fyrir allt? Lítum snöggvast út fyrir túnfótinn. Það er ekki langt síðan íbúatala jarðar fór yfir 7 milljarða markið. Meira en helmingur þessa mannfjölda býr nú í borgum. A.m.k. 2 milljarðar eiga eftir að bætast í hópinn á næstu áratugum, áður en aðgerðir til að stemma stigu við stjórnlausri offjölgun fara að bera árangur. Þótt mannlegt hugvit (vísinda- og tækniframfarir) hafi hingað til haft undan við að brauðfæða sívaxandi mannfjölda, er álagið á vistkerfi jarðar farið að nálgast þolmörk. Viðvörunarmerkin blasa hvarvetna við: Það koma 250 þúsund nýir gestir í kvöldmatinn í dag og alla daga næstu árin. Loftslagsbreytingar af manna völdum eiga eftir að raska matvælaframleiðslu víða um heim. Mengandi orkugjafar fara þverrandi og verða sífellt dýrari. Ofnotkun á nítrati í landbúnaðarframleiðslu mengar vatnsforðabúr og drepur allt kvikt í ám og vötnum og á stórum hafsvæðum. Fjöldi dýrategunda er í útrýmingarhættu. Víða er skortur á öllu: ræktanlegu landi, hreinni orku, ómenguðu vatni. Það verður ekki mikið lengur haldið áfram á sömu braut. Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst verðum við að breyta um hugsunarhátt. Það á bæði við um bændur og neytendur. Umbætur byrja heimaUmbætur byrja heima, stendur skrifað. Landið okkar leggur okkur upp í hendur ný tækifæri í breyttri heimsmynd. Loftslagsbreytingar gera okkur kleift að stunda korn(fóður)rækt með arðbærum hætti. Við höfum nóg landrými til ræktunar. Við höfum greiðan aðgang að hreinni orku og jarðhita. Ísland er eitt helsta vatnsforðabúr okkar heimshluta. Við höfum flest það, sem þarf til að vera í fararbroddi nýrra framleiðsluhátta, sem taka mið af nýrri heimsmynd, nýjum lífsstíl. Það er brýnt að eyða óvissu um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar. En svo er spurningin: Ætlum við að halda áfram að hjakka í sama farinu af gömlum vana? Eða ætlum við að nýta sóknarfærin, sem hvarvetna blasa við, til að hefja lífræna ræktun í stórum stíl við hagstæð skilyrði – líka til útflutnings? Þar er markaðurinn. Hvers vegna ætti þá samkeppnisörvandi innflutningur á matvælum að vera áfram bannorð? Í hinni nýju heimsmynd mun verð á matvælum – ekki síst lífrænt ræktuðum – fara ört hækkandi. Matvæli verða dýr á heimsmarkaði. Verðmunur á innlendum farmleiðslukostnaði og heimsmarkaðsverði mun minnka. Samkeppnisstaða Íslands mun stórbatna. Þarna liggja sóknarfærin. Þessa nýju framtíðarsýn vildum við fá að ræða við bændaforystuna á málþinginu á Bifröst. En hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum fortíðarinnar? Eiga bændur – og við öll af bændum komin – ekki betra skilið? (Þeim sem vilja kynna sér betur efni málþingsins á Bifröst um framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd 13. apríl sl., er bent á vefslóðina bifrost.is).
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun