Vísindagreinar á mannamáli Pétur Berg Matthíasson skrifar 16. maí 2012 06:00 Þó nokkur umfjöllun hefur átt sér stað í fjölmiðlum og í fræðasamfélaginu eftir að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild HÍ, tók saman hve margar greinar eftir íslenska vísindamenn hafa birst í virtum erlendum tímaritum undanfarin ár og áratugi. Hann komst að því að greinum eftir íslenska vísindamenn hafði fjölgað jafnt og þétt undanfarna tvo áratugi og verið 1.049 árið 2010. Þeim hafi síðan fækkað um 13% árið 2011 og verið þá um 900. Fram kemur í skýrslu Rannís um rannsóknir og þróun árið 2011 að Íslendingar hafa sýnt mesta hlutfallslega aukningu í birtingu á greinum í ritrýndum fagritum frá 1984 til 2008 sé tekið mið af frammistöðu annarra norrænna ríkja. Að mati Magnúsar má skýringuna finna í kreppunni sem lýsi sér í minnkuðum framlögum til samkeppnissjóðanna sem er ein aðal fjárveitingarleið þeirra vísindamanna sem vinna á alþjóðlegum grunni (háskólarnir sjálfir eru á fjárlögum og fjármagna rannsóknir með og án aðkomu samkeppnissjóðanna). Það er margt til í þessu en framlag ríkisins til rannsókna og þróunar í fjárlögum var um 17,4 milljarðar króna árið 2010 og 15,3 milljarðar króna árið 2011 á verðlagi 2010. Háskólar taka við um 40% af því fé og opinberar stofnanir um 30%. Samkvæmt tölum frá OECD hefur Ísland verið að standa sig ágætlega þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar. Ísland var t.a.m. í 5. sæti af ríkjum OECD þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar árið 2009 í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Aðgengi að vísindagreinumÞegar almenningur sér þessar upphæðir er ekki ósennilegt að hann staldri við. Um er að ræða mjög háar fjárhæðir af fjármunum skattborgara og því mikilvægt að upplýsingar og gögn um þessar rannsóknir sem verið er að fjármagna séu aðgengilegar. Á hinum síðari árum hafa orðið ýmsar breytingar í þessum efnum og meiri kröfur gerðar til vísindamanna um að afrakstur rannsókna sé birtur í opnum aðgangi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið slík tilmæli til háskóla, rannsóknasjóða, sem og Rannís. Ítök alþjóðlegra vísindatímarita hafa lengi verið sterk en þau bestu fá fremstu fræðimennina á sínu sviði til að skrifa ókeypis greinar um merkilegar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af sjóðum, háskólum, einkaaðilum o.fl. Síðan þurfa háskólarnir, þar sem þessir fræðimenn starfa, að greiða háar fjárhæðir þessum vísindatímaritum fyrir áskrift að greinum sem fræðimennirnir sem starfa hjá háskólanum hafa skrifað. Þetta er mjög sérstakt fyrirkomulag en ýmislegt er að þokast í rétta átt í þessum efnum. Berlínaryfirlýsingin sem Vísinda- og tækniráð skrifaði undir árið 2010 er sáttmáli um opinn aðgang með það markmið að hvetja vísindamenn til að birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi. Frá samþykkt yfirlýsingarinnar árið 2003 hafa 375 aðilar, þ.m.t. ríkisstjórnir, háskólar, rannsóknastofnanir, bókasöfn og fagfélög, undirritað yfirlýsinguna. Með henni er m.a. verið að hvetja til varðveislu vísindarita í varðveislusöfnum og að þau verði opin almenningi án endurgjalds. Jafnframt er mælst til þess að vísindastyrkþegar noti hluta af rannsóknarfé sínu til að gefa út niðurstöður rannsókna í rafrænum opnum vísindaritum. Vísindarannsóknir fyrir hverja?Almennt eru vísindagreinar ekki skrifaðar fyrir almenning heldur fyrir kollega starfandi á sambærilegum sviðum og vísindamaðurinn sjálfur sem skrifaði greinina. Oft getur verið erfitt fyrir einstakling sem ekki er menntaður í faginu að skilja hvað átt er við og sjaldnast verður það einfaldara á ensku þar sem íðorðaforði fræðigreinarinnar getur verið mjög torskilinn. Í sumum íslenskum fræðiritum má hins vegar finna greinar sem almenningur getur bæði lesið og skilið en slíkt er mjög mikilvægt. Vísindamenn og fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina vanrækt að gera niðurstöður vísindarannsókna skiljanlegar og aðgengilegar fyrir almenning. Stöku sinnum fá fjölmiðlarnir áhuga á niðurstöðum rannsókna og er það þá oft í tengslum við mál eins og einelti í skólum, neyslu unglinga á áfengi, afbrot o.s.frv. Þetta er hins vegar bara brot af því sem er að gerast. Sjaldnast er verið að fjalla um niðurstöður í vísindagreinum heldur niðurstöður úr viðhorfskönnunum sem í fæstum tilfellum enda í vísindagreinum. Aðeins er verið að taka út einhverja stöðu á tilteknum tíma og ræða. Mikilvægt er að vísindamenn geri betur grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna á mannamáli, sérstaklega þeir sem þiggja opinbert fé til að fjármagna þær. Hægt er að gera þetta með ýmsum hætti, s.s. á vefsíðum, með bloggi, greinum í blöðum o.s.frv. Svo er aldrei að vita nema fréttastofur ljósvakamiðlanna fjalli um þær. Í raun er vert að spyrja af hverju ekki sé fjallað með markvissari hætti um íslenskar vísindarannsóknir í fjölmiðlum. Það ætti ekki að vera erfitt að réttlæta mun umfangsmeiri umfjöllun í fjölmiðlum um vísindarannsóknir á Íslandi sé litið til þess hversu mikil gróska er í vísindastarfi á Íslandi. Það má ekki gleymast að forsenda nýsköpunar í samfélögum er flæði tækni og upplýsinga á milli almennings, fyrirtækja og stofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þó nokkur umfjöllun hefur átt sér stað í fjölmiðlum og í fræðasamfélaginu eftir að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild HÍ, tók saman hve margar greinar eftir íslenska vísindamenn hafa birst í virtum erlendum tímaritum undanfarin ár og áratugi. Hann komst að því að greinum eftir íslenska vísindamenn hafði fjölgað jafnt og þétt undanfarna tvo áratugi og verið 1.049 árið 2010. Þeim hafi síðan fækkað um 13% árið 2011 og verið þá um 900. Fram kemur í skýrslu Rannís um rannsóknir og þróun árið 2011 að Íslendingar hafa sýnt mesta hlutfallslega aukningu í birtingu á greinum í ritrýndum fagritum frá 1984 til 2008 sé tekið mið af frammistöðu annarra norrænna ríkja. Að mati Magnúsar má skýringuna finna í kreppunni sem lýsi sér í minnkuðum framlögum til samkeppnissjóðanna sem er ein aðal fjárveitingarleið þeirra vísindamanna sem vinna á alþjóðlegum grunni (háskólarnir sjálfir eru á fjárlögum og fjármagna rannsóknir með og án aðkomu samkeppnissjóðanna). Það er margt til í þessu en framlag ríkisins til rannsókna og þróunar í fjárlögum var um 17,4 milljarðar króna árið 2010 og 15,3 milljarðar króna árið 2011 á verðlagi 2010. Háskólar taka við um 40% af því fé og opinberar stofnanir um 30%. Samkvæmt tölum frá OECD hefur Ísland verið að standa sig ágætlega þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar. Ísland var t.a.m. í 5. sæti af ríkjum OECD þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar árið 2009 í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Aðgengi að vísindagreinumÞegar almenningur sér þessar upphæðir er ekki ósennilegt að hann staldri við. Um er að ræða mjög háar fjárhæðir af fjármunum skattborgara og því mikilvægt að upplýsingar og gögn um þessar rannsóknir sem verið er að fjármagna séu aðgengilegar. Á hinum síðari árum hafa orðið ýmsar breytingar í þessum efnum og meiri kröfur gerðar til vísindamanna um að afrakstur rannsókna sé birtur í opnum aðgangi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið slík tilmæli til háskóla, rannsóknasjóða, sem og Rannís. Ítök alþjóðlegra vísindatímarita hafa lengi verið sterk en þau bestu fá fremstu fræðimennina á sínu sviði til að skrifa ókeypis greinar um merkilegar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af sjóðum, háskólum, einkaaðilum o.fl. Síðan þurfa háskólarnir, þar sem þessir fræðimenn starfa, að greiða háar fjárhæðir þessum vísindatímaritum fyrir áskrift að greinum sem fræðimennirnir sem starfa hjá háskólanum hafa skrifað. Þetta er mjög sérstakt fyrirkomulag en ýmislegt er að þokast í rétta átt í þessum efnum. Berlínaryfirlýsingin sem Vísinda- og tækniráð skrifaði undir árið 2010 er sáttmáli um opinn aðgang með það markmið að hvetja vísindamenn til að birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi. Frá samþykkt yfirlýsingarinnar árið 2003 hafa 375 aðilar, þ.m.t. ríkisstjórnir, háskólar, rannsóknastofnanir, bókasöfn og fagfélög, undirritað yfirlýsinguna. Með henni er m.a. verið að hvetja til varðveislu vísindarita í varðveislusöfnum og að þau verði opin almenningi án endurgjalds. Jafnframt er mælst til þess að vísindastyrkþegar noti hluta af rannsóknarfé sínu til að gefa út niðurstöður rannsókna í rafrænum opnum vísindaritum. Vísindarannsóknir fyrir hverja?Almennt eru vísindagreinar ekki skrifaðar fyrir almenning heldur fyrir kollega starfandi á sambærilegum sviðum og vísindamaðurinn sjálfur sem skrifaði greinina. Oft getur verið erfitt fyrir einstakling sem ekki er menntaður í faginu að skilja hvað átt er við og sjaldnast verður það einfaldara á ensku þar sem íðorðaforði fræðigreinarinnar getur verið mjög torskilinn. Í sumum íslenskum fræðiritum má hins vegar finna greinar sem almenningur getur bæði lesið og skilið en slíkt er mjög mikilvægt. Vísindamenn og fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina vanrækt að gera niðurstöður vísindarannsókna skiljanlegar og aðgengilegar fyrir almenning. Stöku sinnum fá fjölmiðlarnir áhuga á niðurstöðum rannsókna og er það þá oft í tengslum við mál eins og einelti í skólum, neyslu unglinga á áfengi, afbrot o.s.frv. Þetta er hins vegar bara brot af því sem er að gerast. Sjaldnast er verið að fjalla um niðurstöður í vísindagreinum heldur niðurstöður úr viðhorfskönnunum sem í fæstum tilfellum enda í vísindagreinum. Aðeins er verið að taka út einhverja stöðu á tilteknum tíma og ræða. Mikilvægt er að vísindamenn geri betur grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna á mannamáli, sérstaklega þeir sem þiggja opinbert fé til að fjármagna þær. Hægt er að gera þetta með ýmsum hætti, s.s. á vefsíðum, með bloggi, greinum í blöðum o.s.frv. Svo er aldrei að vita nema fréttastofur ljósvakamiðlanna fjalli um þær. Í raun er vert að spyrja af hverju ekki sé fjallað með markvissari hætti um íslenskar vísindarannsóknir í fjölmiðlum. Það ætti ekki að vera erfitt að réttlæta mun umfangsmeiri umfjöllun í fjölmiðlum um vísindarannsóknir á Íslandi sé litið til þess hversu mikil gróska er í vísindastarfi á Íslandi. Það má ekki gleymast að forsenda nýsköpunar í samfélögum er flæði tækni og upplýsinga á milli almennings, fyrirtækja og stofnana.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar