Til borgarfulltrúa Besta flokksins Davíð Roach Gunnarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. Mér datt ekki í hug að maður eins og Einar Örn Benidiktsson, sem ég hef séð rokka pakkfullan Nasa með Ghostigital þar sem svitinn lak af súlunum, myndi láta þetta óáreitt. Ég hugsaði með mér að Óttar Proppé, sem hefur komið fram þar ótal sinnum með Ham, Dr. Spock, Rassi og Diskóeyjunni, hlyti að gera sér grein fyrir mikilvægi staðarins fyrir íslenskt tónlistarlíf. Kalli baggalútur hefur einnig verið fastagestur á sviðinu í þessum frábæra og fallega tónleikasal. Ef Besti flokkurinn hefði ekki verið í borgarstjórn hefði ég ekki beðið þetta lengi með að stinga niður penna. En enginn af ykkur hefur hins vegar staðið undir væntingum mínum og lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins. Harpan er frábært tónleikahús en er engan veginn sambærileg við Nasa, hvorki þegar kemur að svitamettaðri rokk- og klúbbastemningu eða verði á leigu fyrir íslenska tónlistarmenn sem seint verða taldir ofaldir. Þetta ættuð þið að vita. Ég hef ekki nógu miklu þekkingu á lögum og reglum um deiliskipulag til að geta rætt það í þaula, en ef hægt var að koma í veg fyrir þessi áform fyrir þremur árum þá er það hægt núna. Hins vegar hef ég nógu sterkan siðferðisáttavita til að gera mér grein fyrir því að það sé í hæsta máta óeðlilegt að eigandi lóðarinnar fjármagni samkeppni og sitji jafnframt í dómnefnd sem á að ákvarða skipulag svæðisins. Þar mætast pólitíkin og verktakaveldið opinberlega í innilegu faðmlagi og er það til skammar. Þetta er sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða eina elstu og fallegustu byggð borgarinnar sem ætti að vera skipulögð út frá fagurfræði og hagsmunum almennings, ekki verktaka. Þið sögðust ætla að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Hvað er skemmtilegt við risahótel sem gnæfir yfir Austurvelli? Hvernig getur það gert borgina skemmtilegri að loka einum vinsælasta tónleika- og samkomustað hennar og um leið skera í burtu hryggjarstykkið í Iceland Airwaves-hátíðinni? Fólk eins og ég kaus ykkur m.a. til að standa í vegi fyrir því að kúltúrlausir blýantsnagarar leyfi verktakaveldinu að valta yfir menningarverðmæti. Páll Óskar sagðist mundu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar þær mæta í niðurrifið. Það er mín einlæga von að þið stoppið þetta ferli áður en komið er á það stig. Að öðrum kosti þarf ég að verða mér úti um keðjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00 Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00 Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. Mér datt ekki í hug að maður eins og Einar Örn Benidiktsson, sem ég hef séð rokka pakkfullan Nasa með Ghostigital þar sem svitinn lak af súlunum, myndi láta þetta óáreitt. Ég hugsaði með mér að Óttar Proppé, sem hefur komið fram þar ótal sinnum með Ham, Dr. Spock, Rassi og Diskóeyjunni, hlyti að gera sér grein fyrir mikilvægi staðarins fyrir íslenskt tónlistarlíf. Kalli baggalútur hefur einnig verið fastagestur á sviðinu í þessum frábæra og fallega tónleikasal. Ef Besti flokkurinn hefði ekki verið í borgarstjórn hefði ég ekki beðið þetta lengi með að stinga niður penna. En enginn af ykkur hefur hins vegar staðið undir væntingum mínum og lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins. Harpan er frábært tónleikahús en er engan veginn sambærileg við Nasa, hvorki þegar kemur að svitamettaðri rokk- og klúbbastemningu eða verði á leigu fyrir íslenska tónlistarmenn sem seint verða taldir ofaldir. Þetta ættuð þið að vita. Ég hef ekki nógu miklu þekkingu á lögum og reglum um deiliskipulag til að geta rætt það í þaula, en ef hægt var að koma í veg fyrir þessi áform fyrir þremur árum þá er það hægt núna. Hins vegar hef ég nógu sterkan siðferðisáttavita til að gera mér grein fyrir því að það sé í hæsta máta óeðlilegt að eigandi lóðarinnar fjármagni samkeppni og sitji jafnframt í dómnefnd sem á að ákvarða skipulag svæðisins. Þar mætast pólitíkin og verktakaveldið opinberlega í innilegu faðmlagi og er það til skammar. Þetta er sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða eina elstu og fallegustu byggð borgarinnar sem ætti að vera skipulögð út frá fagurfræði og hagsmunum almennings, ekki verktaka. Þið sögðust ætla að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Hvað er skemmtilegt við risahótel sem gnæfir yfir Austurvelli? Hvernig getur það gert borgina skemmtilegri að loka einum vinsælasta tónleika- og samkomustað hennar og um leið skera í burtu hryggjarstykkið í Iceland Airwaves-hátíðinni? Fólk eins og ég kaus ykkur m.a. til að standa í vegi fyrir því að kúltúrlausir blýantsnagarar leyfi verktakaveldinu að valta yfir menningarverðmæti. Páll Óskar sagðist mundu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar þær mæta í niðurrifið. Það er mín einlæga von að þið stoppið þetta ferli áður en komið er á það stig. Að öðrum kosti þarf ég að verða mér úti um keðjur.
Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00
Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun