Til borgarfulltrúa Besta flokksins Davíð Roach Gunnarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. Mér datt ekki í hug að maður eins og Einar Örn Benidiktsson, sem ég hef séð rokka pakkfullan Nasa með Ghostigital þar sem svitinn lak af súlunum, myndi láta þetta óáreitt. Ég hugsaði með mér að Óttar Proppé, sem hefur komið fram þar ótal sinnum með Ham, Dr. Spock, Rassi og Diskóeyjunni, hlyti að gera sér grein fyrir mikilvægi staðarins fyrir íslenskt tónlistarlíf. Kalli baggalútur hefur einnig verið fastagestur á sviðinu í þessum frábæra og fallega tónleikasal. Ef Besti flokkurinn hefði ekki verið í borgarstjórn hefði ég ekki beðið þetta lengi með að stinga niður penna. En enginn af ykkur hefur hins vegar staðið undir væntingum mínum og lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins. Harpan er frábært tónleikahús en er engan veginn sambærileg við Nasa, hvorki þegar kemur að svitamettaðri rokk- og klúbbastemningu eða verði á leigu fyrir íslenska tónlistarmenn sem seint verða taldir ofaldir. Þetta ættuð þið að vita. Ég hef ekki nógu miklu þekkingu á lögum og reglum um deiliskipulag til að geta rætt það í þaula, en ef hægt var að koma í veg fyrir þessi áform fyrir þremur árum þá er það hægt núna. Hins vegar hef ég nógu sterkan siðferðisáttavita til að gera mér grein fyrir því að það sé í hæsta máta óeðlilegt að eigandi lóðarinnar fjármagni samkeppni og sitji jafnframt í dómnefnd sem á að ákvarða skipulag svæðisins. Þar mætast pólitíkin og verktakaveldið opinberlega í innilegu faðmlagi og er það til skammar. Þetta er sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða eina elstu og fallegustu byggð borgarinnar sem ætti að vera skipulögð út frá fagurfræði og hagsmunum almennings, ekki verktaka. Þið sögðust ætla að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Hvað er skemmtilegt við risahótel sem gnæfir yfir Austurvelli? Hvernig getur það gert borgina skemmtilegri að loka einum vinsælasta tónleika- og samkomustað hennar og um leið skera í burtu hryggjarstykkið í Iceland Airwaves-hátíðinni? Fólk eins og ég kaus ykkur m.a. til að standa í vegi fyrir því að kúltúrlausir blýantsnagarar leyfi verktakaveldinu að valta yfir menningarverðmæti. Páll Óskar sagðist mundu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar þær mæta í niðurrifið. Það er mín einlæga von að þið stoppið þetta ferli áður en komið er á það stig. Að öðrum kosti þarf ég að verða mér úti um keðjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00 Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00 Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. Mér datt ekki í hug að maður eins og Einar Örn Benidiktsson, sem ég hef séð rokka pakkfullan Nasa með Ghostigital þar sem svitinn lak af súlunum, myndi láta þetta óáreitt. Ég hugsaði með mér að Óttar Proppé, sem hefur komið fram þar ótal sinnum með Ham, Dr. Spock, Rassi og Diskóeyjunni, hlyti að gera sér grein fyrir mikilvægi staðarins fyrir íslenskt tónlistarlíf. Kalli baggalútur hefur einnig verið fastagestur á sviðinu í þessum frábæra og fallega tónleikasal. Ef Besti flokkurinn hefði ekki verið í borgarstjórn hefði ég ekki beðið þetta lengi með að stinga niður penna. En enginn af ykkur hefur hins vegar staðið undir væntingum mínum og lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins. Harpan er frábært tónleikahús en er engan veginn sambærileg við Nasa, hvorki þegar kemur að svitamettaðri rokk- og klúbbastemningu eða verði á leigu fyrir íslenska tónlistarmenn sem seint verða taldir ofaldir. Þetta ættuð þið að vita. Ég hef ekki nógu miklu þekkingu á lögum og reglum um deiliskipulag til að geta rætt það í þaula, en ef hægt var að koma í veg fyrir þessi áform fyrir þremur árum þá er það hægt núna. Hins vegar hef ég nógu sterkan siðferðisáttavita til að gera mér grein fyrir því að það sé í hæsta máta óeðlilegt að eigandi lóðarinnar fjármagni samkeppni og sitji jafnframt í dómnefnd sem á að ákvarða skipulag svæðisins. Þar mætast pólitíkin og verktakaveldið opinberlega í innilegu faðmlagi og er það til skammar. Þetta er sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða eina elstu og fallegustu byggð borgarinnar sem ætti að vera skipulögð út frá fagurfræði og hagsmunum almennings, ekki verktaka. Þið sögðust ætla að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Hvað er skemmtilegt við risahótel sem gnæfir yfir Austurvelli? Hvernig getur það gert borgina skemmtilegri að loka einum vinsælasta tónleika- og samkomustað hennar og um leið skera í burtu hryggjarstykkið í Iceland Airwaves-hátíðinni? Fólk eins og ég kaus ykkur m.a. til að standa í vegi fyrir því að kúltúrlausir blýantsnagarar leyfi verktakaveldinu að valta yfir menningarverðmæti. Páll Óskar sagðist mundu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar þær mæta í niðurrifið. Það er mín einlæga von að þið stoppið þetta ferli áður en komið er á það stig. Að öðrum kosti þarf ég að verða mér úti um keðjur.
Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00
Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar