Að varðveita sögu allra Svanhildur Bogadóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi og það hefur orðið á margan hátt litríkara, umburðarlyndara og fjölbreyttara. Það er ekki síst að þakka þeim fjölda fólks sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum og auðgað mannlíf okkar og menningu. Íslendingum af erlendum uppruna hefur á þessum tíma fjölgað, áhrif þeirra hafa aukist og þeir verða sífellt mikilvægari hluti af sögu og menningu Íslands. Þeir hafa komið sem einstaklingar eða í hópnum, fest rætur og byggt líf sitt upp hér. Fortíð þeirra og ástæður komu er mismunandi en þeir hafa tekið með sér sína menningu og reynslu sem blandast smátt og smátt saman við heim okkar sem fyrir vorum. Saga þeirra er orðin samofin sögu Íslands. Því miður hefur ekki mikið varðveist í skjölum af heimildum um fólk sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum, fortíð þeirra, líðan eftir að þeir komu til landsins og hvernig þeim gekk að aðlagast íslenskum aðstæðum. Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt taka við skjalasöfnum einstaklinga og hafa einungis örfá skjalasöfn Íslendinga af erlendum uppruna ratað inn til þeirra. Mikilvægt er að saga þeirra sé skráð og varðveitt til þess að við skiljum betur aðstæður þeirra og fortíð en ekki síður að varðveittar séu heimildir um líf þeirra eftir komuna til Íslands. Við þurfum að hafa heimildir fyrir framtíðina til að geta kafað dýpra en einungis að hafa svör við spurningunni sígildu „How do you like Iceland?" Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að varðveita þessa sögu með því að fá skjöl fólks af erlendum uppruna til varðveislu. Bæði getur verið um að ræða skjöl einstaklinga, fjölskyldna þeirra og ekki síður félaga innflytjenda. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi eða ljósmynd til stærri safna og bæði frá árunum áður en flutt var til Íslands sem og frá tímanum eftir komu til landsins. Þau verða skráð og varðveitt í skjalageymslu safnsins gefanda að kostnaðarlausu. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða þau í ákveðinn tíma án leyfis viðkomandi. Þjóðerni, atvinna eða aldur skiptir ekki máli og heldur ekki á hvaða tungumáli skjölin eru. Skjöl eru til dæmis handskrifuð bréf, útprentun á tölvubréfum, dagbækur, póstkort, tækifæriskort, heimilisbókhald, ljósmyndir og aðrar heimildir um líf einstaklinga. Sömuleiðis væri fróðlegt að fá sendar frásagnir, á hvaða formi sem er, af því hvernig er að setjast að á Íslandi og sögur af bakgrunni innflytjenda. Hægt er að senda þær merktar eða nafnlaust til safnsins. Skjöl Reykvíkinga af erlendum uppruna eru mikilvæg til að hægt sé að skrá og varðveita sögu þeirra, sem einstaklinga og hóps, fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef saga þeirra glataðist. Skjölin verða varðveitt fyrir komandi kynslóðir til fræðslu, rannsókna og upplýsingar. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl, eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns og kanna hvort það vilji fá skjölin til varðveislu. Utan Reykjavíkur taka héraðsskjalasöfn á hverju svæði skjöl til varðveislu. Til að fá nánari upplýsingar hafið samband í síma 4116060, sendið póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða komið á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 10 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík. Safnið getur útvegað túlkaþjónustu ef þess er óskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi og það hefur orðið á margan hátt litríkara, umburðarlyndara og fjölbreyttara. Það er ekki síst að þakka þeim fjölda fólks sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum og auðgað mannlíf okkar og menningu. Íslendingum af erlendum uppruna hefur á þessum tíma fjölgað, áhrif þeirra hafa aukist og þeir verða sífellt mikilvægari hluti af sögu og menningu Íslands. Þeir hafa komið sem einstaklingar eða í hópnum, fest rætur og byggt líf sitt upp hér. Fortíð þeirra og ástæður komu er mismunandi en þeir hafa tekið með sér sína menningu og reynslu sem blandast smátt og smátt saman við heim okkar sem fyrir vorum. Saga þeirra er orðin samofin sögu Íslands. Því miður hefur ekki mikið varðveist í skjölum af heimildum um fólk sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum, fortíð þeirra, líðan eftir að þeir komu til landsins og hvernig þeim gekk að aðlagast íslenskum aðstæðum. Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt taka við skjalasöfnum einstaklinga og hafa einungis örfá skjalasöfn Íslendinga af erlendum uppruna ratað inn til þeirra. Mikilvægt er að saga þeirra sé skráð og varðveitt til þess að við skiljum betur aðstæður þeirra og fortíð en ekki síður að varðveittar séu heimildir um líf þeirra eftir komuna til Íslands. Við þurfum að hafa heimildir fyrir framtíðina til að geta kafað dýpra en einungis að hafa svör við spurningunni sígildu „How do you like Iceland?" Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að varðveita þessa sögu með því að fá skjöl fólks af erlendum uppruna til varðveislu. Bæði getur verið um að ræða skjöl einstaklinga, fjölskyldna þeirra og ekki síður félaga innflytjenda. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi eða ljósmynd til stærri safna og bæði frá árunum áður en flutt var til Íslands sem og frá tímanum eftir komu til landsins. Þau verða skráð og varðveitt í skjalageymslu safnsins gefanda að kostnaðarlausu. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða þau í ákveðinn tíma án leyfis viðkomandi. Þjóðerni, atvinna eða aldur skiptir ekki máli og heldur ekki á hvaða tungumáli skjölin eru. Skjöl eru til dæmis handskrifuð bréf, útprentun á tölvubréfum, dagbækur, póstkort, tækifæriskort, heimilisbókhald, ljósmyndir og aðrar heimildir um líf einstaklinga. Sömuleiðis væri fróðlegt að fá sendar frásagnir, á hvaða formi sem er, af því hvernig er að setjast að á Íslandi og sögur af bakgrunni innflytjenda. Hægt er að senda þær merktar eða nafnlaust til safnsins. Skjöl Reykvíkinga af erlendum uppruna eru mikilvæg til að hægt sé að skrá og varðveita sögu þeirra, sem einstaklinga og hóps, fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef saga þeirra glataðist. Skjölin verða varðveitt fyrir komandi kynslóðir til fræðslu, rannsókna og upplýsingar. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl, eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns og kanna hvort það vilji fá skjölin til varðveislu. Utan Reykjavíkur taka héraðsskjalasöfn á hverju svæði skjöl til varðveislu. Til að fá nánari upplýsingar hafið samband í síma 4116060, sendið póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða komið á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 10 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík. Safnið getur útvegað túlkaþjónustu ef þess er óskað.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar