Á stjórnarandstaðan bara að halda kjafti og vera sæt? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis. Það er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast þegar ríkisstjórnin velur að keyra tæplega 60 mál inn í þingið á síðasta degi. Ríkisstjórninni er fullljóst að slík vinnubrögð munu alltaf leiða til vandamála og árekstra vegna tímaskorts við afgreiðslu mála. Vinnubrögðin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnarOg hvað leiðir þessi lélega verkstjórn af sér? Stjórnarflokkarnir keyra áfram sína átakapólitík og neita að ræða við stjórnarandstöðuna um lyktir þingmála. Sumum finnst að stjórnarandstaðan eigi að sitja prúð og stillt í stað þess að reyna að breyta málum eða stöðva mál sem er skaðleg samfélaginu. Svo virðist sem það sé einmitt eini skilningur forsætisráðherra á orðunum „samráð" og „samvinna". Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allt samráð að engu og í raun vilja það ekki. Þegar þing hófst 1. október 2011 lá fjöldi þingdaga fyrir. Þá lá líka fyrir að 30. apríl 2012 væri síðasti dagur til að mál geti mögulega komið á dagskrá Alþingis. Í stað þess að nýta alla starfsmánuði Alþingis til að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar settu stjórnarflokkarnir líklega nýtt met í sofandahætti í ár, þar sem þeir lögðu nærri 60 þingmál inn í þingið á síðasta degi. Þá voru eftir þrettán þingfundadagar. Þessi 60 mál bættust við öll önnur sem þegar lágu óafgreidd í þinginu. Meðal mála sem komu fram á lokafresti voru stór og umdeild mál eins og sjávarútvegsfrumvörp, rammaáætlun um orkunýtingu, breytingar á stjórnarráði svo eitthvað sé nefnt. Með sína átakapólitík að vopni vilja stjórnarflokkarnir nú keyra öll þessi stóru mál, auk tuga annarra mála, í gegnum þingið á þessum síðustu dögum sem eftir eru. (Þegar þetta er skrifað lifa átta fundadagar af starfsáætlun þingsins). Þrátt fyrir það setja flokkarnir mjög umdeilt mál á dagskrá á undan óumdeildari málum sem þá læsast inni. Er það heilbrigt lýðræði?Á stjórnarandstaðan að hleypa öllum málum ríkisstjórnarinnar í gegn án umræðu? Nei, hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita meirihlutanum aðhald. Það er grunnatriði í lýðræðislegri stjórnskipan. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir því að minna umdeild mál verði rædd fyrst svo þau komist til nefnda Alþingis. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn. Stjórnarandstaðan hefur boðið að öll mál er snúa að bættum hag heimilanna fái forgang. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn, vill bara átakamálin á dagskrá. Er það forsvaranlegt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé stillt upp við vegg af ríkisstjórnarflokkunum með þeim hætti að stjórnarflokkarnir taka í gíslingu málefni heimilanna og framsókn í atvinnumálum til að keyra yfir stjórnarandstöðuna, án umræðu, mál sem hún hefur aðrar skoðanir á? Vilja Íslendingar að átakastjórnmál gamalla tíma sem stjórnarflokkarnir stunda verði áfram við líði? Það getur ekki verið sök stjórnarandstöðunnar að málefni stjórnarflokkanna koma seint fram og illa unnin. Verkstjórnin og vinnubrögðin eru á ábyrgð forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis. Það er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast þegar ríkisstjórnin velur að keyra tæplega 60 mál inn í þingið á síðasta degi. Ríkisstjórninni er fullljóst að slík vinnubrögð munu alltaf leiða til vandamála og árekstra vegna tímaskorts við afgreiðslu mála. Vinnubrögðin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnarOg hvað leiðir þessi lélega verkstjórn af sér? Stjórnarflokkarnir keyra áfram sína átakapólitík og neita að ræða við stjórnarandstöðuna um lyktir þingmála. Sumum finnst að stjórnarandstaðan eigi að sitja prúð og stillt í stað þess að reyna að breyta málum eða stöðva mál sem er skaðleg samfélaginu. Svo virðist sem það sé einmitt eini skilningur forsætisráðherra á orðunum „samráð" og „samvinna". Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allt samráð að engu og í raun vilja það ekki. Þegar þing hófst 1. október 2011 lá fjöldi þingdaga fyrir. Þá lá líka fyrir að 30. apríl 2012 væri síðasti dagur til að mál geti mögulega komið á dagskrá Alþingis. Í stað þess að nýta alla starfsmánuði Alþingis til að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar settu stjórnarflokkarnir líklega nýtt met í sofandahætti í ár, þar sem þeir lögðu nærri 60 þingmál inn í þingið á síðasta degi. Þá voru eftir þrettán þingfundadagar. Þessi 60 mál bættust við öll önnur sem þegar lágu óafgreidd í þinginu. Meðal mála sem komu fram á lokafresti voru stór og umdeild mál eins og sjávarútvegsfrumvörp, rammaáætlun um orkunýtingu, breytingar á stjórnarráði svo eitthvað sé nefnt. Með sína átakapólitík að vopni vilja stjórnarflokkarnir nú keyra öll þessi stóru mál, auk tuga annarra mála, í gegnum þingið á þessum síðustu dögum sem eftir eru. (Þegar þetta er skrifað lifa átta fundadagar af starfsáætlun þingsins). Þrátt fyrir það setja flokkarnir mjög umdeilt mál á dagskrá á undan óumdeildari málum sem þá læsast inni. Er það heilbrigt lýðræði?Á stjórnarandstaðan að hleypa öllum málum ríkisstjórnarinnar í gegn án umræðu? Nei, hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita meirihlutanum aðhald. Það er grunnatriði í lýðræðislegri stjórnskipan. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir því að minna umdeild mál verði rædd fyrst svo þau komist til nefnda Alþingis. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn. Stjórnarandstaðan hefur boðið að öll mál er snúa að bættum hag heimilanna fái forgang. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn, vill bara átakamálin á dagskrá. Er það forsvaranlegt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé stillt upp við vegg af ríkisstjórnarflokkunum með þeim hætti að stjórnarflokkarnir taka í gíslingu málefni heimilanna og framsókn í atvinnumálum til að keyra yfir stjórnarandstöðuna, án umræðu, mál sem hún hefur aðrar skoðanir á? Vilja Íslendingar að átakastjórnmál gamalla tíma sem stjórnarflokkarnir stunda verði áfram við líði? Það getur ekki verið sök stjórnarandstöðunnar að málefni stjórnarflokkanna koma seint fram og illa unnin. Verkstjórnin og vinnubrögðin eru á ábyrgð forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun