Komum mynd á mannréttindi Anna Kristinsdóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki. Með því að gera 16. maí að sérstökum mannréttindadegi minna Reykvíkingar á að Reykjavíkurborg hefur einsett sér að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem opinberlega gæta mannréttinda. Til að ná því markmiði hefur m.a. verið opnuð sérstök vefsíða tileinkuð mannréttindum (mannrettindi.reykjavik.is) en henni er ætlað að setja mannréttindastefnu Reykjavíkur fram á einfaldan og skýran hátt og að auðvelda borgarbúum að sækja rétt sinn ef þeir telja á sér brotið. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar var stofnað til að fylgja eftir mannréttindastefnunni. Mannréttindaskrifstofa var jafnhliða sett á fót en hún gætir þess að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar eða heilsufars hjá Reykjavíkurborg. Með mannréttindastefnunni var lögð áhersla á að mynda heildstæða sýn í þágu borgarbúa, því mörg tilheyrum við fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Í dag hefst ljósmyndasamkeppni, á vegum mannréttindaskrifstofunnar, undir slagorðinu „Komum mynd á mannréttindi". Markmið hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mikilvægi þess að borgarbúum sé ekki mismunað. Fyrst verður forkeppni á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og eru allir hvattir til að velja öflugustu myndirnar. Þær myndir sem mest er „líkað við", komast á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á gleðidaginn 11. ágúst. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja þær þrjár myndir sem skýrast endurspegla kröfuna um mannréttindi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri vefsíðu Reykjavíkurborgar um mannréttindi og á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Mannréttindi verða einungis raunveruleg í samskiptum okkar og athöfnum. Það setur þá skyldu á herðar allra að við virðum mannréttindi. Mannréttindi færa einstaklingum jafnréttindi og virðingu. Þau eru einnig vernd gegn fordómum og ofbeldi. Þess vegna þurfum við öll að axla ábyrgð og berjast gegn fordómum og mismunun og fyrir mannréttindum. Nelson Mandela orðaði þetta svo fallega þegar hann sagði „að vera frjáls snýst ekki einvörðungu um að kasta af sér hlekkjunum heldur snýst það um að virða og efla frelsi annarra". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki. Með því að gera 16. maí að sérstökum mannréttindadegi minna Reykvíkingar á að Reykjavíkurborg hefur einsett sér að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem opinberlega gæta mannréttinda. Til að ná því markmiði hefur m.a. verið opnuð sérstök vefsíða tileinkuð mannréttindum (mannrettindi.reykjavik.is) en henni er ætlað að setja mannréttindastefnu Reykjavíkur fram á einfaldan og skýran hátt og að auðvelda borgarbúum að sækja rétt sinn ef þeir telja á sér brotið. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar var stofnað til að fylgja eftir mannréttindastefnunni. Mannréttindaskrifstofa var jafnhliða sett á fót en hún gætir þess að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar eða heilsufars hjá Reykjavíkurborg. Með mannréttindastefnunni var lögð áhersla á að mynda heildstæða sýn í þágu borgarbúa, því mörg tilheyrum við fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Í dag hefst ljósmyndasamkeppni, á vegum mannréttindaskrifstofunnar, undir slagorðinu „Komum mynd á mannréttindi". Markmið hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mikilvægi þess að borgarbúum sé ekki mismunað. Fyrst verður forkeppni á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og eru allir hvattir til að velja öflugustu myndirnar. Þær myndir sem mest er „líkað við", komast á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á gleðidaginn 11. ágúst. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja þær þrjár myndir sem skýrast endurspegla kröfuna um mannréttindi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri vefsíðu Reykjavíkurborgar um mannréttindi og á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Mannréttindi verða einungis raunveruleg í samskiptum okkar og athöfnum. Það setur þá skyldu á herðar allra að við virðum mannréttindi. Mannréttindi færa einstaklingum jafnréttindi og virðingu. Þau eru einnig vernd gegn fordómum og ofbeldi. Þess vegna þurfum við öll að axla ábyrgð og berjast gegn fordómum og mismunun og fyrir mannréttindum. Nelson Mandela orðaði þetta svo fallega þegar hann sagði „að vera frjáls snýst ekki einvörðungu um að kasta af sér hlekkjunum heldur snýst það um að virða og efla frelsi annarra".
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar