Á nútíminn erindi á Bessastaði? Salka Margrét Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina. Það var fyrir nokkru sem ég gerði mér grein fyrir því að mig langar ekki til að forsetaembætti Íslands hafi þessa ímynd. Forseti Íslands á að vera einn af fólkinu – sá sami og við sem stundum gleymum að strauja skyrtuna fyrir jólaboðið. Embættið á þó á sama tíma að geta notið virðingar og trausts. Sömu gamalgrónu forsetaframbjóðendurnir hafa verið í umræðunni í áratugi og jafnframt sama ímyndin á embættinu. Mig langar í nýja sýn, ný andlit og nýja menningu. Ég vil sjá forsetaembættið nútímavæðast líkt og íslenskt samfélag hefur gert. Ég vil sjá manneskju á Bessastöðum sem ég get litið á sem fyrirmynd. Forseti á að endurspegla fólkið í landinu. Hann á að vera alþýðlegur og jarðbundinn einstaklingur. Ég vil sjá fjölbreytni; ég vil sjá ferskleika; ég vil sjá manneskju sem ég sé sem fyrirmynd mína, en ekki fjarlæga mér. Ég vil að við hugsum um þýðingu embættisins og hver ímynd þess er fyrir hvern og einn. Hvort þetta sé embætti sem við getum öll samsamað okkur við, eða bara smár kjarni. Jafnframt því að vilja sjá fyrirmynd fólksins er ég einnig sek um að vilja hafa forsetann ópólitískan. Við eigum ekki að hugsa um hvaða frambjóðandi endurspeglar okkar eigin pólitísku skoðanir. Embættið á að sameina okkur Íslendinga, í stað þess að sundra okkur í stuðningsmenn eða andstæðinga. Forseti á að vera talsmaður okkar í gleði sem sorg. Endurspeglun okkar allra. Langanir stúlku sem sullar ósjaldan á sig sósu endurspegla að sjálfsögðu ekki óskir þjóðarinnar allrar. En ég held að ég geti fullyrt að okkur Íslendingum öllum þykir lýðræðið sem við fengum í vöggugjöf mikils virði, og ekki skal setja á það verðmiða. Ef nýta á lýðræðið sem við erum svo heppin að hafa þá þarf regluleg valdaskipti - breytingar. Að mínu mati þarf nýja sýn og nýjan forseta, í takt við nútímann. Ég mun velja þann frambjóðanda sem höfðar til mín; frambjóðanda sem er samnefnari fyrir nútíma Íslendinginn og er upphafið að nýrri og ferskri framtíð þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina. Það var fyrir nokkru sem ég gerði mér grein fyrir því að mig langar ekki til að forsetaembætti Íslands hafi þessa ímynd. Forseti Íslands á að vera einn af fólkinu – sá sami og við sem stundum gleymum að strauja skyrtuna fyrir jólaboðið. Embættið á þó á sama tíma að geta notið virðingar og trausts. Sömu gamalgrónu forsetaframbjóðendurnir hafa verið í umræðunni í áratugi og jafnframt sama ímyndin á embættinu. Mig langar í nýja sýn, ný andlit og nýja menningu. Ég vil sjá forsetaembættið nútímavæðast líkt og íslenskt samfélag hefur gert. Ég vil sjá manneskju á Bessastöðum sem ég get litið á sem fyrirmynd. Forseti á að endurspegla fólkið í landinu. Hann á að vera alþýðlegur og jarðbundinn einstaklingur. Ég vil sjá fjölbreytni; ég vil sjá ferskleika; ég vil sjá manneskju sem ég sé sem fyrirmynd mína, en ekki fjarlæga mér. Ég vil að við hugsum um þýðingu embættisins og hver ímynd þess er fyrir hvern og einn. Hvort þetta sé embætti sem við getum öll samsamað okkur við, eða bara smár kjarni. Jafnframt því að vilja sjá fyrirmynd fólksins er ég einnig sek um að vilja hafa forsetann ópólitískan. Við eigum ekki að hugsa um hvaða frambjóðandi endurspeglar okkar eigin pólitísku skoðanir. Embættið á að sameina okkur Íslendinga, í stað þess að sundra okkur í stuðningsmenn eða andstæðinga. Forseti á að vera talsmaður okkar í gleði sem sorg. Endurspeglun okkar allra. Langanir stúlku sem sullar ósjaldan á sig sósu endurspegla að sjálfsögðu ekki óskir þjóðarinnar allrar. En ég held að ég geti fullyrt að okkur Íslendingum öllum þykir lýðræðið sem við fengum í vöggugjöf mikils virði, og ekki skal setja á það verðmiða. Ef nýta á lýðræðið sem við erum svo heppin að hafa þá þarf regluleg valdaskipti - breytingar. Að mínu mati þarf nýja sýn og nýjan forseta, í takt við nútímann. Ég mun velja þann frambjóðanda sem höfðar til mín; frambjóðanda sem er samnefnari fyrir nútíma Íslendinginn og er upphafið að nýrri og ferskri framtíð þjóðarinnar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar