Allt rangt hjá Þorsteini Kristinn H. Gunnarsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar. Núverandi löggjöf um stjórn fiskveiða hefur yfirskuldsett sjávarútveginn, fært fáum gífurleg auðævi og komið í veg fyrir hagræðingu og framfarir sem ætíð verða í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Óvíða í heiminum hefur einkavæðing almannaverðmæta gengið svo langt sem hér á landi undanfarna tvo áratugi. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldir útgerða eiga fyrst og fremst rætur í fjárfestingum í nýjum skipum og tækjum og viðbótaraflaheimildum. Staðreyndin er önnur. Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) segir í skýrslu frá maí 2010 að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum hafi frá 2003 ekki hækkað skuldir í sjávarútvegi. RHA telur að 40-50% af nærri 400 milljarða króna skuldaaukningu frá 1997 til 2008 sé vegna fjárfestinga í rekstri ótengdum sjávarútvegi og vegna gjaldeyris- og afleiðuviðskipta. Rúmur helmingur skuldaaukningarinnar er vegna kaupa á aflaheimildum á uppsprengdu verði. Verð á þorskkvóta fimmtánfaldaðist frá 1995 til júní 2008, en féll þá í einu vetfangi um ríflega helming. Allir vita, nema Þorsteinn, að fáir tugir kvótahafa fengu að selja veiðiréttinn til langrar framtíðar á tilbúnu verði og færðu andvirðið í eigin vasa. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldaaukningin hefur leitt til betri nýtingar og arðsemi. Skýrsla RHA segir að engin framleiðniaukning hafi orðið í veiðum frá 1991 til 2008. Fiskiskipaflotinn hefur elst síðan framsalið var lögleitt og meðalaldur togaraflotans er nú 27 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir að verð á íslenskum sjávarafurðum hafi frá 1991 til 2009 hækkað um 20% að raunvirði og þrátt fyrir að óverulega hafi verið fjárfest í skipum og búnaði á sama tíma segir RHA að efnahagsleg staða sjávarútvegsins hafi stórversnað. Ifs Greining segir í nýlegri skýrslu að stór hluti útgerðarfélaga virðist vera yfirskuldsettur og þurfi á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda. Þetta er reynslan af 20 ára framsali Þorsteins Pálssonar. Fáir hafa efnast mikið og þjóðin á að borga með því að neita sér um bætt lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Skoðun Tengdar fréttir Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. 26. maí 2012 06:00 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar. Núverandi löggjöf um stjórn fiskveiða hefur yfirskuldsett sjávarútveginn, fært fáum gífurleg auðævi og komið í veg fyrir hagræðingu og framfarir sem ætíð verða í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Óvíða í heiminum hefur einkavæðing almannaverðmæta gengið svo langt sem hér á landi undanfarna tvo áratugi. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldir útgerða eiga fyrst og fremst rætur í fjárfestingum í nýjum skipum og tækjum og viðbótaraflaheimildum. Staðreyndin er önnur. Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) segir í skýrslu frá maí 2010 að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum hafi frá 2003 ekki hækkað skuldir í sjávarútvegi. RHA telur að 40-50% af nærri 400 milljarða króna skuldaaukningu frá 1997 til 2008 sé vegna fjárfestinga í rekstri ótengdum sjávarútvegi og vegna gjaldeyris- og afleiðuviðskipta. Rúmur helmingur skuldaaukningarinnar er vegna kaupa á aflaheimildum á uppsprengdu verði. Verð á þorskkvóta fimmtánfaldaðist frá 1995 til júní 2008, en féll þá í einu vetfangi um ríflega helming. Allir vita, nema Þorsteinn, að fáir tugir kvótahafa fengu að selja veiðiréttinn til langrar framtíðar á tilbúnu verði og færðu andvirðið í eigin vasa. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldaaukningin hefur leitt til betri nýtingar og arðsemi. Skýrsla RHA segir að engin framleiðniaukning hafi orðið í veiðum frá 1991 til 2008. Fiskiskipaflotinn hefur elst síðan framsalið var lögleitt og meðalaldur togaraflotans er nú 27 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir að verð á íslenskum sjávarafurðum hafi frá 1991 til 2009 hækkað um 20% að raunvirði og þrátt fyrir að óverulega hafi verið fjárfest í skipum og búnaði á sama tíma segir RHA að efnahagsleg staða sjávarútvegsins hafi stórversnað. Ifs Greining segir í nýlegri skýrslu að stór hluti útgerðarfélaga virðist vera yfirskuldsettur og þurfi á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda. Þetta er reynslan af 20 ára framsali Þorsteins Pálssonar. Fáir hafa efnast mikið og þjóðin á að borga með því að neita sér um bætt lífskjör.
Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. 26. maí 2012 06:00
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar