Mengun hafsins: Áfangar í rétta átt Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. maí 2012 06:00 Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi. Á næsta ári stendur til að skrifa undir nýtt alþjóðlegt samkomulag gegn kvikasilfursmengun í Minamata. Það verður táknrænn og sögulegur áfangi í baráttunni gegn mengun hafsins, þar sem má segja að ótrúlega mikið hafi áunnist á þessu sviði á undanförnum áratugum. Alþjóðasamningar hafa náðst um að minnka mengun frá skipum, banna varp úrgangs í hafið og draga úr losun ýmissa hættulegra efna, sem finna sér leið inn í fæðukeðjuna. Kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay í Skotlandi var lokað og dregið hefur úr losun geislavirkra efna frá Sellafield, að hluta til vegna þrýstings frá nágrannaríkjum. Þrávirk lífræn efni mælast langt undir hættumörkum á Íslandsmiðum og styrkur þeirra virðist standa í stað eða fara hægt niður á við, þvert á það sem menn óttuðust fyrir áratug eða svo. Almennur skilningur er á því að hafið getur ekki verið í senn ruslakista og uppspretta fæðu og verðmæta. Nauðsynlegar aðgerðir og viðbúnaðurÍslensk stjórnvöld voru fyrst ríkja innan OSPAR-samningsins til að vekja athygli á ógnun kjarnorkuendurvinnslunnar á Bretlandseyjum fyrir fiskveiðar í Norður-Atlantshafi fyrir rúmum aldarfjórðungi. Íslendingar geta einnig þakkað sér árangur varðandi þrávirk lífræn efni að nokkru, með því að vekja athygli á vandanum á Ríóráðstefnunni 1992 og ýta í framhaldinu á gerð alþjóðlegs samkomulags. Slíkt hefði auðvitað ekki verið hægt nema með góðri hjálp fleiri ríkja, frjálsra félagasamtaka og fjölþjóðlegra stofnana. Þar má nefna Norðurskautsráðið, en samantektir þess á áhrifum þrávirkra lífrænna efna á lífríki og heilsu fólks fjarri uppsprettum mengunar áttu drjúgan þátt í gerð Stokkhólmssamningsins um að draga úr losun þeirra. Því fer þó fjarri að sigur sé unninn. Aukin byggð og starfsemi við strendur, oft án nauðsynlegrar skólphreinsunar, veldur víða alvarlegri mengun á grunnsævi. Mengun af völdum plastagna og alls kyns rusls er vaxandi vandamál, sem leitað er lausna við. Aukin ásókn í olíuvinnslu á hafi úti, oft við erfiðar aðstæður, kallar á auknar öryggiskröfur og eftirlit. Olíuslysið í Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt hve mikið tjón getur orðið við olíuvinnslu á hafsbotni og hve erfitt er að stöðva leka þar. Augu manna beinast nú mjög að olíuvinnslu á norðurslóðum með hopun hafíss, en þar eru allar aðstæður erfiðari og lífríkið viðkvæmara en á suðlægari slóðum. Þar er full ástæða til að fara varlega. Íslendingar þurfa einnig að huga að viðbrögðum við hugsanlegum stórauknum flutningum á olíu með skipum meðfram ströndum landsins. Strand risaolíuskips hér við land gæti valdið stórfelldu tjóni á fiskimiðum og lífríki. Viðbúnaður við hugsanlegum slysum af því tagi hefur verið efldur, m.a. með tilkomu nýs varðskips, bættu eftirliti með skipaumferð og aukinni samvinnu við önnur ríki um viðbrögð ef hætta skapast. Matvæli úr hreinu hafiMengun sjávar er þó minnst til komin vegna stórslysa. Þótt mengun frá starfsemi á Íslandi sé lítil skiptir það okkur miklu máli að vera til fyrirmyndar, meðal annars til að viðhalda trúverðugleika í alþjóðlegu starfi. Íslendingar geta ekki leyft sér að dæla út díoxíni langt yfir eðlilegum mörkum á sama tíma og ýtt er á önnur ríki að draga úr losun þrávirkra efna af því tagi. Átak í skólphreinsun þarf að halda áfram, því framleiðandi hágæðamatvæla getur ekki búið við gerlamengaðar strendur rétt hjá vinnslustöðvum. Góður árangur í baráttunni gegn mengun hafsins sýnir okkur mátt alþjóðlegrar samvinnu í umhverfismálum og mikilvægi vöktunar og upplýsingagjafar. Þessi árangur á að vera okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut, en ekki tilefni til að sofna á verðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi. Á næsta ári stendur til að skrifa undir nýtt alþjóðlegt samkomulag gegn kvikasilfursmengun í Minamata. Það verður táknrænn og sögulegur áfangi í baráttunni gegn mengun hafsins, þar sem má segja að ótrúlega mikið hafi áunnist á þessu sviði á undanförnum áratugum. Alþjóðasamningar hafa náðst um að minnka mengun frá skipum, banna varp úrgangs í hafið og draga úr losun ýmissa hættulegra efna, sem finna sér leið inn í fæðukeðjuna. Kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay í Skotlandi var lokað og dregið hefur úr losun geislavirkra efna frá Sellafield, að hluta til vegna þrýstings frá nágrannaríkjum. Þrávirk lífræn efni mælast langt undir hættumörkum á Íslandsmiðum og styrkur þeirra virðist standa í stað eða fara hægt niður á við, þvert á það sem menn óttuðust fyrir áratug eða svo. Almennur skilningur er á því að hafið getur ekki verið í senn ruslakista og uppspretta fæðu og verðmæta. Nauðsynlegar aðgerðir og viðbúnaðurÍslensk stjórnvöld voru fyrst ríkja innan OSPAR-samningsins til að vekja athygli á ógnun kjarnorkuendurvinnslunnar á Bretlandseyjum fyrir fiskveiðar í Norður-Atlantshafi fyrir rúmum aldarfjórðungi. Íslendingar geta einnig þakkað sér árangur varðandi þrávirk lífræn efni að nokkru, með því að vekja athygli á vandanum á Ríóráðstefnunni 1992 og ýta í framhaldinu á gerð alþjóðlegs samkomulags. Slíkt hefði auðvitað ekki verið hægt nema með góðri hjálp fleiri ríkja, frjálsra félagasamtaka og fjölþjóðlegra stofnana. Þar má nefna Norðurskautsráðið, en samantektir þess á áhrifum þrávirkra lífrænna efna á lífríki og heilsu fólks fjarri uppsprettum mengunar áttu drjúgan þátt í gerð Stokkhólmssamningsins um að draga úr losun þeirra. Því fer þó fjarri að sigur sé unninn. Aukin byggð og starfsemi við strendur, oft án nauðsynlegrar skólphreinsunar, veldur víða alvarlegri mengun á grunnsævi. Mengun af völdum plastagna og alls kyns rusls er vaxandi vandamál, sem leitað er lausna við. Aukin ásókn í olíuvinnslu á hafi úti, oft við erfiðar aðstæður, kallar á auknar öryggiskröfur og eftirlit. Olíuslysið í Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt hve mikið tjón getur orðið við olíuvinnslu á hafsbotni og hve erfitt er að stöðva leka þar. Augu manna beinast nú mjög að olíuvinnslu á norðurslóðum með hopun hafíss, en þar eru allar aðstæður erfiðari og lífríkið viðkvæmara en á suðlægari slóðum. Þar er full ástæða til að fara varlega. Íslendingar þurfa einnig að huga að viðbrögðum við hugsanlegum stórauknum flutningum á olíu með skipum meðfram ströndum landsins. Strand risaolíuskips hér við land gæti valdið stórfelldu tjóni á fiskimiðum og lífríki. Viðbúnaður við hugsanlegum slysum af því tagi hefur verið efldur, m.a. með tilkomu nýs varðskips, bættu eftirliti með skipaumferð og aukinni samvinnu við önnur ríki um viðbrögð ef hætta skapast. Matvæli úr hreinu hafiMengun sjávar er þó minnst til komin vegna stórslysa. Þótt mengun frá starfsemi á Íslandi sé lítil skiptir það okkur miklu máli að vera til fyrirmyndar, meðal annars til að viðhalda trúverðugleika í alþjóðlegu starfi. Íslendingar geta ekki leyft sér að dæla út díoxíni langt yfir eðlilegum mörkum á sama tíma og ýtt er á önnur ríki að draga úr losun þrávirkra efna af því tagi. Átak í skólphreinsun þarf að halda áfram, því framleiðandi hágæðamatvæla getur ekki búið við gerlamengaðar strendur rétt hjá vinnslustöðvum. Góður árangur í baráttunni gegn mengun hafsins sýnir okkur mátt alþjóðlegrar samvinnu í umhverfismálum og mikilvægi vöktunar og upplýsingagjafar. Þessi árangur á að vera okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut, en ekki tilefni til að sofna á verðinum.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun