Fordómar hvers? Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 2. júní 2012 06:00 Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar". Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forsetaembættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsingar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskorandi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólafur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér fordómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlyndið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál? Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forsetakosningarnar. Forsetakosningarnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragnar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar tilraunir til að gera Þóru að forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan misskilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylkingunni. Benti honum góðfúslega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríghalda í þann ósið að spyrða embættið við stjórnmálaöflin í landinu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jakobínu bera vott um fordóma hennar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna." Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegrar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar staðalmyndir til að reka kosningabaráttu sína og hafni allri kvenfyrirlitningu í orðum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Tengdar fréttir Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00 Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar". Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forsetaembættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsingar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskorandi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólafur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér fordómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlyndið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál? Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forsetakosningarnar. Forsetakosningarnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragnar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar tilraunir til að gera Þóru að forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan misskilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylkingunni. Benti honum góðfúslega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríghalda í þann ósið að spyrða embættið við stjórnmálaöflin í landinu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jakobínu bera vott um fordóma hennar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna." Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegrar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar staðalmyndir til að reka kosningabaráttu sína og hafni allri kvenfyrirlitningu í orðum sínum.
Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar