Vafasöm vigtun sjávarafla Kristinn H. Gunnarsson skrifar 7. júní 2012 06:00 Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gatasigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag. Afli er að jafnaði vigtaður fyrst á hafnarvog sveitarfélagsins. Hins vegar hafa um 90 fiskkaupendur um allt land leyfi til þess að endurvigta aflann. Það er gert innan veggja fyrirtækisins án viðveru opinberra eftirlitsmanna. Endurvigtunin er send til hafnarvogarinnar þar sem fyrst var vigtað. Beri tölunum ekki saman ræður endurvigtunin og er færð inn í gagnagrunn Fiskistofu. Ekkert samband er milli vigtunarkerfanna tveggja og því engin leið að staðreyna mælingu fiskkaupandans. Gildandi fyrirkomulag býður hættunni heim, þar sem endurvigtunin er að mestu í höndum aðila sem fjárhagslegan ávinning hafa af því að hafa rangt við. Sé fiskaflinn vanvigtaður er hægt að veiða meira en nemur útgefnum kvóta og sé meðalþyngd lækkuð verður fiskverðið lægra en rétt er. Afleiðing af svindli er að meira er veitt en kvóti leyfir og að ríkið, sveitarfélögin, fiskseljandi og sjómenn eru hlunnfarin um kvóta og tekjur. Sáralítið af veiddum afla er endanlega vigtaður af hinu opinbera eða hlutlausum og trúverðugum aðila. Fiskur sem vinnsluskip veiða er aldrei vigtaður heldur er stuðst við mælingar á afurðum eftir á. Óunninn fiskur sem seldur er erlendis er vigtaður þar. Mest af óunnum fiski sem seldur er innanlands er vigtað af fiskkaupandanum. Aðeins afli sem seldur er á innlendum fiskmarkaði er vigtaður af hlutlausum aðila. Það eru um 15% af veiddum þorski, hin 85% eru vigtuð af aðilum sem hagnast fjárhagslega af frávikum. Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar var í fyrra lagt til að breyta þessu og láta hina opinberu vigtun gilda. En það hefur verið dregið til baka. Kvótakerfið hvílir á ótraustum mælingum og býður upp á umfangsmikil undanskot og svik. Hið opinbera líður ekki slíkt í öðrum atvinnugreinum. Hverju sætir þessi sérmeðferð sem útgerðargreifar landsins fá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Sjá meira
Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gatasigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag. Afli er að jafnaði vigtaður fyrst á hafnarvog sveitarfélagsins. Hins vegar hafa um 90 fiskkaupendur um allt land leyfi til þess að endurvigta aflann. Það er gert innan veggja fyrirtækisins án viðveru opinberra eftirlitsmanna. Endurvigtunin er send til hafnarvogarinnar þar sem fyrst var vigtað. Beri tölunum ekki saman ræður endurvigtunin og er færð inn í gagnagrunn Fiskistofu. Ekkert samband er milli vigtunarkerfanna tveggja og því engin leið að staðreyna mælingu fiskkaupandans. Gildandi fyrirkomulag býður hættunni heim, þar sem endurvigtunin er að mestu í höndum aðila sem fjárhagslegan ávinning hafa af því að hafa rangt við. Sé fiskaflinn vanvigtaður er hægt að veiða meira en nemur útgefnum kvóta og sé meðalþyngd lækkuð verður fiskverðið lægra en rétt er. Afleiðing af svindli er að meira er veitt en kvóti leyfir og að ríkið, sveitarfélögin, fiskseljandi og sjómenn eru hlunnfarin um kvóta og tekjur. Sáralítið af veiddum afla er endanlega vigtaður af hinu opinbera eða hlutlausum og trúverðugum aðila. Fiskur sem vinnsluskip veiða er aldrei vigtaður heldur er stuðst við mælingar á afurðum eftir á. Óunninn fiskur sem seldur er erlendis er vigtaður þar. Mest af óunnum fiski sem seldur er innanlands er vigtað af fiskkaupandanum. Aðeins afli sem seldur er á innlendum fiskmarkaði er vigtaður af hlutlausum aðila. Það eru um 15% af veiddum þorski, hin 85% eru vigtuð af aðilum sem hagnast fjárhagslega af frávikum. Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar var í fyrra lagt til að breyta þessu og láta hina opinberu vigtun gilda. En það hefur verið dregið til baka. Kvótakerfið hvílir á ótraustum mælingum og býður upp á umfangsmikil undanskot og svik. Hið opinbera líður ekki slíkt í öðrum atvinnugreinum. Hverju sætir þessi sérmeðferð sem útgerðargreifar landsins fá?
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar